Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Bænin

Þegar þú talar við guð kallast það bæn. Þegar guð talar við þig kallast það geðsýki.

Thomas Szasz, Síðari syndin

Ritstjórn 31.03.2006
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Kristján - 02/04/06 18:46 #

Bænin, þótt hún sé kennd sem tenging við Guð í kristinni trú (hjá t.d. þjóðkirkjunni), er aðferð til að fylla sjálfan sig kjarki, þori og vilja. Guð getur verið svo margt, m.a. eigin hugur og sál. En að beina bæninni að Guði en ekki bara að sjálfum sér er ákveðin sálfræði sem hjálpar manni að létta á eigin áhyggjum. Það er ekki þar með sagt að einhver Guð muni hjálpa, en það getur hjálpað þeim sem beitir bæninni að komast í gegnum erfiðleika. Svipað og að segja góðum vini frá áhyggjum sínum getur létt á manni jafnvel þótt vinurinn hafi ekki gefið nein ráð. Trú og von eru falleg fyrirbæri þótt þjóðkirkjan og aðrar stofnanir tengdar trú séu kannski ekki alveg minn bolli af tei. Enda mikill kaffidrykkjumaður.


sena - 03/04/06 11:23 #

Þegar þú talar við guð kallast það bæn. Þegar guð talar við þig kallast það geðsýki.

Svona skal þetta vera. Þegar þú talar við guð kallast það bæn. Þegar guð talar við vantrúaðan kallast það geðsýki.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 03/04/06 17:45 #

Kristján, þú notar greinilega allt aðra skilgreiningu á "bæn" heldur en Szasz hafi verið að tala um. Hann er bara að tala um að "tala við guð" ekki þær aðferðir sem eiga að "fylla sjálfan sig kjarki, þori og vilja."

sena, hvers vegna viltu bæta "vantrúaðan" við setninguna?


sena - 03/04/06 22:21 #

sena, hvers vegna viltu bæta "vantrúaðan" við setninguna?

Vegna þess að það eru vantrúaðir sem snúa orði guðs við og túlka orð guðs eftir sínum vilja og geðþótta. Svo þeirra túlkun getur vel kallast geðsyki.

sena.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.