Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðlast og helvíti

Í DV á laugardaginn er viðtal við Pálma Gestsson, einn af Spaugstofumönnum, í tilefni þess að herra Ólafur Skúlason biskup kærði þá fyrir guðlast árið 1997. Þar segir Pálmi frá athyglisverðum viðbrögðum kristinna öfgamanna á Íslandi.

Pálmi segir meðal annars „Það var svakaleg múgæsing. Hringt í okkur um nætur og okkur hótað helvítisvist, öllum okkar börnum og afkomendum."

Miðað við þau ofsafengnu viðbrögð kristinna hér á landi sem bæði voru innan ríkiskirkjunnar (kærandinn) og utan í sértrúarsöfnuðum, þá er þroski þeirra á tjáningarfrelsinu á mjög svipaðri miðaldargráðu og hjá mörgum í Íslam.

Frelsarinn 06.02.2006
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Haukur - 06/02/06 14:58 #

Leifist mér að spyrja af hverju þetta byrtist hér núna?

Þó að þetta sé alveg fyndið og skemtilegt, þá er ekki eins og þetta séu nýjar fréttir, eða nokkrum ókunnugar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/02/06 15:14 #

  • Þetta tengist umræðu sem er í gangi þessa dagana.
  • Viðtalið við Pálma var í blaðinu síðasta laugardag.
  • Ég vissi ekki að spaugstofumenn hefðu fengið símtöl um miðja nótt þar sem þeim var hótað helvítisvist.

frelsarinn@vantru.is (meðlimur í Vantrú) - 06/02/06 15:49 #

Það er rétt Matti, Það eru nýjar fréttir að Spaugstofumönnum hafi verið hótað um miðja nætur af kristnu fólki. Þessar hótanir komust aldrei fréttirnar á sínum tíma.


uffi - 07/02/06 07:37 #

þetta sýnir að öfga trú er ekki að því góða og að fólk verður að passa sig.Það skiftir engu mál virist vera hvað trú er um að ræða Kristnir eða Múslimar.

En annað eg er ekki samála með að trúarbrög séu slæm ef fólk fer í öfgar fer altt til helvítis

Ef allir mundu sína umburðarlindi væri gott að vera til


Haukur - 07/02/06 15:59 #

Hmm. Þegar þið segið það, þá man ég ekki til að hafa heirt af þessum hótunum. Annars kemur það mér ekkert á óvart. Það er nú ekkert óalgengt að vera dæmdur til helvítis, hvorki fyrr né síðar.

Uffi er fyrstur með fréttirnar þegar hann segir:

„þetta sýnir að öfga trú er ekki að því góða og að fólk verður að passa sig.Það skiftir engu mál virist vera hvað trú er um að ræða Kristnir eða Múslimar.“

og

„Ef allir mundu sína umburðarlindi væri gott að vera til“

Þarna sannar hann gott kristilegt siðferði sitt.

Þetta:

„annað eg er ekki samála með að trúarbrög séu slæm ef fólk fer í öfgar fer altt til helvítis“

segir hann hins vegar bara af því að hann er svo mikill anarkisti.


Ágúst - 09/02/06 22:31 #

Í DV á laugardaginn er viðtal við Pálma Gestsson, einn af Spaugstofumönnum, í tilefni þess að herra Ólafur Skúlason biskup kærði þá fyrir guðlast árið 1997.

Þetta kom sérkennilega fyrir sjónir og sérstaklega í ljósi undangenginna atburða. Herra Ólafur hafði orðið fyrir áburði, verið ásakaður um ákveðin athæfi, og það hafði ekki farið framhjá Spaugstofunni sem skopaðist með efnið (eða þannig man ég atburðarásina). Enginn gerði neitt eða sagði fyrr en þetta kjörna tækifæri kom. Ég gat aldrei vitað hvað það var sem mönnum sveið mest, hvort það var djókið með frelsarann eða biskupinn, en ég hallaðist að því að það hafi verið djókið með biskupinn. Ef það er nú rétt ágiskun hjá mér, þá snerist þetta ekki um kristnina heldur um hefndina

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.