Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Lærisveinarnir tólf

Þegar við lærum biblíusögurnar í skólanum eru lærisveinarnir tólf, hvorki færri né fleiri. Við lærum jafnvel nöfn þeirra vinsælustu. Fáa grunar en sumir eiga að vita að guðspjallaritararnir klúðruðu fjölda og nöfnum meintra lærisveina Krists. Slík slys vilja oft gerast þegar samdar eru lygasögur um sama efni sem ritaðar eru á ólíkum tíma af sitthvorum höfundinum. Lærisveinarnir eru ávallt kallaðir hinir tólf í Nýja testamentinu. Jafnvel áfram tólf eftir að Júdas fremur meint sjálfsmorð. Þeir eru reyndar fleiri hjá rétttrúnaðarkirkjunni en Páli Postula ásamt fleirum er þar bætt við. Því dýpra sem málið er skoðað því klúðurslegra verður það.

Guðspjöllin sem hafa fundist og eru utan biblíunnar, sem kristnum mönnum tókst ekki að eyða, bæta ekki ástandið (sjá Tómas og Pétur). Fyrir vikið höfum við fleiri lærisveina Krists en tólf sem eru samtals þrettán hjá Markúsi og Lúkasi. Tólf hjá Matteus, en færri hjá Jóhannesi. Til að bæta gráu ofan á svart breyttust nöfn sumra lærisveinanna eftir handritum. Gott dæmi er Taddues hjá Matteus en handritum þess guðspjall ber alls ekki saman um nafn hans. Flestir vita að guðspjöllin voru alls ekki rituð af lærisveinunum þó þau beri nöfn þeirra. Ekkert hefur fundist eftir meinta lærisveina ritað né hafa fundist heimildir um tilvist þeirra hjá fjölmörgum sagnariturum þess tíma. Engar fornleifar eða önnur merki benda til þess að þeir hafi lifað á þessari jörð frekar en aðrir tólf lærisveinar annarra upprisuguða. Hér fyrir neðan er listi yfir lærisveinanna tólf, þrettán eða átján:

Lærisveinar: Matteus Markús Lúkas Jóhannes Tómas Pétur
Andrés bróðir Péturs X X X X   X
Bartólómeus X X X      
Filippus X X X X    
Jakob Alfeusson X X X      
Jakob Sebedeusson X X X      
Jóhannes bróðir Jakobs X X X X    
Júdas Ískaríot X X X X    
Júdas Jakobsson     X X    
Júdas Tómas         X  
Leví Alfeusson   X X     X
María         X  
Matteus X X X   X  
Natanael       X    
Salomé         X  
Símon vandlætari X X X X    
Símon, kallaður Pétur X X X   X X
Taddeus (Lebbeus) X X        
Tómas X X X X    

Frelsarinn 22.12.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Árni Árnason - 22/12/05 13:04 #

Þetta er fróðleg lesning, eins og reyndar heilu bókaflokkarnir sem til eru um endalausar þversagnir kristninnar. Maður fer ósjálfrátt að hugsa, hvernig í ósköpunum má það vera að nærri tveir milljarðar jarðarbúa teljist a.m.k. að nafninu til trúa þessari þvælu. Það stendur ekki steinn yfir steini, engar heimildir eru órækar, ekkert stenst rökræna hugsun, misræmið og rökleysan margsinnis sýnd svart á hvítu, en samt lifir bábiljan góðu lífi. Er fólk almennt heimskt? ( einhver sagði "common sense is not so common at all") Sannleikurinn er sá að fólk er ekkert nema hefðin. Hvernig varð það hefð að trúa, eða a.m.k. viðurkenna þessa dómadagsþvælu?

Þar kemur að fyrri greinum frelsarans, hinum heilaga hryllingi. Tiltölulega fámennar valdaklíkur, páfar, kóngar og keisarar stofnuðu nefnilega valdastofnunina kirkju. Ég læt greinar Frelsarans um hinn heilaga hrylling um það að útlista fyrir ykkur hvernig þessar valdaklíkur fóru að því að gera kirkjuna að stórveldi. Það er nefnilega þannig að síðari kynslóðir þekkja bara hefðirnar, en ekki grimmdina, nauðungina og ömurleikann sem kom hefðunum á koppinn.

Það er ömurlegt til þess að vita að sæmilega upplýst nútíma fólk skuli láta teyma sig eins og sauðfé, krákustiga endalausra lyga, blekkinga og yfirhylminga, í skjóli fáfræði um fortíðina.

