Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Eðli trúfélaga

Að þessu sinni fjallar teiknimyndin um eðli trúfélaga:

Ritstjórn 06.05.2006
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Ónefndur - 06/05/06 14:26 #

Var bara að velta fyrir mér, finnst ykkur "Guð minn góður" "Jesús minn!" "Djöfullinn" og "Andskotinn" o.s.frv. vera ljótt orðbragð, skiptið þið ykkur að því t.d. ef að börnin ykkar segja svona hluti? Bara svona forvitinn...:D


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 06/05/06 15:17 #

Þessi orð sem þú nefnir fara nú ekkert svakalega í mig og þá sérstaklega "guð minn góður" og "Jesús minn!".


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 06/05/06 17:25 #

Fyrir mér þá eru svona upphrópanir jafn innihaldslausar og þegar systir mín segir Jedúddamía. En þetta er augljóst guðlast, þú skalt ekki leggja nafn guðs við hégóma, og því mætti held ég tæknilega séð kæra þig fyrir svonalagað.


Khomeni - 06/05/06 18:11 #

Ég verð nú að játa að mér leiðist þegar dóttir min 7 ára bölvar. Það er rugl.

Ég verð að innræta henni betur að helvíti er ekki til, að djöfullinn er ekki til, að andskotinn sé heldur ekki til. Ekki Satan. Ekki Jesú, ekki englarnir, ekki dýrðlingarnir, ekki góðar vættir, ekki púkar, ekki Gnorkar, ekki strumpar, ekki heilagur andi, ekki "sonurinn", ekki "faðirinn" ekki heilög þrenning, að páfinn sé bara gamall kall, að kirkjan sé bara hús, að myndin af jesú á krossinum er bara málað tré.

Ekkert af þessum fáránlegu bábyljum sem við verðum að hlífa börnunum okkar við. Í þeirri einlægu von að búa til almenniegar manneskjur.


Gunnar - 06/05/06 21:35 #

Mér hefur raunar þótt áhugavert að sjá suma vantrúarmenn blóta og velti því fyrir mér hvort þeir séu hneigðari til að ákalla "vondu öflin" en þau "góðu". Ef þeim þykir auðveldara að segja "helvítis" þegar þeir missa af grænu ljósi en að segja "guð hjálpi þér" þegar einhver hnerrar, þá finnst mér það eilítið skondið. Reyndar ákveðinn vandi með hnerrann - það er mér innrætt kurteisi að segja eitthvað þegar einhver hnerrar. Leysi það oft með því að segja gesundheit.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/05/06 22:19 #

Gunnar, villtu ekki skrifa lesendabréf eða stofna þráð á spjallinu um meintan munnsöfnuð og dónaskap á Vantrúarvefnum - þú virðist vera ansi .. tja, hugfanginn af því efni.


Blublu - 07/05/06 02:21 #

Kannski ætti maður að byrja að nota önnur trúarbrögð í "blótunum" sínum. Mig hefur til dæmis oft langað að segja "Allah veri með þér" þegar einhver hnerrar, ég hef samt ekki látið verða að því ennþá. :D

Er einhver með sniðugar hugmyndir um "blótanir"? Eins og Heilagur Þórshamar! eða eitthvað.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 07/05/06 09:52 #

Svo er spurning hvort það sé yfir höfðuð eitthvað vitrænt við að blóta. Hvað nær maður fram með því annað enn að reiða mann sjálfan?


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 07/05/06 10:03 #

Ég startaði umræðu á spjallborðinu hér um blótnotkun.


Khomeni - 07/05/06 10:06 #

Ég held að það skipti barasta engu máli hvort maður blótir eður ei. Þetta er samt svona eins og að naga neglurnar eða hrækja í sífellu. Þetta er ósiður sem kemur mest niður á manni sjálfum. Bölv og ragn fer í taugarnar á mörgum. Bölv kemur einnig upp um að maður sé vanstillur. Maður afhjúpast smávegis við sífellt bölv.

Afi minn sem var trúaður átti það til að bölva en þá notaði hann orðskrýpi eins og "bévítans", "Ansans", eða "Díbalsins"...

"Díbalsins!..það er ekki hægt að taka upp kartöflur í dag".

Þetta þykir mér sniðug lausn. Húmorinn verður að fylgja með í för.

-o-o-o-o-

Þegar konan mín blótar (yfirleitt þegar mjólkin er búin í ísskápnum) bölvar hún þannig að ég sé inn í innstu sálarkviku hennar. Það er mjög óhuggulegt að heyra einhvern blóta af ástríðu.
-Viss vanstilling í því.

-o-o-o-o-

Annars fynnst mér brandarinn góður og lýsandi. þvi miður er ríkiskirkju kerfi hérlendis þannig að hæpið er að gera gys af þvílíkum órétti.

-o-o-o-o-

Annars finnnst mér eingin vera á þessu bévítans vantrúarspjalli.


Ónefndur - 07/05/06 20:48 #

Óli gneisti sagði:

"En þetta er augljóst guðlast, þú skalt ekki leggja nafn guðs við hégóma, og því mætti held ég tæknilega séð kæra þig fyrir svonalagað."

Ég fór alltíeinu að pæla þegar ég sá þetta, hvort að í Biblíunni segði ekki eitthvað um að maður ætti ekki að leggja nafn Guðs "þíns" við hégóma...þannig ef þetta er ekki minn guð, er ég þá nokkuð að leggja nafnið við hégóma?


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 08/05/06 14:12 #

Komeini segir

Annars finnnst mér eingin vera á þessu bévítans vantrúarspjalli.

Það er misjafn. Stundum eru umræðurnar varla meiri en 10 centimetrar. En stundum verða umræðurnar mældar í metrum.


Guðmundur I. Markússon - 08/05/06 18:45 #

Hvaðan er þessi stórgóða skrýtla?


Guðmundur I. Markússon - 08/05/06 18:46 #

Hvaðan er þessi stórgóða skrýtla?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 08/05/06 19:03 #

Ég veit það ekki. Það stendur eitthvað á hliðinni, en ég sé ekki hvað.


Tinna G. Gígja - 28/08/09 12:29 #

Mér sýnist þetta vera eftir snillinginn Wiley. Gúglið "Non Sequitur" og þér munið finna.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.