Vef-Mogginn skýrir frá því helsta sem páfinn lét sér um munn fara í jólaávarpi sínu. Verður ekki annað séð en það sé allt eintómt kjaftæði. Erum við að verða fórnarlömb eigin tæknilegrar getu? Og er Kristur eina svarið við því? Heyr á endemi!
Varið ykkur á svona kónum sem formæla upplýsingu og tækniframförum en boða á sama tíma afturhvarf í hindurvitni fortíðarinnar. Þótt sveipaðir séu þeir skrautlegum skikkjum berst rödd þeirra eftir sem áður úr musteri heimskunnar.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.