Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Endurkoma Krists í Júróvisjón?

Jæja, nú eru allir búnir að sjá myndbandið sem kynna á Silvíu okkar Nótt fyrir afgangnum af Evrópu. Og í þessari ensku útgáfu er að finna trúarstef sem kristnum mönnum ætti að finnast athyglisverð.

Augljósasta trúarskírskotunin er símtal Silvíu við God. Þar kynnir hún sig sem eftirlætismanneskjuna hans um leið og hún tilkynnir honum að hún sé í þann mund að frelsa gjörvalla heimsbyggðina:

Hello is it god?
What’s up dog?
It’s your favourite person in the world Silvia Night
I’m saving the world
See you...bye

Og í texta lagsins margítrekar fraukan þetta hér:

You’ve been waiting forever
For me to save you

Hinir kristnu hafa einmitt beðið marga mannsaldra eftir að lausnarinn komi til að dæma lifendur og dauða.

Og er þá ekki augljóst að Silvía Nótt er Kristur endurborinn? Skilaboð hennar fyrr og nú sýnast að minnsta kosti í fullkomnum samhljómi:

Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. [Mattheusarguðspjall]

Mér finnst að það ætti að safna öllum ógeðunum sem hafa verið á forsíðunni hjá ykkur [DV], safna þeim öllum saman, skilurðu, þú veist, oní einhverja holu, svo allt góða fólki geti grýtt... hent steinum í það.“ [Síðasti þáttur Silvíu Nætur]

Kristnir menn ættu núna annað hvort að fagna innilega endurkomunni miklu eða kæra Ágústu Evu og félaga fyrir guðlast. Ég bendi á að enn eru í lögum landsins ákvæði um að slíkt sé lögbrot og því borgaraleg skylda þeirra sem móðgast út af framgöngu Silvíu Nætur að að koma þeim lögum yfir hana. Og í augum sannkristins manns getur guðlastið varla orðið meira en að einhver dekadent drusla í anda Divine og Boy George slái sér upp sem frelsara allara manna (nema sumra reyndar). Og þeir sem hæst hafa haft út af teiknimyndunum í Jyllandsposten, hafa heimtað að trú manna sé sýnd virðing, ættu að fara fremstir í flokki núna og fá sett lögbann á þetta lag.

Við þessi trúlausu og hispurslausu njótum bara þessa sjónarspils og kætumst yfir væntanlegri hneykslun hinna trúðu. Trúarskoðanir manna eru líka eitthvað sem ekki tekur að tipla á tánum kringum.

Við erum líka svoddan púkar.

Birgir Baldursson 26.03.2006
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Guðjón - 26/03/06 15:54 #

Sylví Nótt er persónugerfing klikkunar af ákveðnu tagi sem mætti ef til vill nefna "popstjörnuröskun". Viðtal hennar við Guð er því fremur birtingarmynd klikkunar fremur en nokkuð annað.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 26/03/06 16:16 #

En hvernig er það þegar trúmenn almennt tala við Guð? Er það ekki birtingarmynd klikkunar?


Lexi - 26/03/06 17:28 #

Auðvitað ekkert nema geðklofi eins og hjá jesus og Mohammed hvað annað?


Árni Árnason - 27/03/06 12:12 #

Ég efast um að þessi áeggjan um málferli hrífi. Í fyrsta lagi er langstærsti hluti þjóðarinnar "málamyndatrúar" og lætur sér í léttu rúmi liggja hvort nafn guðs sé lagt við hégóma eins og þar stendur. Í öðru lagi er þessi sami meirihluti ekki nærri eins uppveðraður af guði og Silvíu Nótt. ( Sýnir vel stöðu guðs ) Í þriðja lagi eru þeir fáu sem enn gera sér far um að nugga sér utaní krist, löngu búnir að gefast upp á málaferlum útaf guðlasti, því dómstólarnir festust ekki í miðöldunum eins og trúarnöttararnir, og dæma uppdiktuðum draug aldrei neinar meiðyrðabætur.


Ágúst - 27/03/06 14:29 #

Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. [Mattheusarguðspjall] Mér finnst að það ætti að safna öllum ógeðunum sem hafa verið á forsíðunni hjá ykkur [DV], safna þeim öllum saman, skilurðu, þú veist, oní einhverja holu, svo allt góða fólki geti grýtt... hent steinum í það.“ [Síðasti þáttur Silvíu Nætur]

Er þetta að öllu leyti samanburðarhæft?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/03/06 14:39 #

Hola eða ofn, grjót eða eldur? Skiptir ekki máli heldur hugurinn sem býr að baki. Himnafeðgarnir hafa ekki vitund skárra siðferði en Silvía Nótt.


