Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Lesið í ljósi Krists

Þegar trúmönnum er bent á eitthvað af þeim mörgu hræðilegu illvirkjum sem guðinn þeirra, hinn grimmi Jahveh, framdi í Gamla testamentinu, þá er svarið oftar en ekki það að þessi fjöldamorð og þjóðernishreinsanir verði að lesa í “ljósi Krists”.

Nú skil ég ekki alveg hvernig eitthvað sem guð gerir á þriðjudegi á að réttlæta fjöldamorð sem hann framkvæmdi á mánudegi, en kristnir menn halda því virkilega fram að allt ógeðið í Gamla testamentinu batni svakalega við það að skoða það með því að hafa boðskap, dauða og upprisu Jesú í huga við lestur Gamla testamentisins, svona svipað og að lesa um Helförina með það í huga að Hitler lagði grunninn að þýska hraðbrautakefinu. Reyndar á þetta ljós Krists að gera öll þessi illvirki það bærileg að kristið fólk tilbiður þennan guð og segir að hann sé algóður.

En hvað um það, prófum að lesa alræmdan kafla úr Gamla testamentinu með hliðsjón af því sem við fáum að vita um guð í Nýja testamentinu. Hérna segir frá því er guð kristinna manna myrðir alla frumburði Egyptalands:

Önnur Mósebók 12:29-30 Um miðnæturskeið laust Drottinn alla frumburði í Egyptalandi, frá frumgetnum syni Faraós, sem sat í hásæti sínu, allt til frumgetnings bandingjans, sem í myrkvastofu sat, og alla frumburði fénaðarins. Þá reis Faraó upp um nóttina, hann og allir þjónar hans, og allir Egyptar. Gjörðist þá mikið harmakvein í Egyptalandi, því að ekki var það hús, að eigi væri lík inni.

Þarna sést vel hve miskunnarlaus guð kristinna manna er, þrátt fyrir að Faraó einn hafi ákveðið að neita Ísraelsmönnum um brottfararleyfi, þá refsar guð öllum íbúum Egyptalands. Ekki nóg með það, heldur refsar hann líka skynlausum skepnum. Þar með er samt ekki öll sagan sögð, því áður en guð kristinna manna drap frumburðina þá kom hann sjálfur í veg fyrir að Faraó gæfi Ísralesmönnum leyfi til þess að fara með því að “herða hjarta Faraós”..

Önnur Mósebók 11:10 En Drottinn herti hjarta Faraós, og ekki leyfði hann Ísraelsmönnum að fara burt úr landi sínu.

Ég efast um að nokkur trúmaður trúi því virkilega að þetta hafi ekki verið illverki vegna þess að Jesús á að hafa læknað fólk eða lifnað við. Gerði guð virkilega ekkert rangt þegar hann framdi þessi fjömdamorð vegna þess að Jesús sagði að þú ættir að elska náungann eins og sjálfan þig?

En samt notar kristið fólk þessa ónothæfu afsökun? Hvers vegna ætli það sé?

Ef til vill gæti ástæðan verið sú að ef það þyrfti að koma með almennilega afsökun, þá hefði það enga afsökun fyrir guð. Hugsanlega væri hægt að segja að þetta hefði alls ekki verið guð, en því fylgir auðvitað sá ókostur að nánast Gamla testamentið, og hugsanlega eitthvað af því nýja, þarf að fara beint í ruslafötuna þar sem sköpunarsagan hvílir. Með því myndu auðvitað nánast allir hinir meintu spádómar um Jesús enda á ruslahaugunum og hugsanlega eitthvað af sögunum um Jesú líka. Þetta er óásættanlegt fyrir trúmenn og því er miklu þægilegra að segja þennan innantóma frasa “Þú verður að lesa þetta í ljósi Krists” í staðinn fyrir að horfast í augu við það að guðinn þeirra er illmenni.

Hjalti Rúnar Ómarsson 04.04.2006
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Ormurinn - 06/04/06 14:25 #

" Hérna segir frá því er guð kristinna manna myrðir alla frumburði Egyptalands:

Önnur Mósebók 12:29-30 Um miðnæturskeið laust Drottinn alla frumburði í Egyptalandi, frá frumgetnum syni Faraós, sem sat í hásæti sínu, allt til frumgetnings bandingjans, sem í myrkvastofu sat, og alla frumburði fénaðarins. Þá reis Faraó upp um nóttina, hann og allir þjónar hans, og allir Egyptar. Gjörðist þá mikið harmakvein í Egyptalandi, því að ekki var það hús, að eigi væri lík inni.

