Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Málfrelsið: mannvirðing og skoðanir

Fólk þarf að njóta þeirrar mannvirðingar að mega tjá sig en það getur ekki krafist þess að fólk virði skoðanir þeirra sama hversu gufuruglaðar þær eru. Það kemur ekki ósjaldan fyrir að eftir að ég hef deilt við einhvern sem er mér ósammála, endar viðkomandi mál sitt á eftirfarandi orðum: “Ég ber virðingu fyrir skoðunum þínum en ég er á öðru máli”.

Þetta er þversögn sem gengur ekki upp. Hvers vegna í ósköpunum var viðkomandi ekki sammála mér ef að hann/hún ber virðingu fyrir [skoðunum mínum? Ég er t.d. ósammála flestum lífsskoðunum Hitlers og ber því ekki virðingu fyrir þeim. Ég svara oftast á þessa leið: “Ég virði rétt þinn til að hafa skoðanir og tjá þær en ég ber ekki virðingu fyrir þessum skoðunum þínum (sem ég var ósammála)”. Ég get semsagt sýnt mannvirðingu og virt tjáningarfrelsi manna án þess að líka eða bera virðingu fyrir því sem sagt er. Hinn þekkti franski heimspekingur Voltaire átti að hafa sagt: “Ég er andsnúinn málflutningi þínum en ég er tilbúinn að leggja líf mitt að veði til að verja tjáningarrétt þinn”.

Málfrelsi eða tjáningarfrelsi er réttur sem ber að virða sama hvað sagt er en það þarf ekki endilega að virða innihald þeirra skoðana sem eru viðraðar. Það er gagnlegt að hafa þetta í huga þegar þegar deilt er.

Svanur Sigurbjörnsson 27.04.2006
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Khomeni - 27/04/06 09:36 #

Er þetta ekki bara dæmium vitlausa notkun á setningunni sem þú notar sjálfur s.s. "Ég virði rétt þinn til að halda fram þessum skoðunum". Sumir eru bara svo vitlausir að þeir skilja ekki einu sinni tungumálið sem þeir eru aldir upp við.

Annað svipað dæmi eru blandaðar tilfinningar póstmódernista gagnvart afskurn (umskurn) kvenna í Afríku. Sumir ganga svo langt að segja þetta bara sé bara menningaleg sérstaða. Aðrir loka öðru auganu fyrir þessu en gagnrýna ekki afskurn kvenna umbúðalaust. Pósmódernistar lenda í vandræðum út af þessu. Þetta er nefnilega mál sem krefst afstöðu. það er ekki hægt að horfa framhjá.

Khomeni er eindregin andsæðingur afskurnar kvenna og hefur meir að segja búið til kenningu um það hvaða þjóðir stundi sklík hroðaverk. hafði þið t.d tekið eftir að það eru einugnis undirokaðar þjoðir sem ástunda þetta (fátækt, fáfræði, hernaður). má ekki segja að þessi siður sé einkenni samfélaga í kreppu?

"við höfum engan til að berja á, þessvegna berjum (skerum af þeim snípinn) við bara konurnar okkar"...

Ofbeldismenn í öllum samfélögum haga sér svona. Hví skyldu samfélög ekki haga sér líka svona?

Afskurn kvenna er yfirleitt í dularklæðum trúrarbragað eða galdra og þessvegan hluti af því sem Vantrúin góða ætti að beita sér gegn.


Guðjón - 27/04/06 14:01 #

Ég virði rétt þinn til þess að hugsa sjálfur og veiti þér algjört frelsi til þess.

Sjálfur fer ég fram á sams konar frelsi, en það hýtur að fela það í sér að ég hef endanlegt úrskurðarvald um skoðanir mínar. En sá úrskurður gildir fyrir mig einan

Margir skilja vel þá frelsisskerðingu sem felst í reglum og siðaboðum, því það setur hegðun þeirra takmörk, en þeir skilja hins vegar ekki þá frelsisskerðingu sem felst í því að setja hugsuninni skorður.

Þetta er vel skiljanleg þar sem þetta er skólabókardæmi um þann mannlega breiskleika að vilja taka sjáfan sig út fyrir sviga þ.e. þeir hafa sjálfir komist að niðurstöðu í krafti geðþótta síns og vilja nú að allir menn lúti þeim geðþótta aðhyllast fyrilitlega skoðanir

Ég virði rétt þeirra til þess að hafa þessa skoðun þó ég sé ekki sammála henni.


Guðjón - 27/04/06 14:10 #

Önnur tilraun

Ég virði rétt þinn til þess að hugsa sjálfur og veiti þér algjört frelsi til þess.

