Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Árás á persónu vegna ađstćđna

Rökvillan Árás á persónu vegna ađstćđna felst í ţví ađ í stađ ţess ađ svara rökum viđmćlandans eđa hrekja ţau, er gefiđ til kynna ađ viđmćlandinn hljóti ađ hafa rangt fyrir sér vegna ţess ađ hann hafi sérstaka hagsmuni af ţví ađ hafa rétt fyrir sér. Ţess vegna sé hann hlutdrćgur og orđum hans sé ekki trúandi.

  1. A fćrir fram stađhćfinguna X.
  2. B fullyrđir ađ A haldi X fram ađeins vegna ţess ađ A hafi hagsmuni af ađ halda X fram.
  3. Ţess vegna er X ósatt.

Dćmi um ţetta getur veriđ ađ háskólanemi hvetji fólk til ađ skrá sig úr Ţjóđkirkjunni og rökstyđji ţađ međ vísunum í orđ og ćđi biskups og presta hans. Formćlandi Ţjóđkirkjunnar mundi ţá gerast sekur um ţessa rökvillu ef hann héldi ţví fram ađ háskólanemanum gengi ţađ eitt til ađ Háskóli Íslands (skólinn hans) fengi sóknargjöld ţeirra sem mundu skrá sig utan trúfélaga.

Annađ dćmi er ţegar tóbaksfyrirtćki hafa haldiđ ţví fram ađ tóbaksneysla sé skađlaus. Ţeir sem halda fram skađsemi tóbaks gerast sekir um ţessa rökvillu ef ţeir svara fullyrđingum um skađleysi međ ţví ađ benda á hagsmuni tóbaksfyrirtćkjanna í stađ ţess ađ sýna fram á skađsemina.

Auđvitađ getur vel veriđ ađ lögfrćđingur tóbaksfyrirtćkisins hafi meiri áhuga á hagsmunum skjólstćđings síns heldur en sannleikanum um áhrif tóbaks á heilsu. Ţađ getur líka vel veriđ ađ háskólaneminn hafi meiri áhuga á ađ háskólasjóđur fái meiri peninga, frekar en ađ hann sé endilega ósammála ţví sem biskup og prestar segja eđa gera. Rökvillan liggur í ţví ađ gera viđmćlandann tortryggilegan vegna ađstćđna sinna í stađinn fyrir ađ svara rökum hans međ mótrökum.

Vésteinn Valgarđsson 18.01.2006
Flokkađ undir: ( Rökvillur )

Viđbrögđ

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.