Þarna sést vel hve miskunnarlaus guð kristinna manna er, þrátt fyrir að Faraó einn hafi ákveðið að neita Ísraelsmönnum um brottfararleyfi, þá refsar guð öllum íbúum Egyptalands. Ekki nóg með það, heldur refsar hann líka skynlausum skepnum. Þar með er samt ekki öll sagan sögð, því áður en guð kristinna manna drap frumburðina þá kom hann sjálfur í veg fyrir að Faraó gæfi Ísralesmönnum leyfi til þess að fara með því að “herða hjarta Faraós”.."

Hvernig er það eiginlega? Voru ekki íbúar Egyptalands á þessum tíma "heiðnir" þ.e.a.s. trúðu ekki á guð? Og stendur ekki líka einhverstaðar að allir sem ekki trúa á guð fari til helvítis? Þýðir það að guð hafi drepið alla frumbura Egyptalands og að þeir eru enn að brenna í víti í dag? Eða voru þeir seif að því að um kornabörn var að ræða??? húff, bibblían er sko torskilin.


sena - 06/04/06 22:52 #

Ertu viss um að þetta sé sami guð og er talað um ‘i Nýa Testamentinu. Allavega er guð kristinna manna ekki ofbeldisguð. Ert viss um að þú hafir skilið þetta rétt?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 07/04/06 01:34 #

sena, þetta er sami guðinn. Svo er guð Nýja testamentisins líka ofbeldisguð, hann er sá sami og í því gamla en lofar auk þess lofar hann að brenna það í eldsofninum sínum.


sena - 07/04/06 08:41 #

Hvað nú ef guðs ríki er lýðræðisríki og það er kosið þar um nían guð á nokkra ára fresti. Ekki getur guðsríki verið bara einn maður?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 07/04/06 13:33 #

sena: Ég skil ekki alveg hvað þú átt við, en það er ljóst að guð verður einvaldur í himnaríki. Ef þú ferð með Faðir vorið þá er í grískunni: "Til komi þitt konungdæmi" (e. Your kingdom come).

En svo ég svari aftur fyrri athugasemdinni, þá er guð Gamla testamentisins guð kristinna manna og hann verður enn verri í því nýja.


sena - 07/04/06 14:48 #

Þetta er alveg rosalaga alvarlegt Hjalti. Eini og sami guðinn. Hvað getum við gert? Er ekki mögulegt að fá honum skipt út fyrir einn annan guð. Þú ættir að nefna þetta við hann, næst þegar þú hittir hann.

Sena.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 07/04/06 15:07 #

Hjalti að hitta guð? - ég efast um það :D


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 07/04/06 16:11 #

sena, ég er sammála því að kristið fólk ætti að losa sig við fjöldamorðingjann, guðinn sinn, en ég er ósammála því að það ætti að fá sér annan í staðinn.

Síðan skil ég ekki alveg hvað þú átt við með að ég sé að hitta guð kristinna manna (hann er ekki til ;) )


sena - 07/04/06 18:13 #

Virkilega er hann ekki til. Hjalti. Ertu viss um þetta og hvaðan hefurðu það? Allavega hitti ég hann hérna fyrir utan heimilið mitt og spjallaði lengi við hann um heima og geima. Virkilega áhugaverð persóna.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/04/06 18:30 #

Vertu ekki með þetta guðlast, sena, eða þú endar í helvíti. ;)


sena - 07/04/06 19:18 #

Annars hafðu bara eina góða helgi Hjalti, engin ástæða til að halda áfram með þetta rugl. Hafði í raun annars lúmskt gaman af þessu.


sena - 08/04/06 13:05 #

Annars eitt að lokum, til Birgir Baldursson. Hefurðu ekki meiri metnað en þetta gagnvart sjálfum þér. Þetta var illa sagt af fullorðnum manni að vera.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/04/06 15:45 #

Hmm, er húmor nú orðinn sjálfsniðurlægjandi atferli?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.