Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Frelsi til að brenna

Gríska þingið var að samþykkja lög sem leyfa líkbrennslu. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins tók það tíu ár að koma þessum lögum í gegn vegna þess að Gríska rétttrúnaðarkirkjan var lögunum andstæð. Þeim finnst brennslan vera óvirðing við mannslíkamann. Þeim sem aðhyllast trúarbrögð sem ekki leyfa líkbrennslu fá hins vegar ekki þennan rétt.

Þessi barátta Grísku rétttrúnaðarkirkjunnar gegn líkbrennslu minnir nú óneitanlega á baráttu íslensku ríkiskirkjunnar gegn hjónaböndum samkynhneigðra. Þarna er um að ræða athafnir sem kirkjurnar hafa meira og minna "átt" og þær eru að reyna að tryggja áframhaldandi stjórn sína á þeim. Málið er bara að þetta kemur þeim ekki við. Kirkjan á ekki að hafa áhrif á það hvað fólk lætur gera við líkama sína eftir andlátið né hverjir giftast hverjum.

Gríska kirkjan náði því miður fram takmörkunum á lögum um líkbrennslu. Það hefði verið lítið mál að setja upp kerfi eins og við höfum hér á landi þar sem fólk sækir sjálft um bálför. Það kemur nefnilega engum við nema einstaklingnum sjálfum (og hans nánustu) hvernig farið er með líkama hans eftir andlátið. Það er sorglegt að við þurfum enn að berjast við afturhaldsmenn trúarbragðanna um svona sjálfssagða hluti.

Óli Gneisti Sóleyjarson 07.03.2006
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Sverrir Ari - 07/03/06 23:42 #

Góður punktur Óli. Hér er enn annað dæmið um forræðishyggju og skaðsemi trúarbragðanna. Það er keimur af þessu rugli kirkjunnar víða, því miður. En þó það hafi tekið tíu ára baráttu að koma þessum lögum (eða lagabreytingum) í gegn tókst það fyrir rest (með takmörkunum þó). Við fögnum því.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.