Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sjálfsblekkingu útvarpað

Á Moggavefnum er þessa fréttafyrirsögn að finna: „Kirkjan ómissandi hluti jólahátíðarinnar“. Það er naumast að kirkjunnar mönnum er í mun að sannfæra sjálfa sig og þjóðina um þetta, Mogginn alveg látinn slá þessu upp.

Fyrir kristna nöttara (sem eru ekkert svo agalega margir) er kirkjan kannski ómissandi, en fyrir okkur öll hin skiptir hún engu máli, enda erum við ekki að halda upp á kristsmessu.

Birgir Baldursson 25.12.2005
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 25/12/05 12:31 #

Takið eftir myndinni með fréttinni. Í myndatexta segir: "Fjöldi barna og foreldra mættu í Grafarvogskirkju í dag." en ég verð að segja eins og er, það virðist ekki mikill fjöldi á þessari mynd, ég tel sjö krakka og röðin er einföld - það eru engir fyrir aftan þetta fólk.

Eitthvað segir mér að afar lítið hlutfall krakka hafi farið í kirkju, en samt þráast áróðursmeistarar kirkjunnar við og boða lygina í þessum efnum sem öðrum.


Dipsí - 26/12/05 00:36 #

Sko... Fréttirnar í dag hljóðuðu upp á að fullt hefði verið út úr dyrum í kirkjum landsins. Orðalagið gefur til kynna gríðarlegan trúaráhuga.

Mesta kirkjusóknin var í Gravarvogsjirkju þar sem um 900 mann voru mættir í messu á aðfangadag. Aðfangadagur er oft á tíðum eini dagurinn sem flestir fara í messu svona fyrir utan giftingar, skírnir og jarðarfarir.

En í Grafarvogi búa eitthvað um 22.000 manns (sá þessa tölu einhversstaðar og hún gæti verið röng.

Það gefur okkur að á sjálfan aðfangadag, sem mundi teljast metdagur á hverju ári, sækja heil 4,1% grafarvogsbúa messu.

Sorrí... mér finnst það ekki neitt rosalegt og ef ástandið er svipað annarsstaðar, þá er langt í frá að hægt sé að réttlæta 4,6 milljarða króna peningasugu em þjónar tæplega 5% fólks í heila klukkustund á ári.


Einar Steinn - 27/12/05 16:38 #

Svo er nú líka spurning hvað Grafarvogskirkja rúmar margt fólk. Það veit ég ekki. Eins kann auðvitað að vera að einhverjir Grafarvogsbúar hafi sótt aðra kirkju.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/12/05 20:17 #

Það komust 900 manns í Grafarvogskirkju, skv. fréttum. Kirkjukórinn var látinn standa upp á endann og sumir létu sér nægja að tilla sér í gluggakistur.

Og hvað var þetta fólk að gera þarna, spyr ég? Jú, ná sér í jólastemninguna sem fylgir fallegum sálmasöng og orgelspili. Ég get mér þess til að fáir hafi ígrundað bablið í prestinum, heldur frekar látið væminn vælutóninn svæfa sig til leiðsluástands. Ef prestarnir væru uppteknir af því að fólk hlustaði á hvað þeir hefðu að segja myndu þeir ekki tala í þessum fyrirskipaða og svæfandi tóni.

Fjórir milljarðar er of hátt verð fyrir örlitla stemningu handa 5% þjóðarinnar einu sinni á ári.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.