Þetta er ástand sem við getum ekki lagað með skrúfjárni. Við þurfum DÝNAMÍT.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 22/12/05 14:23 #

Hmm, 13 lærisveinar og 13 jólasveinar! Tilviljun?

Athyglisvert er að sjá tvær konur, Maríu og Salómé, meðal læri"sveina" hjá Tómasi - það er engin furða að hann hafi ekki fengið náð fyrir augum karlpungaveldis kirkjunnar, sem einn af guðspjallaforkólfunum.


mofi - 22/12/05 15:19 #

Við höfum takmarkaðar upplýsingar um afhverju frumkrikjan hafnaði t.d. Tómasar guðspjalli. Þegar ég segi frumkirkjuna þá á ég við frá 100-300 e.kr. en hún var aðeins það sem maður myndi kalla grasrótar hreyfing. Fólk sem aðeins hittist í heimahúsum þar sem í mörgum tilfellum það var ofsótt af rómarveldi ef það komst upp um að það var kristið. En það var t.d. í því allt önnur kenning um Krist en var í guðspjöllunum sem lærisveinarnir sjálfir skrifuðu og t.d. komment þar sem stóð að allar konu myndu breytast í karlmenn til að komast til himna.

Stóri gallinn við þessa grein hjá "frelsaranum" er að hann rökstyður ekki þessar fullyrðingar heldur fullyrðir bara út í loftið. Frekar pirrandi að sjá fólk hérna gleypa svona fullyrðingum án þess einu sinni að vilja sjá einhverjar sannanir fyrir þessu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/12/05 17:17 #

Hvaða fullyrðingar rökstyður Frelsarinn ekki, mofi? Þessi grein fjallar um ósamræmi í postulafjöldanum eftir því hvaða guðspjall er lesið. Þarna er meira að segja tafla sem sýnir svart á hvítu hvernig þetta skarast. Eru það engin rök?

Þú gætir að sjálfsögðu lagst í rannsóknir og talið þetta sjálfur og komið svo hér og bent á rangfærslur ef einhverjar eru. En það er hrikalega ódýrt að standa bara og gala um að það vanti rök, þegar þau eru svo augljóslega fram komin. Hvað áttu eiginlega við?


Árni Árnason - 22/12/05 17:25 #

Hvaða sannanir vantar, Mofi ?

Þarna er sagt að fleiri nöfn en tólf lærisveina komi fyrir í svokölluðum guðspjöllum, það er ekki umdeilt, mér vitanlega. Þarna er sagt að fleiri rit hafi verið fyrir hendi, en þau sem komust á endanum í biflíuna. Það er ekki umdeilt heldur. Þarna er sagt að lærisveinarnir hafi ekki skrifað guðsjöllin, og það býsna vel rökstutt.

Hvaða sannanir ert þú að tala um Mofi?


Árni Árnason - 22/12/05 17:29 #

Klausa Birgis hefur verið í pípunum þegar ég skrifaði mína, þannig að ég var ekki viljandi að kópíera hann.

Kveðja Árni


mofi - 22/12/05 17:34 #

Það var "frelsarinn" sem kom með fullyrðingar um að þetta væri svona, að fullyrði þetta er ekki hið sama og koma með rök og sannanir. Ég get alveg eins komið með lista yfir guðspjöllin þar sem ég tel alltaf aðeins tólf lærisveina, myndi það sanna jafn mikið og þið teljið "frelsarann" vera núna búinn að sanna?

Ég útskýrði afhverju t.d. Tómasarguðspjalli var hafnað. Veit ekki betur en enginn vissi af því fyrr en handrit af því uppgvötaðist fyrir ekki svo löngu. Af því er greinilegt að enginn tók þessu riti alvarlega enda er innihaldið í hrópandi mótsögn við skrif lærisveinanna.

Sannanirnar eru auðvitað einhver gögn sem sýna fram á að guðspjöllin telja mismarga lærisveina.

Síðan að guðspjöllin voru ekki skrifuð af þeim sem menn hafa alltaf fullyrt að hafi skrifað þau í núna tvö þúsund ár er fáránleg fullyrðing. Þarna er tvö þúsund ára hefð að baki um hver skrifaði hvert guðspjall svo ef einhver vill halda því fram að það er ekki rétt þá er það hans að sýna fram á það með gögnum að þessi fáránlega fullyrðing standist einhverja skoðun.


