Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jesús er upprisinn!

Í þetta skiptið er teiknimyndin frá Jeff Swenson á freethunk.net og fjallar um upprisu Jesú:


birt með leyfi höfundar

Ritstjórn 16.04.2006
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Svanur Sigurbjörnsson - 16/04/06 15:01 #

Það eru margar skemmtilegar comics eftir Jeff Swenson á freethunk.net, m.a. nokkrar um þann furðulega sið að gefa vín og oblátu sem blóð og líkama Krists. Nú er altarisgangan oftast á eftir fermingarathöfninni og allir fá klapp á höfuðið frá prestinum. Jafnvel trúlausir foreldrar láta þetta ganga yfir sig fyrir börn sín sem af einhverjum ástæðum völdu kirkjulega fermingu. Altarisgangan er ein af þessum dularfullu athöfnum kirkjunnar sem er í raun ekkert öðruvísi en særingar galdrakarla eða blót Ásatrúamanna hinna fornu. Umgjörðin er bara snyrtilegri utan um þessa brengluðu athöfn.
Hvaða tilgangi þjónar myndlíking eða hlutlíking á líkama og blóði trúarleiðtoga? Dýrka kristnir líkama og blóð Krists? Er það hluti þess að meðtaka boðskap einhvers að þykjast drekka blóð viðkomandi? Gengur hugsandi fólk bara hugsunarlaust að altari og tekur þátt í svona fíflalátum? Viljum við mennirnir vera hjarðdýr áfram? Verði ykkur að góðu!


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 16/04/06 15:12 #

Postulasagan 10:40 En Guð uppvakti [Jesú] á þriðja degi og lét hann birtast,..

Hvað gæti maður kallað einhvern sem er vakinn upp frá dauðum? :)


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 16/04/06 17:06 #

Svar; Afturgöngu (Zombie).

Og í tilliti Kryssts þá er mögulegt að kalla hann Arabíska Afturgöngu svona til aðgreiningar frá þeim íslensku. Líkt og Helgi Hóseason gerir.


Gunnar - 16/04/06 17:39 #

Hjalti var held ég að fiska frekar eftir orðinu "uppvakningur" sem er að mínu viti algengari þýðing á zombie heldur en afturganga, þótt það gangi alveg líka.


jonfr - 16/04/06 21:55 #

Þetta er snilldarbrandari. :)


Fiffi - 17/04/06 02:50 #

Ég veit ekki alveg alltaf afhverju ég nenni þessu - en að hluta til hef ég nú gaman af þessu.

Þar sem að Svanur spyr nú - þá langar mig að svara :)

[altarisgangan] er í raun ekkert öðruvísi en særingar galdrakarla eða blót Ásatrúamanna hinna fornu.

Ekki allskostar rétt - amk ekki í kristnum skilningi (ef við viljum endilega orða það svo). Blót og særingar eiga það sameiginlegt að vera nokkurskonar friðþæing yfirnáttúrulegra afla sem annars fær ekkert við hróflað. Blót eru tileinkuð norrænum guðum og fengu þeir margir hver sitt blót og átti það að koma þeim sem blótuðu vel. Særingar eiga svo aftur að hrekja burtu ill öfl, kalla yfir menn yfirnáttúruleg álög - eitthvað svona sem er e.t.v. ekki á mannlegu valdi að vinna bug á.

Nú altarisgangan hinsvegar er mönnum í sjálfsvald sett og er ætluð þeim sem trúa kristnum boðskap að minnast Krists og þess sem hann gerði - sem við trúum jú að sé gert í okkar þágu. Þetta er sumsé áminning. Kannski undarlegur siður í augum margra en þannig er hann nú samt.

Það má kannski segja að með því að innbyrða það blóð sem rann um æðar Jesú og borða af líkama hans minnum við okkur á að sýna í verki þá góðmennsku sem hann gerði - sem honum var í blóð borin, eins og sagt er. Þú skilur vonandi þessa myndlíkingu :) En eins og ég segi - hún er hverjum sem vill í sjálfsvald sett.