Sjálfur fer ég fram á sams konar frelsi, en það hýtur að fela það í sér að ég hef endanlegt úrskurðarvald um skoðanir mínar. En sá úrskurður gildir fyrir mig einan

Margir skilja vel þá frelsisskerðingu sem felst í reglum og siðaboðum, því það setur hegðun þeirra takmörk, en þeir skilja hins vegar ekki þá frelsisskerðingu sem felst í því að setja hugsuninni skorður.

Þetta er vel skiljanleg þar sem þetta er skólabókardæmi um þann mannlega breiskleika að vilja taka sjáfan sig út fyrir sviga þ.e. þeir hafa sjálfir komist að niðurstöðu í krafti geðþótta síns og krefjast þess að aðri menn lúti honum. Þeir sem gera það ekki aðhyllast fyrilitlegar skoðanir samkvæmt skilgreiningu.

Frelsi til þess að hugsa felur í sér frelsi til að fella dóma um skoðanir og en það er hins vegar ekki mjög skynsamlegt að fordæma skoðanir annara mjög harkalega nema í undantekingartilvikum.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 27/04/06 14:26 #

Í hvaða skoðanir er ekki skynsamlegt að gagnrýna harkalega? Ég veit að þú sagði fordæma en tek því þannig að þú sért að tala um gagnrýna - þú leiðréttir mig bara ef þér finnst það rangt hjá mér.


Khomeni - 27/04/06 15:02 #

Khomeni fer fram á að menn tali skýrar.

Sumar skoðanir má alveg gagnrýna.

Hugleiðingar um að setja skorður um rétt manna til að hugsa eru út í hött. Enda óframkvæmanlegt.

Þetta rugl minnir Khomeni allaf á trúboða frá USA sem hélt fyrirlestur í FÁ um árið og sagði að það væri afar auðvelt að syndga með þvi að hugsa....

.......en það er hins vegar ekki mjög skynsamlegt að fordæma skoðanir annara mjög harkalega nema í undantekingartilvikum.<

...Þetta er bull.


Svanur Sigurbjörnsson - 27/04/06 17:04 #

Sælir Khomeni sagði:

Er þetta ekki bara dæmium vitlausa notkun á setningunni sem þú notar sjálfur s.s. "Ég virði rétt þinn til að halda fram þessum skoðunum".

Svar mitt er já ef ég skil þig rétt. Það virðist sem fólk ætli sér að segja "Ég ber virðingu fyrir þér en er ekki sammála". Fólk greinir þá ekki á milli þess að bera virðingu fyrir skoðun annars vegar og virðingu fyrir persónunni hins vegar. Mig furðar hvernig þessi venja komst á en fólk étur oft upp eftir öðrum án þess að hugsa djúpt í innihaldið. Þetta hljómar eins og eitthvert fallegt umburðarlyndi en í raun er þetta bara illa hugsuð "verum vinir" klausa þegar fólk er orðið hrætt um að rökræður eða deilur hafi einhverjar óæskilegar tilfinningar í för með sér. Fólki þarf að skiljast að gagnrýni og rökræður eru uppbyggjandi og í raun vinargreiði, ekki öfugt.


Svanur Sigurbjörnsson - 27/04/06 17:44 #

Guðjón sagði

"Frelsi til þess að hugsa felur í sér frelsi til að fella dóma um skoðanir og en það er hins vegar ekki mjög skynsamlegt að fordæma skoðanir annara mjög harkalega nema í undantekingartilvikum."

Það eru ekki allar skoðanir jafnréttháar. Sumar skoðanir varða smekk (t.d. litur fata) og aðrar fjalla um hluti sem ekki skipta í raun miklu máli (t.d. hvort sýna eigi Latabæ kl 17 eða 20 á föstudögum á RÚV). Það er því hagt að hafa margar ólíkar skoðanir á þessum atriðum og allar vera svipað góðar. Hins vegar er ljóst eins og dæmi var nefnt hér að ofan að umskurður stúlkna er glæpsamlegur því það er ekki verið að taka af einhverju húðfellingu heldur snípinn sem slíkan. Við getum líkt því við að skera af kónginn á typpi karlmanns. Enn skýrara dæmi er morð en það er glæpsamlegt alls staðar (nema hjá vissum einræðisherrum). Það sem ég er að segja er að þegar skoðanir manna varða verðmæti (t.d. réttindi, heilsu, eignir) er það ámælisvert að láta einstaklinga sem stýrast af sjálfselsku, valdagræðgi, peningagræðgi eða öðrum löstum (eða eru hreinlega með ranghugmyndir) komast upp með að misnota tjáninarfrelsið án þess að þeim sé svarað af fullum krafti, þ.e. með rökfestu og ákveðni. Slæmar hugmyndir grassera ef enginn mótmælir, sbr. allt kuklið í kringum okkur.

Þú talar um að "...fella dóma á skoðanir..." og svo "...fordæma skoðanir annarra mjög harkalega..."

