Dauði og þjáning eru afrakstur milljón ára þróunar. Þjáning forðar brenndu barni frá eldinum, því er sársaukinn nauðsynlegur hluti þess að vera lífvera. Náttúrulegur dauði gefur lífinu tækifæri til að endurnýja sig, þróast svo að lífverur verði hæfari til að takast á við sífellt breytilega jörð. Öll viljum við koma í veg fyrir óþarfa þjáningu og ótímabæran dauða. Ef einhver veldur öðrum óþarfa þjáningu, þá er það refsivert í okkar samfélagi. Við erum sammála um að mesti glæpurinn er að valda öðrum dauða. Það er markmið læknavísinda og slysavarna að gefa sem flestum tækifæri til að öðlast lífsgæði og sem lengsta ævidaga. Þannig hefur okkur tekist að lifa án ótta og hræðslu. Dauði og þjáning er því ekki lengur óvinur heldur skiljanleg orsök og afleiðing. Óhjákvæmilegir þættir þess að vera maður.
En mitt í þessu öllu heyrist sigrihrósandi rödd biskups íslands „Hann er upprisinn!“... „Og við sem þráum svör, við sem leitum merkingar, leitum að tilgangi þjáningar og dauða, við sem viljum ekki gefast upp þegar dauðinn hrósar sigri, þegar steinum uppgjafar og vonleysis, trúleysis og hjartakulda er velt fyrir einum af öðrum, skelfumst eigi! Jesús hinn krossfesti er upprisinn!“
Trúarbrögð biskups virðast hafa það markmið að eyða sjálfum sér. Ef allir rotnaðir líkamar væru upprisnir samkvæmt trúarjátningu biskups þá væri gangverki lífsins tortímt. Ég verð að segja að slíkur boðskapur er óvirðing við minningu hina látnu og lífið sjálft. Einhver versti og siðlausasti gervivísindamaður hvítatjaldsins er Victor von Frankenstein. Núna virðist hann hafa ráðið biskupinn sem sinn helsta aðstoðarmann.
Hann er upprisinn er í senn afskræming og lífshatur. Trúarbrögð þess versta og myrkasta í hugum þess veiklynda. Hann er upprisinn er svindl, plat og heimska. Ætluð til að véla fólk við ónáttúru og ómennsku. Sá sem spilar á strengi lífslöngunar og gerir hana að söluvöru trúar er á hraðbraut sjálfseyðingar. Viljinn til lífs er afrakstur milljón ára þróunar. Hann er nauðsynleg tilfinning og merkilegri en sjálfur sársaukinn. Lífslöngun verndar lífið í blóma og þau óheppnu sem týna tilfinningunni er reynt að bjarga með aðstoð geðheilbrigðisstétta.
Það rangláta og myrkasta við sögu Krists var hans óþarfa þjáning og ónáttúrulegur dauðdagi. Allt meint verk ranglátra harðstjóra Rómarveldis. Það er því kaldhæðni sögunnar að böðullinn, sjálft Rómarveldi, varð mesti vinnuveitandi kristindómsins. Það er eins og öll kristnin hafi leikið á sjálfan sig. Rómarveldi kom kristni yfir Evrópu með óskaplegri þjáningu og hörku. Hrottaskapurinn og ranglætið varð bandamaður ónáttúrunnar. Þarna ægir saman öllu því versta í mannlegu samfélagi. Gráðug Kirkja, harðstjórar og vanstilltur boðskapur sem kostaði milljónir mannslífa að óþörfu. Það er varla von að fáfróður og þjakaður almúgi hafi séð útgöngudyr eymdar í upprisunni.
Aðstoðarmaður Frankenstein kallaði páskadaginn brandara af sama tilefni í annarri predikun. Hann sagði að Guð hafi leikið á djöfullinn, allt svo hlægilegt og skemmtilegt. Mér er ekki hlátur efst í huga þegar ég heyri hlátrasköllin bergmála í rangölum dómkirkjunnar. Glymjandi orgelið, hlægjandi biskup og upprisuboðskapurinn virka eins og hræðileg vísindaskáldsaga. Allt svo tryllt og afvegaleitt. Ómennskan og hræðslan hafa tekið höndum saman á vörum biskups. Engin má samt ekki efast að mér þykir vænt um Karl og óska honum alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Góðu fréttirnar eru allstaðar!