Ágúst - 27/03/06 15:06 #

Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. [Mattheusarguðspjall]

Mér finnst að það ætti að safna öllum ógeðunum sem hafa verið á forsíðunni hjá ykkur [DV], safna þeim öllum saman, skilurðu, þú veist, oní einhverja holu, svo allt góða fólki geti grýtt... hent steinum í það.“ [Síðasti þáttur Silvíu Nætur]

Eru himnafeðgarnir ekki í hlutverki (yfirvaldsins) dómsvaldsins, í þessum texta? Á einhver að efast um réttmæti dómstólanna til að meðhöndla lögbrot og hverskyns glæpi?

Ef einhver alvara er í Silvíu, þá er hægt að geta sér þess til að hún sé að bregða á leik og benda á siðblindu hinna “góðu” sem þyrstir eftir refsingum og hefnd, af einhverri allt annarri hvöt en þeirri sem viðeigandi er .


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/03/06 16:52 #

Ég leyfi mér að efast um réttmæti/réttlæti þeirra dómstóla sem dæma menn í eilífðarbál sem ekki er hægt að losna úr, fyrir hversdagslegar yfirsjónir. Efast þú ekki um réttlæti dómstóla í Afghanistan þegar þeir dæma menn til dauða fyrir trúskipti? Er ekki borgaraleg skylda okkar að sýna yfirvöldum, bæði löggjafar- dóms- og framkvæmdarvaldi aðhald?

Auðvitað snýst dagskrárgerð þáttanna um Silvíu Nótt út á einmitt þetta, að benda á bresti í fari okkar borgaranna. En ég er ekki að ræða hér um dagskrárgerð, heldur týpuna Silvíu Nótt sjálfa.


Ágúst - 27/03/06 17:44 #

Efast þú ekki um réttlæti dómstóla í Afghanistan þegar þeir dæma menn til dauða fyrir trúskipti?

Virkilega efast ég um þetta sem réttlæti. Get reyndar ekki með nokkrum hætti fundið neitt réttlæti í þessu.

Er ekki borgaraleg skylda okkar að sýna yfirvöldum, bæði löggjafar- dóms- og framkvæmdarvaldi aðhald?

Jú virkilega, þegar þau atvik koma upp hjá yfirvöldum sem okkur finnst flokkast undir lögleysi, siðleysi eða óréttlæti.

Auðvitað snýst dagskrárgerð þáttanna um Silvíu Nótt út á einmitt þetta, að benda á bresti í fari okkar borgaranna. En ég er ekki að ræða hér um dagskrárgerð, heldur týpuna Silvíu Nótt sjálfa.

Ég vona að við þurfum ekki að vera með áhyggjur af henni. Hún er kannski eitthvað að flippa í þessu hlutverki. En er einhver von til að hún fari sér að voða, eða verði sér til skammar, með vitleysu?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/03/06 18:51 #

En er einhver von til að hún fari sér að voða, eða verði sér til skammar, með vitleysu?

Varla, en ég er að vona að henni takist að pissa off einhverja trúarnöttara með þessu símtali. Slíkt skapar umræðu/rökræðu og það er af hinu góða.


Sindri - 28/03/06 04:26 #

Hvað gerir Jesús svo sérstakan ? erum við ekki öll börn guðs ?


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 28/03/06 09:52 #

Ég veit ekki um þig en ég er nú barn foreldra minna...


Einn Pirraður :@ - 28/03/06 15:08 #

sko slivia á eftir að gera okkur islen....
að aulum hun er að segjast vera jesu hun er rugluð hun er bara skandall ég þoli hana ekki hun má T* mig :@ við hefðum fregar átt að senda engan þá verðum við ekki að eins miklum fiflum ég nenda þetta með því að hun er T og má T* mig :@


Geir - 28/03/06 16:56 #

Hún er ekki eftir að gera islendingum að fiflum og só þótt hún geri það hun er bara cool.þessi keppni er hvort sem er að fara til fjandans til dæmis lagið með finnlandi eihverjir gaurar í skrimsla búningum með eitthvað hevy metal lag, það fynnst mer meira til skammar heldur en littli engillin hún silvía nótt.


Snæi - 28/03/06 19:33 #

mér sýnist þetta nú ekki vera neitt annað en tilraun til að skapa rifrildi meðal vantrúarseggja og þeirra sem ennþá hafa trú í sínu hjarta...


Orri - 29/03/06 02:19 #

Þið eruð allir saman kjánar, að nenna að velta ykkur upp úr þessari vitleysu. Gáfum sumra ykkar er mun betur varið í þarfari málefni.