Þegar þú orðar þetta svona virðist vera eins um einhverja árás sé að ræða sem geti skaðað eða orðið til hins verra. Orðið "fordæma" merkir væntanlega hér að mikil áhersla og mikilvægi fylgi gagnrýninni. T.d. "Morðið á Olaf Palme var fordæmt um allan heim". Það leiðir oftast af sjálfu sér að alvarlegir glæpir eða mjög óviðeigandi skoðanir (siðlausar) eru fordæmdar og þá oft af mörgum eða af fulltrúum félaga eða þjóðfélaga. Maður þarf tæpast að hafa áhyggjur af því að gagnrýni manns, t.d. á skoðanir biskups um rétt trúfélaga til að fá að gefa saman samkynhneigðra, teljist sem "dómur" eða "fordæming". Þetta eru bara orð. Það skiptir meira máli að halda uppi gagnrýni og vöku fyrir því sem mætti fara betur í þjóðfélaginu en að hafa áhyggjur af því að maður móðgi einhvern með rökræðu. Það er enginn yfir gagnrýni hafinn, hvorki "heilagur" prestur né stjórnvöld. Gagnrýnum eins of við lifandi getum og finnum betri lausnir fyrir framtíðina.


Khomeni - 27/04/06 19:48 #

Haf þökk fyrir Svanur.

Guðjón segir að það sé "ekki skynsamlegt að fordæma skoðanir annara nema í undantekningatilfellum".

Þessu er Khomeni ekki samála eins og komið hefur fram. Nú ætla ég (Khomeni) að segja afhverju.

--okkur var gefið vit. Við verðum að nota það til að dæma. Annars erum við í plönturíkin en ekki dýraríkinu.

--Það er bara fínt að láta fólk vita af skoðun sinni á skoðunm þeirra. Það er fínt og ekkert að því.

--Ef við erum alltaf að taka "tillit til" skoðanna annara eins og þær séu e-r heilgar kýr þá er það prýðilegur jarðvegur fyrir illvirki af verstu sort

-o-o-o-o-

Það sem ég átti við kæri Svanur er sú staðreynd að sumt fólk segir bara e-a vitleysu bara vegna þess að það hljómar skynsamlega.

Gott dæmi er "Ég er ósammála þér en virði skoðanir þína"....Þetta er nátturuleg bara orðhengilsháttur. Sá sem heldur þessu fram er að rugla hugmyndini við setningu sem kveður á um að þó maður sé ósammlaá viðmælenda sínum virið meður RÉTT hans til að halda þeim skoðunum frammi.

Þetta er allt önnur hugsun.


elli - 27/04/06 23:24 #

þessi grein var ágæt því hún lýsti tilfinningum mínum þegar viðkemur þessarri síðu, ég virði hennar skoðanir ekki! Grátlegt dæmi um beiska einstaklinga sem kenna almættinu um líf þeirra sé ekki dans á rósum.

Amen


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/04/06 23:36 #

Skoðun þín er röng, elli, við kennum engu almætti um neitt og líf okkar allra er sæmilegasti dans á rósum.


Harpa Lind - 27/04/06 23:50 #

elli, var þetta bæn? Vissiru ekki að bænir eru gagnslausar?

Afhverju ætti fólk sem trúir ekki að það sé til eitthvað almætti að kenna einhverju almætti um eitthvað?

Þá væri meira vit í að kenna kanarífuglum um ef maður er ekki sáttur við hlutina.

Leiðinleg árátta þessara trúmanna að reyna alltaf að gera alla aðra að trúmönnum.

Annars að efninu, hvernig stendur á þessu P.C. krappi að við eigum að virða skoðanir allra? Afhverju er allskonar rugl gleypt hrátt af fjölmiðlum og reitt fyrir almenning án umhugsunar, afhverju "virðir fólk skoðanir" þeirra sem vilja setja "mannréttindi" fósturvísis hærri en konu sem ber hann, nú eða "heilagleika" sæðis, skaðsemi getnaðarvarna, jú og auðvitað að eina ásættanlega leið fólks til að stunda kynlíf sé fyrir mann og konu í hjónabandi með þeim eina tilgangi að búa til börn!!!


Gudjon - 28/04/06 10:47 #

Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir skoðunum sem maður er ósammála?

Ég ber virðingu fyrir skoðunum sem ég tel vera vel grundaðar og skynsamlega miðað við þær forsendur sem þær ganga útfrá þó að ég sé ekki sammála forsendunum.


khomeni - 28/04/06 11:34 #

Góður punktur hjá Hörpu. Loxins kom kvennmaður inn á þenna þráð.

Þessi Elli er í tómu rugli:

þessi grein var ágæt því hún lýsti tilfinningum mínum þegar viðkemur þessarri síðu, ég virði hennar skoðanir ekki! Grátlegt dæmi um beiska einstaklinga sem kenna almættinu um líf þeirra sé ekki dans á rósum.

