Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Eru ljóskurnar að hverfa...aftur?

Fyrir rúmum þremur árum gekk sú saga í fjölmiðlum að rannsóknir bentu til þess að ljóst hár myndi hverfa úr erfðamengi mannsins á næstu öldum. Reyndar gekk rannsóknin svo langt að halda því fram að síðasta ljóskan myndi fæðast í Finnlandi árið 2202. Það var á sínum tíma erfitt að skilja hvernig fjölmiðlafólk féll fyrir þessu rugli en það er jafnvel undarlegra að þessi saga skuli skjóta upp kollinum aftur.

Á Morgunblaðsinsvefnum birtist frétt um ljóshært fólk sem lauk á eftirfarandi kafla:

Framtíð ljóskunnar er þó óráðin, ef marka má rannsókn sem gerð var á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Niðurstöður þeirrar rannsóknar benda til að ljóskan muni deyja út eftir um 200 ár vegna þess að of fáir einstaklingar beri ljóskugenin. Að öllum líkindum muni síðustu ljóskurnar fæðast í Finnlandi árið 2202.

Þetta er flokkað sem "tækni & vísindi". Ef einstaklingurinn sem skrifaði þessa grein hefði haft fyrir því að fletta aðeins í Gagnasafni Morgunblaðsins (sem hann hefur væntanlega aðgang að) þá hefði hann fundið þetta í rúmlega þriggja ára gamalli frétt um málið:

Eftir því sem næst verður komizt átti fréttin upptök sín á brezkum netmiðlum og dagblöðum. Jafnvel þungavigtarmiðlar eins og netfréttastofa BBC flutti fréttina af niðurstöðum meintra rannsókna þýzkra vísindamanna, sem í umboði WHO hefðu skoðað framtíð ljóshærðs fólks.

Síðla sl. þriðjudags sendi WHO frá sér tilkynningu, þar sem sagt var, að þessi meinta rannsókn væri stofnuninni með öllu ókunn og óviðkomandi.

Þetta var annars frétt af þeirri tegund, sem blaðamenn nenna almennt ekki að kafa ofan í kjölinn á til að ganga úr skugga um sannleiksgildi á, eftir því sem fullyrt er í umfjöllun um málið í danska blaðinu Berlingske Tidende. [...]

Ljóskur eru ekki í hættu, sérstaklega ekki í blaðamannastéttinni.

Heimildir: Ljóskurnar lifa af Fyrstu ljóskurnar bjuggu í hellum

Óli Gneisti Sóleyjarson 02.03.2006
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Steindór J. Erlingsson - 02/03/06 10:44 #

Óli, nú ferð þú offari á kjafæðisvaktinni. Fréttin byggir á nýrri grein í hinu virta tímariti Evolution and Human Behavior sem nefnist "European hair and eye color: A case of frequency-dependent sexual selection?". Höfundur greinarinnar hefur þetta að segja:

Human hair and eye color is unusually diverse in northern and eastern Europe. The many alleles involved (at least seven for hair color) and their independent origin over a short span of evolutionary time indicate some kind of selection. Sexual selection is particularly indicated because it is known to favor color traits and color polymorphisms. In addition, hair and eye color is most diverse in what used to be, when first peopled by hunter-gatherers, a unique ecozone of low-latitude continental tundra. This type of environment skews the operational sex ratio (OSR) of hunter-gatherers toward a male shortage in two ways: (1) men have to hunt highly mobile and spatially concentrated herbivores over longer distances, with no alternate food sources in case of failure, the result being more deaths among young men; (2) women have fewer opportunities for food gathering and thus require more male provisioning, the result being less polygyny. These two factors combine to leave more women than men unmated at any one time. Such an OSR imbalance would have increased the pressures of sexual selection on early European women, one possible outcome being an unusual complex of color traits: hair- and eye-color diversity and, possibly, extreme skin depigmentation.

Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/03/06 10:54 #

Steindór, þú ferð offari í athugasemd þinni :-)

Óli setur alls ekkert út á þann hluta fréttarinnar sem fjallar um fyrstu ljóskurnar (sem greinin sem þú vísar í fjallar um), heldur þann hluta fréttarinnar sem fjallar um framtíð ljóskunnar þar sem vitnað er í rannsókn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, rannsókn sem ekki er til.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 02/03/06 11:10 #

Steindór, er til of mikil ætlast að þú lesir það sem þú ætlar að gagnrýna? Jafnvel titillinn einn og sér hefði átt að gefa þér góða vísbendingu.


Steindór J. Erlingsson - 02/03/06 11:19 #

Ég biðst velvirðingar!


Magnús - 02/03/06 16:31 #

Það væri gaman að vita hversu rasísk þessi hugmynd er til að byrja með. Það virkar a.m.k. ekki mjög líklegt að í Norður-Evrópu fari af stað flökkusögur um að hinn hreini og tæri svarti húðlitur Afríkumanna sé í hættu vegna blöndunar kynþátta, en ljóst og rautt hár er fínt í svona sögur.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 02/03/06 17:18 #

Mig minnir að Hjörtur J. Guðmundsson sem var þá ennþá með hinn þjóðernissinnaða "flokk" "framfarasinna" hafi einmitt skrifað grein á vef sinn um það hve hræðilegt það væri nú að ljóskurnar væru að deyja út og að fólk ætti nú að taka þessa frétt alvarlega. Þá hló ég.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 02/03/06 22:39 #

Umfjöllun fjölmiðla um vísindi er oft í lakari kantinum og þetta er mjög gott dæmi um slíkt. En við hverju er að búast af vefmiðli sem er með stjörnuspá á forsíðunni?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.