Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Frekar glataður listamaður

Nú streyma milljón manns inn í eitthvert kyrkuskrifli vestanhafs til að berja augum nýjustu Kristsbirtinguna. Einhverjar rakaskemmdir þykja minna á Krist á krossinum og telja margir að með þessari myndlist sé guðdómurinn að reyna að sannfæra jafnvel mestu einfeldningana um tilvist sína. En af hverju gerir hann þá þetta ekki almennilega, lætur fullmótaða Jesúmynd birtast í þrívídd í klett eða eitthvað álíka? Af hverju bara eitthvert veggfóðurskrump sem aðeins með góðum vilja getur minnt á mann á krossi? Takið líka eftir því að samkvæmt guðinum sjálfum var Jesús fullklæddur á krossinum en ekki hómóerótískur á hvítum undirfatnaði eins og kirkjurnar setja hann yfirleitt fram.

Birgir Baldursson 25.03.2006
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Þór Melsteð - 16/04/06 21:03 #

"I feel he's trying to open even the simplest minds." sagði maðurinn í greininni.

Er það ekki einmitt markhópurinn? Einfalt fólk?


jonfr - 16/04/06 22:19 #

Ég sé ekkert nema einhverskonar klessu á þessari mynd. Ekkert andlit og engar útlínur.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.