Vorið er komið og nýtt líf fæðist. Jafnvel hæfara en það sem er að kveðja. Við fáum einstakt tækifæri að taka þátt í gleði og sorg, fæðingu og dauða. Sá sem kveður, skilur eftir sig dýrmæt spor til næstu kynslóða. Það ætti að vera okkar keppikefli að hlúa að næstu kynslóð. Koma til skila ómældri reynslu og gen til að bæta næsta líf. Fegurð lífsins og útsjónarsemi þess er endalaus uppspretta hamingju. Góðu fréttirnar eru allstaðar en því miður fara sumir á mis við þær. Þeim verðum við að hjálpa.
Er Frelsari vor glæpamaður af því hann trúir því ekki að gömul og máttlaus hugmynd um guð gefi (sumum) lífverum nýtt líf með óskilgreindum og óljósum aðferðum á illa skilgreindum og óþekktum stað?
Þú getur stungið hausnum þangað sem sólin skín ekki og verið ósammála Frelsaranum, en að kalla hann glæpamann?
Já það er "glæpur" að vera ósammála goðsögunum um krosslaf og að neita að ljúga að börnum. Það er ástæða fyrir því að menn eins og frelsarinn voru brenndir hér áður fyrr og greinilega stutt í bálköstinn enn þann dag í dag!
Upprisutrúin er ágæt fyrir marga og hún er sennilega mörgum mikil huggun. Hún er hinsvegar að mínu mati bull og vitleysa. Upprisan gengur ekki upp sem theoría. hvert fara hinir dauðu? Fara allir? Allir á öllum tímum? Verða dýr upprisin? hvað með neanderdalsmenn?
Ég kaupi þetta ekki. Það tók mig samt nokkur ár að sætta mig við hugmyndina að ég myndi einhverntíman drepast. Því heimurinn á MÍN er óhugsandi. "Ég er svo frábær og hef svo mikið að gefa" - hugsaði ég og lá í þunglyndi.
En svona er þetta samt.
Dauðvona barn deyr. Planta deyr. Kynslóðir deyja. Í rauninni er ekkert merkilegt við dauðann. Dauðvona barnið deyr nú samt. Það er sorglegt og hræðilegt.
En svona er þetta samt.
Það var gott að fatta þetta.
Sá heimski biður fyrir barninu en sá vitri reynir að lækna og veita líkn. Mestu glæpirnir sem viðurkenndir gegn börnum eru í Biblíunni svo að kristnir ættu að fara sér hægt.
Er Frelsari vor glæpamaður af því hann trúir því ekki að gömul og máttlaus hugmynd um guð gefi (sumum) lífverum nýtt líf með óskilgreindum og óljósum aðferðum á illa skilgreindum og óþekktum stað?
Ég sagði glæpsamlega grimmt, þ.e.a.s. að boðskapurinn er svo grimmur að hann jaðrar við glæp. Hann getur ekki einu sinni verið heiðarlegur og viðurkennt að þetta er það sem hann trúir, ekki það sem hann veit. Það er síðan ekkert illa skilgreint, lestu eitt eða tvö af guðspjöllunum og þá ætti það að vera alveg á hreinu.
Upprisutrúin er ágæt fyrir marga og hún er sennilega mörgum mikil huggun. Hún er hinsvegar að mínu mati bull og vitleysa. Upprisan gengur ekki upp sem theoría. hvert fara hinir dauðu? Fara allir? Allir á öllum tímum? Verða dýr upprisin? hvað með neanderdalsmenn?
Þessi jörð verður endurgerð, í dag þá er aðeins brota brot af henni byggilegt en samt pláss fyrir einhverja miljarða í viðbót. Veit ekki um dýrin, efast um það. Við höfum síðan enga ástæðu til að halda að Neandardalsmenn voru eitthvað öðru vísi en við.
Dauðvona barn deyr. Planta deyr. Kynslóðir deyja. Í rauninni er ekkert merkilegt við dauðann. Dauðvona barnið deyr nú samt. Það er sorglegt og hræðilegt.
Fagnaðarerindið gengur út á að það er til leið til lífs, þeir sem vilja það biðja um það. Þeir sem vilja það ekki eða trúa því ekki þeir þá bara hafna því og öðlast það sem þeir sættu sig við.
