Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Benjamínshroki

Til eru gervivísindakenningar um að Íslendingar séu hin löngu týnda ættkvísl Benjamíns, en eins og kunnugt er fóru ættkvíslir Abrahamsættar á flakk eftir að Jerúasamlem var lögð í rúst skömmu eftir Krist. Þessar kenningar segja Gyðinga nútímans vera af Júda-ættkvísl og allra handa Evrópubúar séu af hinum tólf (eða hvað þær voru margar) kynkvíslunum. Þannig séu Bretar af einni, Norðmenn af einni og þar fram eftir götum.

Og við erum semsagt örverpið Benjamín.

Það eru engin sérstök vísindaleg rök þessum fullyrðinginum til halds, en alls kyns getgátur og óskhyggjumálflutningur látinn koma í staðinn. Og það versta er að allt lyktar þetta af dæmalausum kynflokkahroka, því við Íslendingar eigum að vera hin útvalda þjóð og hinn nýi frelsari að koma úr röðum okkar.

Öðrum þjóðum æðri.

Allt þetta minnir mig heilmikið á deilur sem ég átti við vinkonu mína fyrir margt löngu um endurholdgun. Hún hafði þær upplýsingar á hraðbergi að því eldri sem sálir yrðu, þeim mun norðar á hnettinum fæddust þær. Íslendingar væru þar af leiðandi allra sálna elstir og merkilegastir.

Ekki nóg með að endurholdgunarpælingin sem slík ali á fordómum gegn fötluðum og ógæfusömu fólki (það var bara svo vont í fyrra lífi) heldur gekk þessi útgáfa vinkonu minnar út á að fólk fætt í Afríku væri yngri óþroskaðri sálir en við þessir gömlu vitru spekingar uppá Íslandi. Næsta skref væri því að gefa okkur forræði yfir þessum greyjum, leiðbeina þeim og ég veit ekki hvað.

Það er ábyrgðarhluti að varpa tilgátum sem þessum fram án nægjanlegs rökstuðnings, því víst er að einfaldar sálir taki boðskapinn upp á arma sína og fyllist stærilæti og fordómum í kjölfarið.

Birgir Baldursson 21.04.2006
Flokkað undir: ( Nýöld )

Viðbrögð


Svanur Sigurbjörnsson - 21/04/06 10:10 #

Já, liðahroki, bæjarhroki og þjóðarhroki er heimskulegur og stundum hreinlega hættulegur, sbr. nazista og fótboltabullur. Sem betur fer virðist þessi þröngsýni hafa rénað síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp í Vesturbænum í Reykjavík í kringum 1970 var það litið miklu hornauga ef menn voru ekki í réttu félagi, þ.e. KR. Félagaskipti þóttu hálfgerð svik. Bættar samgöngur og upplýsingaflæði milli þjóða hafa breytt miklu til batnaðar í þessum efnum og nú er hinn vestræni heimur mun litríkari og skemmtilegri fyrir bragðið. Forheimska þjóðernishyggju og gáfuhroka er því miður enn til staðar þrátt fyrir allt og við verðum að halda vöku okkar yfir því að slíkar hugmyndir nái ekki að vaða uppi og breyta hegðun okkar.


Benjamín Ragnar - 21/04/06 13:26 #

Það væri nú bara kúl ef við værum Benjamínítar :P. Benjamín er svo afskaplega fallegt nafn og ég held að það hljóti að vera afskaplega gott að vera afkomandi Benjamíns.

En ég get þó tekið undir það að það þarf rökstuðning ef það á að fullyrða svona :). Ég gæti vel trúað því að einhverjir Íslendingar gætu verið afkomendur Benjamíns en afkomendur hans finnast vafalaust á fleiri stöðum þá en á Íslandi. Hins vegar er óábyrgt ef farið er í það að fullyrða að við séum afkomendur Benjamín án rökstuðnings. En hvar er annars hægt að skoða þessar gervivísindakenningar, það væri mjög áhugavert að sjá hvað er sagt málinu til stuðnings :).


khomeni - 21/04/06 14:48 #

Þetta er svo hálvitaleg kenning að það eitt að viðra hana sem spé gerir þann hinn sama að minni manni.

ótrúlegt rugl og þvættingur. Hvaða fólki dettur þetta í hug? Er eihnver sem leggur trúnað á þetta klastur?

Er þetta ekki bara e-ð gamalt rugl sem Birgir hefur grafið upp. Ég veit ekki um nokkurn mann sem tekur svona órum alvarlega.

En fyndið er það. Ég gæti best trúað að svona kenning sé sett saman að afar bældu fólki. og sá sem leggur trúnað við þetta rugl hlýtur að vera með sjálfmyndina í verulegu ólagi. Er þetta barasta ekki dæmigert fyrir íslenska minnimáttarkennd.

"við vitum að hér er vindasamt og votviðri tíð..hér þrífs fólk illa og hýrist við kröpp kjör í moldarhreysum. Hér á landi gjósa eldfjöll eimyrju og drepa kvikfénað og fólk. en ekki gleyma að við erum af Benjamísætt...við erum í raun og veru merkileg"..

Sjálfsréttlæting þjóðar sem skammast sín fyrir uppruna sinn og skilur ekkert í ömurlegum örlögum sínum....

Khomeni


Páll Þórðarson - 21/04/06 15:02 #

Sælir vantrúarmenn og takk aftur fyrir frábæra umræðusíðu.

