Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Í upphafi var orðið, orðið var hjá guði, og orðið varð dautt

Allt frá upphafi hafa útvaldir valdhafar guðs á jörðu haft það sem sitt fyrsta verk að úthýsa gagnrýni. Sakleysisleg trúarbrögð geta breyst af ógnarhraða frá sakleysi til hrottalegrar valdníðslu. Þannig hafa milljónir jarðabúar verið rifnir á hol fyrir það eitt að tjá skoðun sína á hörundsárum trúmönnum. Gjörvöll kristinn kirkja varð mjög fljótt undirlögð af skoðunarhatri. Þrátt fyrir miklar breytingar frá tímum upplýsingar ætti engum að koma á óvart að ennþá kraumi viðkvæmni gegn þeim sem gagnrýna hana í dag. Dæmi um ofbeldi í dag er 125 gr. hegningarlaga sem þverbrýtur mannréttindasáttmála Evrópu. Þessum lögum hafa vanstilltir þjóðkirkjumenn reynt að veifa framan í gagnrýnendur sína. Tveir hafa verið dæmdir og margir mátt þola rannsóknir vegna þeirra.

Í upphafi vorum við vantrúarseggir aðhláturefni kirkjunnar manna. Þeir brostu bara í annað, sumir svöruðu á meðan aðrir biðu dauða vefsins. Á svipuðum tíma og hugtakið Grænsápuguðfræði varð til sem lýsing á nútímakenningum guðfræðinga sprakk allt í loft upp. Ef ég man rétt var það þegar séra Örn Bárður fékk væna yfirhalningu frá okkur fyrir kjánalegar árásir á náttúruvísindi. Þá tóku nýir tímar við og skellt var í lás. Kirkjuvaldið ákvað að hunsa gagnrýnendur sína með samskiptabanni og þögn.

Það er alvanalegt þegar reiði trúmanna brýst út þá er leitað í smiðju valdsins. Þannig var einn vantrúarmaður kærður af guðfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Allskonar hótanir hafa verið að dúkka upp um lögsóknir frá þeim sem vilja vernda siðinn í landinu. Því var 1 apríl gabbið okkar alls ekki svo fráleitt. Mig grunar að ákveðinn séra sem hefur mótmælt stríði og kúgun í heiminum hafi lítinn áhuga á skoðanafrelsi vantrúarseggja. Ætli Örn Bárður myndi mæta í nafni mannréttindasáttmála Evrópu fyrir framan biskupstofu til mótmæla skoðunarkúgun 125 gr. hegningarlaga? Vissulega er ekki hægt að svara þessari spurningu, en hún er í dag nokkuð áleitin.

Það er ekki langt síðan að ég las fleyg orð eftir Mahatma Gandhi. Þar lýsir hann baráttu sinni við Breska nýlenduveldið

Fyrst hunsa þeir okkur, næst hlæja þeir, síðan berjast þeir gegn okkur og loks sigrum við..

Það er eins og aðferðafræði kirkjunnar manna birtist ljóslifandi í líki nýlenduveldisins. Loksins þegar hún fær málefnalega gagnrýni og rumskar er fátt um varnir nema sárindi. Ofbeldið verður þá hennar síðasta verk á Íslandi sem ríkiskirkja, en um leið verður það langþráður endir afskipum ríkisvaldsins af trúarbrögðum. Endalokin nálgast, kirkjunnar munu standa eins og pýramídarnir í Egyptalandi. Án ríkispresta og viðhafnalifnaðar. Það sem eitt sinn þótti eilíft og óhagganlegt mun taka breytingum. Orðið verður frjálst.

Frelsarinn 09.04.2006
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.