Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gleðilegt ár!

Ritstjórn Vantrúar óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleði og hamingju á nýju ári. Bíddu, er þetta ekki töfraþula? Eða er þetta bara ósk? Af hverju orðar fólk óskir sínar upphátt með þessum hætti? Er það ekki vegna þess að hún er rótgróin sú trú að orðin hafi töframátt, að stýra megi öflugum andaverum til þess sem óskað er eftir, með því að segja það svona upphátt. Hver er munurinn á góða nótt og guð gefi þér góða nótt? Er þetta ekki sami hluturinn, munurinn sá einn að goðmagnið er ekki beinlínis nefnt á nafn í fyrra dæminu? Hugsið um það. En gleðilegt ár samt. það er víst til siðs að segja þetta.

Ritstjórn 01.01.2006
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Inga - 01/01/06 11:00 #

Kannski er ég ekki að skilja kaldhæðnina í þessu en mér finnst þú vera orðinn full ofstækisfullur ef maður má ekki lengur óska fólki gleðilegs árs eða bjóða góðan dag án þess að það sé vísun í trúarbrögð. Ég ætla ekki að hætta að nota orðin bless og blessaður vegna vísunar þeirra í trú, þetta er bara kurteisi og íslenska fyrir mér þrátt fyrir uppruna orðanna ;)


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 01/01/06 12:21 #

Ég sé samt fyrir mér að aðrar kveðjur verði notaðar í algjörlega lógísku samfélagi. Einhverjar sem ekki vísuðu í andstæðu rökvísi, trú. Eru kveðjur annars nauðsýnlegar? Meika þær eitthvað sens í sjálfu sér. Það að þú segir; Vegnist þér vel eða Vertu blessaður (af hverjum). Er þetta ekki bara tilgangslaus frasi sem maður notar ekki nema til þess að hjala eins og belja og láta vita af sér og ferðum sínum, til eða frá.

Hefur það yfir höfuð einhverja aðra praktíska/daglega merkingu annað en;

Ég hef ákveðið að fara (eða koma) og ég ætla að láta þig vita af því með frasa sem vísar í yfirnáttúruöfl til þess að bæta hag þinn því ég ætla ekki að gera það, heldur bara segja orðinn sem sem eru arfleið af gamalli heimsku og fáfræði um að orð ein um væntingar byggðar á óskhyggju verði uppfylltar af ósýnilegu ímynduðu ýfirnáttúruhyski. ?

Ég held að það væri flott ef að fólk heilsaðist ekki heldur kinkuðu bara kolli (eða einhverju álíka) og samþykktu tilveru hvors annars. Og flóknari væri það ekki.


Pétur Björgvin - 01/01/06 13:37 #

Um leið og ég óska öllum sem þetta lesa farsældar á nýju ári finnst mér gaman að skjóta orðinu ,,samkennd" eða ,,samhygð" hér inn. Og hvers vegna? Jú vegna þess að ég er félagsvera, hluti lífs míns snýst um fólkið í kringum mig.

Ég hef ekki áhuga á að vera ,,Palli einn í heiminum" og þess vegna sýni ég samkennd, samhygð eða samstöðu. Ég sýni að mér er ekki sama um fólk. Og hvers vegna? Jú vegna þess að ég er þess fullviss að við getum hjálpast að við að byggja upp sjálfsmyndir okkar, veitt hvort öðru stuðning, aukið sjálfstraust hvors annars.

Sjálfur fæ ég einstaka sinnum á tilfinninguna þegar einstaklingur óskar mér t.d. gleðilegs árs að viðkomandi orð séu innihaldslaus, þ.e. engin meining standi á bak orðanna. En það eru algerar undantekningar. Í langflestum tilfellum þykir mér vænt um að heyra slíkar óskir því að sá samhugur sem þar með er undirstrikaður treystir vinabönd.

Fyrir mér eru slíkar setningar engar töfraþulur en á bak við þær hlýtur að standa einhvers konar trú. Sá sem segir þessi orð hlýtur að trúa því að þær hafi þýðingu fyrir þann sem tekur á móti orðunum, rétt eins og á bak við orðin ,,ég elska þig" hlýtur að standa trú, þ.e. sú trú að verið sé að segja satt. En eigum við ekki að vera sammála um að slíkt þurfi ekki að tengjast trúarbrögðum?

Kveðja á nýarsdegi Djákninn á Glerá


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/01/06 15:02 #

Þarna þykir mér Pétur djákni hafa hitt naglann á höfuðið, samkennd er málið og að sjálfsögðu þarf þetta ekki að tengjast trúarbrögðum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/01/06 16:36 #

Inga, hvar kemur fram að greinarhöfundur vilji banna fólki að nota þessar kveðjur? Þetta er fyrst og fremst hugvekja, ætluð til að fólk velti aðeins fyrir sér uppruna frasa eins og þessara. Mér finnst það eiginlega vera algert ofstæki í þér að vera eitthvað að gera þeim sem þetta skrifaði upp eitthvert ofstæki. ;)


Dipsí - 01/01/06 17:55 #

Fyrst við erum að óska og kveðja og svona, þá vil ég óska Bernharði Guðmundssyni til lukku með fálkaorðuna sína sem hann fékk fyrir störf í þágu þjóðkirkjunnar og alþjóðlegs kirkjustarfs

Ekki nóg með að hægt sé að fá svona fína medalíu fyrir að mæta í vinnu, heldur að fá svona medalíu fyrir að mæta í vinnu við að gera ekki neitt... það er snilld.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/01/06 17:58 #

Sjáið þetta:

Megi þetta nýja ár verða ykkur til ómældrar gleði, brosa, hamingju og sælu.