Þetta með Benjamínítana er nú gamall fjöldskyldubrandari, frændi minn að langfegðatali sem var aldrei kallaður annað en Jónas pýramídaspámaður var uppfullur af þessari steypu á fyrri hluta síðustu aldar. Jónas og félagar trúðu því meir að segja að með því að draga einhverjar línur frá pýramídunum miklu þá hefðu þeir fundið út að Kristur myndi endurfæðast í Reykjavík c.a. árið 1940 ef ég man rétt. Einhvern veginn tengist þessu Reykjavíkurendurfæðing þeirri "staðreynd" að Íslendingar væru af Benjamínsættkvíslinni. Þetta var náttúrulega tómt rugl en kallinn trúði þessu nú því miður víst (hann dó löngu áður en ég fæddist) og fullt af öðru góðu fólki eins og gengur með svona hindurvitni. Og líklega þó nokkuð til í því sem Khomeni segir að þetta lýsi nú bara minnimáttarkennd í Íslendingum þegar svona rugl fær að vaða uppi.

Vart þarf að taka það fram að lítið virðist bera á hinum rúmlega sextuga Kristi frá Reykjavík...


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 16:25 #

Já, Jónas Guðmundsson hélt þessum pælingum á lofti á sínum tíma, en einhverjir hafa í seinni tíð tekið þetta upp á arma sína, einhver trúflokkur sem ég man ekki lengur hvað heitir.

En fyrir rúmum áratug fékk ég semsagt blað inn um lúguna hjá mér. Þetta var í dagblaðsbroti, 16 eða 20 síður og innihlaidið gekk allt út á þetta og líka það að merki dýrsins, 666, væri strikamerkið á vörum þeim sem við kaupum út í búð. Og því var svo spáð að sjálf yrðum við öll komin með strikamerki undir húðina á hendi eða enni og þar með myndi spádómur Opinberunarbókarinnar rætast.

Ég hafði sjaldan sé jafnmikið af bulli samankomið á einum stað og hafði ógnargaman af því að lesa þetta. En kynflokkastærilætið sem fólst í þessu er ástæðan fyrir þvi að ég dreg þetta fram núna, á tímum þegar farið er að tala um stofnun þjóðernisflokks á Íslandi.


khomeni - 21/04/06 17:08 #

Pýramíta-Jónas var víst heltekin af þessum spádómum. Ég hef lesið um þennan kall. Takk fyrr að deila þessu með okkur kæri Páll.

Þetta Benjamíns-bull er old-school. Sáuð þið "Ísland í dag" í morgun. Þar kom einhver Klingenberg spákona talaði um lækningamátt steina!! (ha...?)

Ragnheiður Guðfinna (oft nefnd "hin fróða") var afar hrifin af steinalækningum og spurði hvort til væru "vondir steinar".... Svarð var þetta: "Steinar eru ekki vondir í eðli sínu. Talað hvefur verið um svartan, glitrandi íslenskan stein sem "slæman stein". (sennilega er átt við hina islensku hrafntinnu)

-o-o-o-o-o-o-

Ég tilkynni hérmeð um lækningamátt tómra mjólkurferna. Bestu fernurnar eru framleiddar á árunum 85 til 92. Þá var krafturinn óvenjumikill i fernunum. Ekki dugar að nota undanrennu eða rjómafernur. Léttmjólkin er best þótt sumir segji að kaffijógúrt og Epla-jógi sé heppilegur við sviða í mjöðm og vissum tegundum plattfótar.

-o-o-o-o-o-o-o

í lokin læt ég fylgja stríðnissögu af sjálfum mér. það var í fyrrasumar að einhver "spámiðill" eða eitthvað, auglýsti í Fréttablaðinu að hún skyldi láta óskir lesenda rætast og lækna þá ef þeir létu fé af hendi rakna inn á reiknig hennar. mér blöskraði tiltækið og ákvað að styrkja kellinguna. Hún lét náttúrulega ekki fylgja kennitölu þannig að ég hafði upp á símanum hennar og hringdi í hana og sagðist þurfa kennitöluna hennar til þess að geta millifært gríðarlega upphæð til hennar. Hún varð öll voða dularfull og mystísk og sagði mér töluna sína. Ég stóð við stóru orðin og lagi inn eftir kúnstarinnar reglum ... fimmkall.

Ég vildi óska að ég hefði séð svipinn á henni þegar hún tékkaði á reikningum sínum..

Khomeni á þetta til.... að hrekkja samborgara sína.

Kanski ættum við í Vantrúnni að ástunda svona hrekki? Því ekki. þetta er fólk sem vofir yfir helsjúki fólki og hefur af því fé. Khomeni hefur ENGA samúð með þessu pakki.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 17:13 #

Ég las einu sinni bók einhvers hæpins "egyptalandsfræðings" og breta sem var upp á 900 bls. Ég náði rétt svo helming áður en ég að lokum gafst upp. En mann ekki hvað hann heitir. Hún er á fjórðu hæð í dulsálarfræiði/sálarransóknahillunni. Þetta voru ýtarlegar pælingar um hvernig horn píramítans og hæð tvinnað saman með biblíutilvitnunum var hægt að minda línu sem rétt svo náði yfir allt Ísland. Sem átti að vera eitthvað merkilegt. Svo er það findna við það að mælingarnar á píramítanum var vitlaus og ánákvæmur. Þegar nýjar og nákvæmari tölur voru náðar seinna meir féll gerfikenningin um sjálft sig, þó hún hafi aldrei verið neitt stöndug hvort eð er.

Rökstuðningurinn fyrir því að við værum benjamítar var; að út af því að nafnið Úlfur og -ólfur (Þórólfur) voru allgeng mannanöfn, þá gætum við ekki verið annað en Benjamítar, því Úlfurinn var skjaldamerki Benjamíta.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 17:17 #

Sniðugur hrekkur ;)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/06 18:08 #

En mann ekki hvað hann heitir.

Væntanlega Adam Rutherford.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 22/04/06 02:16 #

Já, sá var gæinn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.