Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þjóðsagan um Einstein

Í morgunblaðinu síðasta sunnudag (29. jan) birtist hugvekja eftir Sigurð Ægisson (bls. 54). Hann endurskrifar þar frásögn sem hann fann á netinu, þar sem Einstein á að hafa tekið trúlausan háskólaprófessor í kennslustund.

Vandamálið er að þetta er þekkt þjóðsaga.

Reyndar skrifar Sigurður:

Ekki veit ég hvort þetta gerðist í raun. Hins vegar gæti þetta allt eins verið rétt, því söguhetjan varð þekkt í mannkynssögunni, ekki bara fyrir gáfur sínar í heimi vísindanna, þar sem afstæðiskenninguna ber hæst, nei, annað þótti ekki síður merkilegt í fari mannsins, auðvitað vegna stöðu hans og andlegs atgervis, og það var einmitt trúin á Guð, að tilveran án slíkrar alheimsvitundar væri gjörsamlega óhugsandi möguleiki.

Það er alveg ljóst að þetta gerðist ekki í raun, þannig að við getum útilokað þann möguleika. En er það rétt sem Sigurður heldur fram, að Einstein hafi verið trúaður?

Það er að sjálfsögðu lygi sem þú hefur lesið um trúarskoðun mína, lygi sem er reglulega endurtekin. Ég trúi ekki á persónulegan Gvuð og ég hef aldrei neitað þessu heldur sagt það skýrlega. Ef það er eitthvað í mér sem hægt er að kalla trúarlegt er það takmarkalaus aðdáðun á þeirri uppbyggingu heimsins sem vísindin hafa birt okkur. (Albert Einstein, 1954)

Sigurður er greinilega ekki fyrstur manna til að gera Einstein upp skoðanir.

Ég trúi á Gvuð Spinoza, sem birtist okkur í skipulagi alls þess sem er, ekki í Gvuð sem skiptir sér af örlögum og gjörðum mannanna.

Hér eru fleiri tilvitnanir í Einstein

Það er í besta falli skrumskæling á skoðunum Einstein að segja að "annað þótti ekki síður merkilegt í fari mannsins ... það var einmitt trúin á Guð, að tilveran án slíkrar alheimsvitundar væri gjörsamlega óhugsandi möguleiki". Ekki skil ég hvað veldur því að prestar Þjóðkirkjunnar láta svona frá sér. Hafa þeir enga sómakennd?

Matthías Ásgeirsson 31.01.2006
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Þórður Örn - 31/01/06 13:39 #

Það er óþolandi þegar fólk gleypir við svona lygasögum og dreifir þeim áfram.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.