Ásgeir - 22/12/05 19:57 #

Já, en mofi, nöfn lærisveinanna skarast líka í viðurkenndu guðspjöllunum.


mofi - 22/12/05 20:19 #

Ásgeir, það vantar að koma með versin sem styðja fullyrðinguna. Öll guðspjöllin fullyrða sjálf að lærisveinarnir voru tólf að segja síðan að sömu guðspjöll skuli ekki geta talið þá rétt er eitthvað sem maður þarf þá að sýna fram á en ekki fullyrða út í loftið.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 22/12/05 20:38 #

Viltu versin mofi?

Matt 10:1-4 Mark 3:13-19 Lúk 6:12-16

Það er allt út um allt í Jóh. þannig að ég nenni ekki að týna það allt saman, nema þú viljir endilega sjá það.

Annars hefur frelsarinn gleymt að setja X við Símon Pétur í Jóhannesarguðspjalli, en hann er auðvitað nefndur þar.

Ég útskýrði afhverju t.d. Tómasarguðspjalli var hafnað.

Einmitt, þú sagðir:

En það var t.d. í því allt önnur kenning um Krist en var í guðspjöllunum [Mark, Matt, Lúk og Jóh -Hjalti]...

Ég held að flestir séu sammála þessu. Tómasarguðspjalli var hafnað vegna þess að það voru ekki "réttar" skoðanir í því.


mofi - 23/12/05 11:22 #

Hjalti, ég fór í gegnum Matteus og Markúsar guðspjall og þar var listinn alveg eins. Í Lúkasi virðist vera villa í íslensku þýðingunni varðandi Jakob en er rétt í King James. Eina nafnið þá sem virtist ekki passa var Taddeus og líklegast hét hann Júdas Taddeus eins og þessir halda fram: http://www.catholic.org/saints/saint.php?saint_id=127

Ég held að flestir séu sammála þessu. Tómasarguðspjalli var hafnað vegna þess að það voru ekki "réttar" skoðanir í því.

Þú ert að einfalda þetta yfir í eitthvað sem ég tel vera rangtúlkun. Það sem þarna hefur líklegast gerst er að einhver hefur búið viðkomandi handrit til en menn höfnuðu því af því að það var einfaldlega rangt. Það var líklegast skrifað töluvert seinna en hin guðspjöllin eða um 150 e.kr. og einu ritin sem voru samþykkt af frumkirkjunni og tekin í Nýja Testamentið voru þau sem póstularnir sjálfir skrifuðu.

Þú getur rétt ímyndað þér hvað myndi gerast ef þú ert með þekktann einstakling sem skrifar um atburði sem hann var vitni að og að hann gerði það samviskusamlega. Síðan hundrað árum seinna kemur einhver og byrjar að segja að hann viti betur hvað gerðist. Auðvitað tekur enginn mark á þessu viðkomandi handrit er ekki afritað í þúsundum eintaka því til hvers að eyða tíma í fjölfalda lygi? Þess vegna erum við með þúsundir eintaka af fornum handritum af Nýja Testamentinu en aðeins örfá af Tómasar guðspjalli.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 23/12/05 14:50 #

Í Lúkasi virðist vera villa í íslensku þýðingunni varðandi Jakob en er rétt í King James.

Gætirðu sagt nánar frá þessari "villu"? Nú er KJ byggð á mjög seinum miðaldarhandritum þannig að ég myndi frekar treysta nýjum útgáfum sem eru byggðar á fleiri handritum og fleiri.

Eina nafnið þá sem virtist ekki passa var Taddeus og líklegast hét hann Júdas Taddeus eins og þessir halda fram: http://www.catholic.org/saints/saint.php?saint_id=127

Hvers vegna er það "líklegt" að hann hafi heitið Júdas Taddeus? Eru kirkjunnar menn ekki bara að blanda saman nöfnum?

Það sem þarna hefur líklegast gerst er að einhver hefur búið viðkomandi handrit til en menn höfnuðu því af því að það var einfaldlega rangt.

Hvað áttu við með því að það hafi verið "rangt"?

Það var líklegast skrifað töluvert seinna en hin guðspjöllin eða um 150 e.kr....

Nú veit ég ekki hvenær það var skrifað en margir fræðimenn (td Crossan) telja það innihalda eldri hefðir heldur en guðspjöll NT.

...og einu ritin sem voru samþykkt af frumkirkjunni og tekin í Nýja Testamentið voru þau sem póstularnir sjálfir skrifuðu.