Þetta er nú alveg hreinræktuð töfraþula, er það ekki?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 01/01/06 20:54 #

Ég tek undir með Pétri djákna um samkenndina. Manni líður vel af að vita að einhver vilji manni vel.


Örn - 02/01/06 21:02 #

Það er engan vegin verið að ganga nógu langt hérna. Í fyrsta lagi er nýárið eingöngu að byrja hjá þeim sem aðhyllast Gregoríska dagatalinu og því ætti í raun ekki að vera neitt nýtt ár hjá aðhangendum þessarar síðu.

Síðan hvenær gúdderuðu vantrúar menn eiginlega orð og tímatal páfans ? Ef það á að halda þessu fram og ráðast á kveðjur sem nota ekki einu sinni stóra g-orðið þá verða menn nú að gera sér grein fyrir því að tímatalið er fengið að láni frá æðsta strump stóra-G á jörðinni.

Er það ekki hjákátleg venja að halda uppá áramót byggt á rökum og tímasetningu páfans ? Ég bara spyr.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/01/06 04:22 #

Ef það á að halda þessu fram og ráðast á kveðjur...

Ráðast á? Ráðast á? Greinarhöfundur ímyndar sér að fólk upp til hópa hafi kannski aldrei velt fyrir sér uppruna þeirra kveðja sem það notar dags daglega og greinin gengur út á, og það meira að segja í léttum dúr, að fá það til að íhuga þetta. Þetta er hugvekja.

Hér er ekki nokkur maður að ráðast á neitt, en þetta er týpískt fyrir umræðuna hérna, þeim sem hér skrifa er taumlaust gert upp eitthvert ofstæki, fúllyndi og andfélagsleg hegðun. Nú er nóg komið að slíku, farið nú að lesa greinarnar hérna með rödd útvarpsþular af rás eitt, en ekki með Hitler í ræðustól hugskotsins, plís!


Örn - 03/01/06 12:01 #

Jæja, fyrst ég missti útúr mér eitthvað asnalegt orð í tilraun minni til að fá fólk til að hugsa um tímatalið þá virðist það hafa kæft alla mögulega umræðu.

Ég sem vildi bara fá fólk hérna til að hugsa um uppruna tímatals og hvaðan það er fengið. Ojæja, það er kannski of róttækt umræðuefni fyrir þessa síðu.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 03/01/06 12:15 #

Gregoríanska tímatalið er víst bara breyting á því júlíanska sem læknir frá Napólí stakk fyrst upp á, en það júlíanska var of langt.

Skil ekki hvers vegna við ættum ekki að notast við það gregoríanska.

When Julius Caesar introduced his calendar in 45 BC, he made 1 January the start of the year, and it was always the date on which the Solar Number and the Golden Number (see section 2.13.3) were incremented.

However, the church didn't like the wild parties that took place at the start of the new year, and in AD 567 the council of Tours declared that having the year start on 1 January was an ancient mistake that should be abolished.

Þetta vissi ég ekki. Tekið héðan.


Kalli - 03/01/06 17:55 #

Hvað, var klerkunum ekki boðið í góðu partíin?


Örn - 03/01/06 18:01 #

Ef það er ekki hægt að finna neitt að því að nota gregorískt tímatal er væntanlega ekki neitt að því heldur að nota fornar kveðjur eða hvað?

Ég var eitthvað að reyna að koma þeim skilaboðum til skila. Enda er ég mjög hlynntur því að vekja fólk til umhugsunar um hvaðan hlutir/hugtök og venjur í okkar daglega lífi eru upprunnir.

Það þarf annars snjallara fólk en mig til að rökræða um notagildi tímatalsins og hvort þörf sé á breytingum. En tillögur þess efnis hafa verið ófáar í gegnum tíðina og alveg frá 1952 hefur verið reynt að koma því inná borð hjá sameinuðu þjóðunum en slíkt hefur yfirleitt verið hunsað (hvort það sé útaf mótmælum kirkjuyfirvalda veit ég ekki en það tel ég líklegt).


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/01/06 23:46 #

Ef það er ekki hægt að finna neitt að því að nota gregorískt tímatal er væntanlega ekki neitt að því heldur að nota fornar kveðjur eða hvað?

Hver hefur verið að halda því fram að það sé eitthvað athugavert við það? Hættu að salla niður strámenn, það er búið að benda þér á þetta áður.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.