Í Blaðinu í dag má lesa slúðurfrétt um Gwyneth Paltrow og eiginmann hennar Chris Martin í Coldplay. Þau segja að það sé reimt í húsinu þeirra og hafa beðið fólk úr höfuðstöðvum Kabalah að koma og særa hina illu anda út. Þetta fólk mun svo mæta á svæðið, blása í hrútshorn og fremja annað bjánalegt særingakukl. Sum okkar lifa greinilega enn á miðöldum.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.