Hvað okkur hjarðdýrin varðar þá held ég að það sé mjög ákjósanlegt. Hvaða samfélagi sem við kunnum svosum að tilheyra þá hljóta flestir alltaf að vera hjarðdýr því varla geta allir verið leiðtogar. Ef - á hinn bóginn - hver ætlar að hugsa fyrir sig og lúta alls engum þá myndi það endurspeglast í allseherjar stjórnleysi, sem ég vona að þú lítir ekki jákvæðum augum. Hvert svosum kerfið er þá verður að vera eitthvað kerfi sem menn sættast á að lifa eftir.

Það sem við getum hinsvegar gert er að ráða hvers hjörð við fylgjum! Mér finnst ég hafa valið rétt :)


Fiffi - 17/04/06 02:56 #

Ég kannski skýt því hérna inn - þó svo að það sé málinu óviðkomandi - að ég las grein eftir sr. Hjört Magna í Fríkirkjunni um daginn. Það var nú reyndar ekki merkilegri snepill en Hér&Nú sem birti greinina en hann vildi taka það fram að þrátt fyrir að baka sjálfur sitt brauð og gefa ávaxtasafa í stað víns þá væri það fyrirlitið af 'ríkisprestunum' sem hann kallaði.

Mig langaði bara að leiðrétta það að margir 'ríkisprestar' nota bakað brauð og ávaxtasafa því eins og sr. Hjörtur benti á þá skiptir það ekki höfuðmáli hvernig táknið lítur út - heldur hvað það táknar. Einmitt mörgum fermingarbörn þykir vínbragðið vont og auk þess ættu óvirkir alkóhólistar ekki að þurfa að afþakka það heldur njóta þessarar áminningar sem kirkjan lítur á sem eina af sínum helgustu gjöfum - enda ámninning fyrir það sem kirkjan stendur fyrir og ætti að vera fyrir alla að njóta.


Svanur Sigurbjörnsson - 17/04/06 18:04 #

Takk fiffi fyrir útskýringar á siðum altarisgöngunnar. Vissulega eru blót og galdrasæringar með aðrar meiningar en altarisgangan en allt er þetta einhvers konar hlutlíking til heiðurs guðum, goðum eða öndum að handan. Já, þetta er sannarlega undarlegur siður. Ég hef átt lifandi fyrirmyndir í lífinu en ekki dottið í hug að drekka blóðlita saft eða hveitiköku til að minna mig á líkama þeirra. Ég efast um að ég myndi gera það þó að viðkomandi fórnaði lífu sínu fyrir mig. Frekar fyndi ég aðra leið til að heiðra minningu viðkomandi.

Ég man hvað mér leið undarlega þegar ég gekk til altaris eftir mína fermingu. Mér fannst það furðuleg athöfn og í dag finnst mér hún hreint steinaldarleg.

Varðandi hjarðdýrin. Ég þykist ekki hugsa á einstakan hátt eða reyna að stjórna nema þar sem þess er ætlast til af mér. Ég tilheyri hópum sem ég hef á meðvitaðan máta ákveðið að halda mig í eftir að ég fullorðnaðist. Þannig tilheyri ég auðvitað hjörð en ég reyni að skoða allt gagnrýnið sem mér hefur verið kennt frá barnæsku. Trúarbrögðin voru eitt af þeim. Verkaskipting á heimilinu voru annað svo og afstaða til samkynhneigs fólks, fóstureyðinga, líknardauða, líknardráps, alkóhólisma, samskipti kynjanna og fleiri siðferðislegra álitamála. Allt þetta á maður að endurskoða og setja vinnu í að móta sér skoðanir á. Þegar ég var 14 ára reyndi ég að nota biblíuna til að hjálpa mér að móta mínar skoðanir. Afleiðingin var hrapaleg. Ég las mig útí hugarfarslega og félagslega einangrun og rétt komst til vits og samskipta aftur einu og hálfu ári síðar. Sem betur fer taka fæst ungmenni biblíuna bókstaflega en þegar henni er haldið á lofti af valdamikilli ríkistrú er alltaf hætta á að svo verði í einhverju mæli. Allar kennslubækur eru endurskoðaðar og úreltu efni hent út en biblían er ósnertanleg vegna kreddufestu trúarinnar. Þegar prestarnir spyrja fermingarbörnin: "..ertu tilbúin(n) að gera Jésu að leiðtoga lífs þíns?" fæ ég velgju. Eina huggunin er að hvorki börnin né prestarnir virðast taka það bókstaflega.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.