Eða eins og Jón hinn lati mælti, Biggi minn: Þetta er nú meiri andskotans vitleysan.. :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/03/06 10:41 #

Finnst þér óþarfi að bera saman guðlast Silvíu og guðlastið sem felst í skopmyndunum af Múhameð - og þeirri virðingu sem lög á borð við íslensku guðlastslögin kveða á um að að við öll skulum sýna óraunhæfum hugmyndum annarra? Ég held þú áttir þig engan veginn á alvarleika málsins.


Sindri - 29/03/06 23:32 #

Ég get ekki annað sagt en: "Ha, ha, ha."


Orri - 31/03/06 02:32 #

Já, Biggi minn. Mér finnst óþarfi að láta þau mál til okkar taka.

Það er mál hinna trúuðu.

Sé ekki alveg pointið í að við trúlausir blöndum okkur í það.

Ég upplifi þetta svipað og sumt annað sem þið vantrúarmenn fjallið um. Þ.e. þönguldóm trúaðra og þeirra bras. Við trúlausir þurfum ekkert og eigum ekkert með að taka þátt í þeim fíflaskap.

Látum þá eina um að velta sér upp úr eigin heimsku.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 31/03/06 19:58 #

Já, en Orri minn, trúarbrögð eru skaðleg samfélagi okkar, svo skaðleg að hverjum þeim sem kemur auga á það ber siðferðileg skylda að benda á það sem oftast.

Guðlastslögin eru bara eitt dæmið um þetta. Það er í raun skandall að slíkur lagabókstafur skuli finnast í lögum. Í stað þess að vernda trúarkjaftæðið ættu lögin að vernda borgarana fyrir innrætingu svona hindurvitna, lögin ættu t.d. að sjá til þess að ekki sé vaðið inn í skólakerfið með einhliða trúaráróður.

En það tekur reyndar varla nokkur maður mark á þessum lögum lengur og það sýnir sig best í því að enginn hefur lyft litla fingri til að stöðvar guðlast Silvíu Nætur. Það er auðvitað hið besta mál, en er þá ekki líka kominn tími til að afnema þennan lagabókstaf? Trénuð lög sem enginn tekur mark á gera ekki annað en ýta undir virðingarleysi við lagabókstafinn, þegar fólk kemst að því að sumum lögum ber að fara eftir og öðrum ekki.


Geiri - 11/05/06 08:43 #

Það sem hún segir er skrifað whats up dawg eða hvað er að frétta félagi. Ekki whats up dog.

Annars finnst mér ekkert guðlast vera í þessu lagi. hún hringir í vin sinn guð og segist vera eftirlæti hans. Hún ætlar svo að frelsa evrópubúa frá lélegri tónlist, ekki frá helvíti. Það er mjög hæpið að nokkur maður geti móðgast yfir þessu lagi vegna guðlasts.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 11/05/06 09:11 #

Þótt að ég og þú finnst þetta ekkert þá er þetta samt guðlast - það er bannað að hæðast að gvuði! Allir sannkristnir vita það ;)


Khomeni - 11/05/06 09:39 #

ég er sáttur við Sylvíu. mér sýnist hún vera að fara með dæmið alla leið. Ég vona bara að fólk fatti kristgerfinginn í Sylvíu. Hún er eins og kristi væri snúið við eins og sokk. Alveg á röngunni....

áfram Ísland


Magnús - 11/05/06 10:38 #

Geiri, þú gerir þér vonandi grein fyrir að "dawg" er óformleg ritmynd af einmitt þessu orði "dog"? Svo er úrfellingarmerki í "what's", sem er stytting á "what is", bara svo það sé alveg á hreinu. Þá vil ég benda á að málsgreinar á alltaf að hefja á hástaf og sömuleiðis er hástafur í "Evrópubúar", þar sem Evrópa er sérnafn. Praise the Lawd!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/05/06 13:37 #

Í gömlu Tex Avery-teiknimyndunum var Bugs Bunny vanur að heilsa með orðunum „What's up doc“ (hvað segir doktorinn gott) og geri ég ráð fyrir að þessi hundur þarna hjá Silvíu sé einhver afbökun á þessari gömlu teiknimyndakveðju.

Ég hélt hún hefði sagt doc, en textinn lá á netinu og var svona eins og að ofan greinir. Geri ráð fyrir að hann sé svona frá höfundarins hendi.


óðinsmær - 12/05/06 12:29 #

sko, ég sagði einhverntímann að Silvía Nótt væri hin nýja fjallkona (eftir undanúrslitakvöldið hér heima) og þá sendu allir mér illt auga (sérstaklega mamma). Silvían er pottþétt einhverskonar frelsari, allaveg virkar hún mjög frelsandi á ýmsa þætti innra með manni.


Brynja Steinþórsdóttir - 17/05/06 19:57 #

áframm Silvía!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.