Sá heimski biður fyrir barninu en sá vitri reynir að lækna og veita líkn. Mestu glæpirnir sem viðurkenndir gegn börnum eru í Biblíunni svo að kristnir ættu að fara sér hægt.
Heldur þú að engnir læknar eru kristnir? Heldur þú að þeir sem eru kristnir reyna ekki að lækna börnin sín? Bænin kemur sem viðbót og þá sérstaklega þegar það sem við kunnum er komið í þrot.
þá ætti það að vera alveg á hreinu
Er það þess vegna sem þú þarft að vera í sértrúarsöfnuði? Skilur þú annars Biblíuna eins og páfi eða Kalli æðstistrumpur? Hjörtur fríkirkjuprestur? Eru allir bara að misskilja þetta, en þú hefur fundið rétta skilninginn?
Er það þess vegna sem þú þarft að vera í sértrúarsöfnuði? Skilur þú annars Biblíuna eins og páfi eða Kalli æðstistrumpur? Hjörtur fríkirkjuprestur? Eru allir bara að misskilja þetta, en þú hefur fundið rétta skilninginn?
Ég eins og allir, held að ég skilji þetta rétt, ef ég héldi að ég skildi þetta vitlaust...þá myndi ég vonandi skipta um skoðun og halda áfram að halda að ég skilji þetta rétt. Annars í þessu efni þá er rökrétt að fara til uppsprettunnar sjálfur og fá þann skilning sem maður fær af því að rannsaka sjálfur en ekki frá öðrum.
Nei, þetta er ansi fínn pistill í beztu húmanismahefð. Kemur róti á hugann með óvæntum myndlíkingum og liprum tengingum.
khomeni skrifar: ”hvert fara hinir dauðu? Fara allir? Allir á öllum tímum? Verða dýr upprisin? hvað með neanderdalsmenn?”
Trúin á dauðann er grundvöllur nútímamenningar. Þeir sem falla í ónáð eru teknir af lífi, morðingjum er refsað með lífláti og stríð eru undirbúin svo hægt sé að drepa sem flesta af ímynduðum andstæðingum, oftast aðrar þjóðir og kynþætti. Allt gerist þetta í trausti þess að hinir óæskilegu gjöreyðist í dauðanum svo engin þurfi framar að óttast óþægindi af þeim. Það eru engar ýkjur að segja að þessi trú eða þetta lögmál sé grundvallaratriði í nútíma heimsmenningu enda hefur þessu lögmáli verið fylgt frá ómunatíð. Það ætti þó að vera augljóst hverjum hugsandi manni að þessar aðferðir hafa ekki leitt af sér neitt fyrirmyndar mannkyn. Þrátt fyrir árþúsunda tortímingarherferðir er stöðugt fullt af morðingum og ræningjum sem meira og minna dulbúnir nota sér lífsþægindin og fjarlægja allt það fólk sem á einn eða annan hátt virðist standa í vegi fyrir athæfi þeirra.
Dauðinn er í raun núverandi ástand mannsins enda er heiminum stjórnað af styrjaldasinnuðum valdbeitinarpostulum sem kosnir eru af meirihluta fólksins sjálfs. Öll hin efnislegu gæði sem með réttu tilheyra öllu mannkyni og allir eiga að njóta góðs af eru í einkaeign einstakra manna eða auðhringa og þau litlu gæði sem venjulegir mann geta öðlast með vinnu sinni eru aðeins smámolar af þessari einaeinokun. Innbyrðist afstaða þjóða og afstaða manna á milli mótast af yfirráðum dauðahyggjunnar. Menn trúa á dauðann og lifa í dauðanum með hatri, hefndum, refsingum og morðum og þjófnaði.
En eitt sinn var trúin á eilíft líf mesti aflvaki mannlífsins. Trúin á lífið í stað dauðans, trúin á lífið sem frumkraft tilverunnar og dauðann sem eitthvað annars flokks og lægra í lífsþróuninni hefur verið manninum lífsnauðsynlegt grundvallaratriði á fyrstu þróunarstigum hans sem manndýr. Þar er trúin að allt sé lifandi, byggt ”öndum”, ”guðum” og ”vættum” og má segja að þessi lífsskoðun sé nær sannleikanum en lífsskoðun efnishyggjumannsins og guðleysingjans.
