Það kemur fram í frétt á Moggavefnum að páfastjórn sé að athuga hvort leyfa eigi kaþólikkum að nota smokka. Reyndar vaknaði páfi ekki upp við vondan draum, sá allt ruglið og vill nú uppræta það, heldur er um að ræða að leyfa þessa getnaðarvörn í þeim tilvikum sem hún getur virkað sem eitthvað annað, eins og til dæmis þegar hætta er á alnæmissmiti. Gott að heyra að þetta snartruflaða hugmyndakerfi sé að þokast fram á við, þótt hægt fari.
Þessi trú eins og enn og aftur sannast þegar að framförum kemur, er eins og dragbítur á sleða.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Matti (meðlimur í Vantrú) - 26/04/06 10:31 #
Vissulega gott að þeir séu að skoða málið, hugsa sinn gang.
En, uh, hvað þarf að hugsa og hvernig ætli þessi „djúpstæða vísindalega, tæknilega og siðferðislega athugun“ fari fram? :-)