Þetta er prýðilegt dæmi um þversögn. Hvernig geta yfirlýstir trúleysingjar og guðleysingjar kennt ALMÆTTINU um að líf þeirra sé ekki dans á rósum.

Ég virði ekki skoðanir ella. Það er ekki hægt. Maður sem nær að koma fyrir svona þversögn í 2 setningum gengur ekki heill til skógar.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/06 11:56 #

Ekki heill til skógar? Jú jú, þetta er bera venjulegur trúmaður. Maður heyrir svona viðhorf úr munni þeirra daglega.


Svanur Sigurbjörnsson - 28/04/06 14:11 #

Það er gott að sjá að þú elli ert hreinskilinn og áttar þig á innihaldi greinarinnar. Ég virði ekki skoðun þína á Vantrúarmönnum. Félagar í Vantrú trúa ekki á tilvist "almættisins" og því kenna þeir því ekki um neitt. Gagnrýni Vantrúarfélaga beinist að því fólki sem trúir á yfirnáttúru eins og "almættið" í formu rökræðna og ábendinga á fáránleika slíkra hugmynda. Það fer óneitanlega í taugarnar á ábyrgum trúleysingjum að svo margt fólk skuli glepjast af trúarruglinu. Við erum ekki fólk án tilfinninga. Þú kýst að kalla það beiskju en gerir sjálfan þig sekan um að falla í gryfju persónuárásar (á Vantrúarmenn) rétt eins og beiskir menn falla oft í. Tilfinningar koma út frá skoðunum og það væri nær að þú lýstir þínum skoðunum betur á því hvað þér líki svona illa hér.


Svanur Sigurbjörnsson - 28/04/06 16:26 #

Harpa Lind sagði...

"..afhverju "virðir fólk skoðanir" þeirra sem vilja setja "mannréttindi" fósturvísis hærri en konu sem ber hann, nú eða "heilagleika" sæðis, skaðsemi getnaðarvarna,.."

Góðir punktar. Fóstureyðingar eru viðkvæm mál og ég var frekar "lost" í því hvaða afstöðu ég ætti að taka til þeirra í lengri tíma. Það hjálpaði mér mikið að gera upp hug minn eftir að ég las kaflann um fóstureyðingar í bók Vilhjálms Árnasonar "Siðfræði lífs og dauða". Hann telur þar upp viðhorf og rök flestra sem hafa látið sig málið varða. Lífsinnar telja lífið "heilagt" um leið og frjóvgun á sér stað og það megi ekki hrófla við því sama hverjar aðstæður konunnar eru. Svo eru þeir til sem segja að það sé í lagi að deyða nýfætt barn þar sem það sé ekki orðin persóna. Ég gat á hvorugt viðhorfið fallist. Þriðja megin skoðunin var sú að líta megi á frjóvgað egg og svo fósturvísinn og fóstrið sem lífveru / mannveru með stigvaxandi tilverurétt og það verði sífellt erfiðara að réttlæta dráp á fóstrinu eftir því sem það stækkar. Fósturfræðin kennir okkur að um 4 vikur hefur búkur myndast og vísir að taugakerfi. Eftir 8 vikur er kominn vísir af flestum líffærum og þau einfaldlega stækka og þroskast eftir það. Vegna þessa myndi ég helst ekki vilja sjá fóstureyðingu eftir 8. viku en því miður uppgötvast óléttan stundum seint og ákvörðunarferlið tekur 1-2 vikur. Af praktískum ástæðum er því miðað við 16 vikur. Tólf vikna barn hefur mannsmynd og hreyfir sig.

Ég er sammála þessu viðhorfi um stigvaxandi lífsrétt fósturs. Séu mikilvæg verðmæti í húfi fyrir konuna ætti það að réttlæta fóstureyðingu.

Sáðfrumur eru forstig rétt eins og "morulan" eða frumuklasinn sem myndast á fyrstu klukkustundum eftir frjóvgun. Kaþólikkar virðast halda þær heilagar líkt og frjóvgað egg. Ætli þeim finnist þær fara til spillis við sjálfsfróun fyrst að þeir banna hana? Andnáttúrulegt viðhorf. Heilagleiki og skírlífi eiga sér ekki rætur í náttúrunni og því eru slíkar kreddur dæmdar til að mistakast. Misnotkun kaþólskra presta á börnum er afleiðing þessarar misheppnuðu tilraunar til að bæla náttúrulegar hvatir okkar. Prestarnir eru líka fórnarlömb því að þjóðfélagið hefur sætt sig við að valdamiklar trúarstofnanir setji slíkar kvaðir á menn.

Kominn langt út fyrir efnið - takk fyrir gott innlegg Harpa Lind

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.