Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Er guð undanþeginn 202. gr. almennra hegningarlaga?

.202. gr. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum. (Almenn hegningarlög.)

Í predikun 2. apríl síðastliðinn fjallaði sr. Ólafur Jóhannsson um þungun Maríu meyjar sagði að hún hefði verið „varla nema hálfstálpaður unglingur“ um leið og hann lýsti því hvað það væri stórkostlegt að „eiga von á barni sem [væri] velkomið í heiminn“. Það þykir víst ekki alltaf fagnaðarefni nú til dags, þegar stelpur á grunnskólaaldri verða þungaðar. Nokkrum efnisgreinum neðar talaði hann svo um átak sem Þjóðkirkjan nefnir „Verndum bernskuna“. Ég held að fáir andmæli því, að bernskuna þurfi að vernda. En guðinn sem Þjóðkirkjan heldur svo mjög á lofti virðist ekki vera bundinn af sömu siðareglum.

Hér er á ferðinni ein af (mörgum) grundvallarþverstæðum Þjóðkirkjunnar. Hún reynir að virðast vera í fremstu röð í baráttu fyrir bættu siðferði, en um leið heldur hún fram boðskap sem er rammt blandaður vægast sagt vafasömum fordæmum. Ef guðinn sér ekkert athugavert við að svala fýsn sinni á stelpu á fermingaraldri -- og reyndar að kokkála trúlofaðan mann á sama tíma -- hvaða skilaboð er hann þá að senda okkur? Eftir höfðinu dansa limirnir, er það ekki? Er þetta týpan sem kristnir menn ættu að taka sér til fyrirmyndar? (Svo ekki sé talað um börnin sem væntanlega hafa búið í Sódómu og Gómorru, eða frumburði í Egyptalandi, sem ekkert höfðu til saka unnið...)

Ef Þjóðkirkjan legði sem snöggvast frá sér heilaga vandlætingu og liti í kring um sig, þá mundi hún sjá að „siðferðislega afstæðishyggjan“ sem hún kveinkar sér svo undan er komin langt fram úr þeim siðferðislega steindranga sem kirkjan þykist standa á.

Vésteinn Valgarðsson 24.04.2006
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


jogus (meðlimur í Vantrú) - 24/04/06 10:01 #

Er ekki óvíst að svona rosalega mikill guð hafi þurft að svala fýsnum sínum? Hugsaði hann ekki bara með sér, "tja, ætli sé ekki kominn tími til að ég fari að þunga einhverja konu svo að ég geti fæðst og látið gyðingahelvítin drepa mig svo ég geti fyrirgefið fólki fyrir að hafa fengið sér eplabita en þau verða samt að trúa á mig, það er soninn minn, annars fyrirgef ég þeim sko ekki".

-- og sjá, þar með var María þunguð.

Nei ég segi bara svona.


khomeni - 24/04/06 10:56 #

Kæri Vésteinn...

Þú verður að skoða þetta mál í ljósi krists... ..........LOL

-o-o-o-o-o-o-

Muniði eftir ræðu biskups hér um árið þar sem fjallaði um að ef "maðurinn" fengi að ráða för og guð væri skilin útundan þá væri voðin vís....

Muniði eftir þesssu?

Þetta kallast á mörgum tungum: Mannhatur.


Svanur Sigurbjörnsson - 24/04/06 18:13 #

Kenning biblíunnar er sú að Guð hafi getið son sinn en einhvern veginn er því sleppt að minnast á hvernig það hafi gerst nákvæmlega. Reið Gabríel erkiengill Maríu svona ungri fyrir guð eða kom guð sjálfur og hafði við hana samfarir? Eða var þetta eins og fyrir galdur...? að guð gat komið fósturvexti af stað í Maríu án sæðis. Kannski gat guð einræktað (cloned) rif út Jósef og sett svo inní Maríu. Það er rétt að "vegir guðs eru órannsakanlegir" enda ekki þörf á því að rannsaka slíkt bull.

Lítum svo á Jesú. Ef að hann var sonur guðs og með ýmsa af hans töfrakröftum eins og ódauðleika, var það þá nokkur fórn að "deyja" á krossinum? Það getur varla talist mikil fórn að deyja þegar maður rís hvort eð er upp frá dauðum þrem dögum síðar. Þannig að ef þetta er satt er það frekar þunnt af kristnum mönnum að telja þetta til fórna eða afreka. "Þarna plataði ég ykkur ha ha ha..." gæti ég ímyndað mér að þeir kumpánar guð og sonur hans Jesú séu að hugsa á himnun núna. Það má velta sér endalaust uppúr fáránleika biblíunnar. Það er léttir að vera ekki fastur við þær hugmyndir sem svo margir í kringum mann eru njörvaðir í en á hinn bóginn skelfilega þreytandi því að tíminn sem fer í að reyna að sannfæra hinn trúaða um að lifa í raunveruleikanum er mikill.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 24/04/06 18:48 #

Ætli gvuð hafi Y-litning?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/04/06 00:15 #

Það er spurning.


olina - 29/04/06 02:55 #

Svona, svona! Ég hef nú aldrei haldið að þetta hafi verið kynferðislegt hjá Guði. Við skulum nú ekki snúa útúr öllu sem kirkjunnar menn segja. Og erum við að trúa því að Jesú hafi verið eingetin eða getin af heilögum anda?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/04/06 03:12 #

Ef Jesús er eingetinn, hvers genetík hlaut hann? Genetík Maríu eða guðsins?


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 30/04/06 08:37 #

Hann hefur a.m.k. ekki fengið Y-litning frá Maríu, þannig að hef hann hefur ekki fengið hann frá heilögum anda hlýtur hann í raun að hafa verið skeggjuð kona (eða kemur annars nokkurn tímann fram að hann hafi verið skeggjaður?).

Ef hann fékk genetík frá heilögum anda má líka spyrja sig hvort hann hafi tekið í arf frá föður sínum þennan smekk fyrir stelpum undir lögaldri.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/04/06 13:49 #

(eða kemur annars nokkurn tímann fram að hann hafi verið skeggjaður?)

Kemur nokkursstaðar fram að hann hafi haft typpi?

Ef Jesús er klón guðsins, þá er guðinn klárlega maður, prímati, spendýr.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/04/06 14:55 #

Ef hann fékk genetík frá heilögum anda má líka spyrja sig hvort hann hafi tekið í arf frá föður sínum þennan smekk fyrir stelpum undir lögaldri.

„Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki,“ sagði hann. Af hverju ætli hann hafi tekið þetta sérstaklega fram? Voru foreldrar almennt búnir að banna börnunum sínum að koma nálægt honum? :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.