Öll þróun efnishyggjunnar, tækninnar og vísindanna er “nautn ávaxta af skilningstrénu”. Og menn “deyja dauðanum” sökum þess að þeir hafa glatað skilningnum á hinu eilífa lífi. En fyrir lögmál hins eilífa lífshrynjandi eða þróunarlögmálið, öðlast hver einstakur maður með því að “sá” og “uppskera” frá lífi til lífs þá reynslu, sem gerir hann að leitandi veru. Það er byrjun upprisunnar frá hinu alheimslega “dauða” ástandi, til að verða sjálfur “vegurinn, sannleikurinn og lífið”.
Danskurinn er en ein sönnun þróun lífs. Hann er hræddur við að deyja, vill lifa. Lífslöngunin er sterk sem viðheldur lífinu. Það er bara leiðinlegt þegar menn láta slíkar tilfinningar hlaupa með sig í gönur. Fara jafnvel að smíða trúarbrögð í kringum þær.
Það er margt til í því sem þú segir en þú horfir vísvitandi eða af þekkingarleysi framhjá heila batteríinu..heilabatteríinu. Þú talaðir um rotin kross hanga og hversu ómótt þér verður inní kirkjum. Allt er það mjög skiljanlegt það þarf lítið til að gera manni ómótt, olíubrák á polli getur valdið velgju. Samt getur birst þar svartleit mynd sem fangar hugann. Ég leifi mér að segja að enda þótt töfrarnir séu ómælanlegir þá verða þeir helst mældir með hliðsjón af sköpunarkrafti okkar sjálfra. Manneskja sem þvegin af allri trú er ekki aðeins aumkunarverð heldur býr í þurrum hálmi sálarinnar hráefni fyrir stjórnlausa kyndla..ef sagan kennir okkur eitthvað þá er lexían sú að það er erfiðara að flýja út úr brendri hlöðu skynseminnar heldur en þeirri sem varðveitir töfrana. Ég skil samt sjónarmið þitt, það er auðvelt að viðurkenna eilíft líf að því þrátt fyrir allt "erum við" , en eins og sögurpersónan og nýhilistinn Ippolít spurði í "fávitanum" sögu Dodda "..Er ekki nóg að éta mig, þarf ég endilega að lofsyngja þann sem át mig"? Svarið við því er nei, við þörfnumst ekki lofsöngva en við þörfnumst dýpri skilnings.
Manneskja sem þvegin af allri trú er ekki aðeins aumkunarverð heldur býr í þurrum hálmi sálarinnar hráefni fyrir stjórnlausa kyndla..ef sagan kennir okkur eitthvað þá er lexían sú að það er erfiðara að flýja út úr brendri hlöðu skynseminnar heldur en þeirri sem varðveitir töfrana.
Ég vil hvetja höfund þessara orða til að útskýra hvað í þeim felst. Minn skilningur á þeim er sá að trúlausir séu sálarlaus reköld, ginnkeyptir fyrir því auvirðilegasta, sem veröldin hefur að geyma og að trúin sé betri vörn gegn heimsins táli heldur en ólukkans skynsemin?
Ef svo er, þá er um að ræða ótrúlega fordóma.
Birgir skrifar: "Ef svo er, þá er um að ræða ótrúlega fordóma."
Ég skil þetta reyndar þannig að að skrifari telji að erfitt sé fyrir skynsaman mann að skipta um skoðun.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
mofi - 18/04/06 11:18 #
Þetta er mesta þvæla sem ég hef nokkvurn tímann lesið! Að hinir dánu fái aftur líf er óvirðing við hina dánu? Hvernig færðu það út? Gleði boðskapur páskanna er að dauðinn hefur verið sigraður og eilíft líf er handa öllum sem vilja. Þeir sem vilja lífið þeir biðja um það og aðrir ekki. Sá sem hefur vald til að reisa hina dauðu upp hefur auðvitað líka vald til að sjá til þess að gangverk lífsins haldi áfram að virka þótt þetta gerist.
Þín frétt er að þeir sem lentu illa út í þessu lífi hafa enga von og þeir sem sakna ástvina sinna hafa enga von. Boðskapurinn sem barnið sem hefur krabbamein og horfir upp á að eiga stuttan tíma eftir er að það hefur enga von um neitt í þessu lífi. Grimmdin sem þú sýnir í þessum boðskap þínum er hræðileg og glæpsamleg svo ekki sé meira sagt.