Nei, aðeins ofsatrúmenn trúa þessu.

Þess vegna erum við með þúsundir eintaka af fornum handritum af Nýja Testamentinu en aðeins örfá af Tómasar guðspjalli.

Við erum ekki með þúsundir eintaka af fornum handritum af NT, flest eru frá miðöldunum. Og ástæðan er auðvitað sú að guðspjöllin í NT voru opinber ritning rómversku kirkjunnar/ríkisins. Guðspjöllin í NT höfðu sem sagt her á bak við sig, Tómasarguðspjall ekki.


mofi - 23/12/05 15:20 #

Gætirðu sagt nánar frá þessari "villu"? Nú er KJ byggð á mjög seinum miðaldarhandritum þannig að ég myndi frekar treysta nýjum útgáfum sem eru byggðar á fleiri handritum og fleiri.

Best að skoða listann í heild sinni. Markús 1. Peter 2. James son of Zebedee 3. Andrew 4. John (Boanerges) 5. Philip 6. Bartholomew 7. Matthew 8. Thomas 9. James son of Alphaeus 10. Simon the Zealot 11. Thaddaeus 12. Judas Iscariot

Lúkas 1. Peter 2. James 3. Andrew 4. John 5. Philip 6. Bartholomew 7. Matthew 8. Thomas 9. James son of Alphaeus 10. Simon Zealot 11. Judas son of James ( Thaddeus ) 12. Judas Iscariot

Hreinlega búinn að gleyma hvað ég sá varðandi Jakob(James) Varðandi að því meiri tími sem líður frá atburðinum því áreiðanlegri verða handritin er eitthvað sem ég get ekki alveg verið sammála.

Hvers vegna er það "líklegt" að hann hafi heitið Júdas Taddeus? Eru kirkjunnar menn ekki bara að blanda saman nöfnum?

Það er líklegra að þarna er sami maðurinn sem hafi verið kallaður tveimur mismunandi nöfnum en að listinn er rangur. Kannastu ekki við það að einhver maður gangi undir tveimur nöfnum?

Hvað áttu við með því að það hafi verið "rangt"?

Hrópandi andstöðu í það sem þeir sögðu sem komu á undann honum og voru nær atburðunum. Síðan bull eins og með að konum verði breytt í karla til að þær komist til himna. Sem betur fer tók enginn þetta alvarlega. Himnaríki væri líka líkari helvíti ef það væri troðfullt af köllum :/

Nú veit ég ekki hvenær það var skrifað en margir fræðimenn (td Crossan) telja það innihalda eldri hefðir heldur en guðspjöll NT.

Ekki ólíklegt að uppruni hugmyndanna sem að mínu mati eru heiðnar komu úr heiðinni trú sem var til fyrir tíma Nýja Testamentisins.

Nei, aðeins ofsatrúmenn trúa þessu.

Kirkjufeðurnir sem skrifuðu milli 100-300 trúðu þessu og héldu þessu fram. Við höfum aðeins einhverja gaura þessa síðustu öld sem eru að halda einhverju öðru fram án þess að hafa neinar staðreyndir til að styðja mál sitt.

Við erum ekki með þúsundir eintaka af fornum handritum af NT, flest eru frá miðöldunum. Og ástæðan er auðvitað sú að guðspjöllin í NT voru opinber ritning rómversku kirkjunnar/ríkisins. Guðspjöllin í NT höfðu sem sagt her á bak við sig, Tómasarguðspjall ekki.

Ég held að ég fari rétt með það að eftir að það var hægt að fjölfalda Biblíuna í kringum 1440 að þá voru í kringum 24.000 handskrifuð handrit til. Síðan að þau sem eru frá 150-600 eru í kringum 5.000. Þetta er samt eitthvað sem menn eru ekki 100% sammála um en það sem stendur sem alveg 100% öruggt er að fjöldinn er miklu meiri en nokkuð annað fornt handrit.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 23/12/05 15:49 #

Mofi minn, Þú ert ofsatrúarmaður. Hvers vegna dettur þér ekki í hug að rökræða við þitt eigið vit í þessum málum. Af hverju var Tómasarguðspjall, Pétursguðspjall ásamt tugum annarra guðspjalla skrifuð? Bara upp grínið eða svindl. Nei, Mofi þetta er allt hluti af margbreytilegum kristindómi sem til var í upphafi hans. Það sem þú lest eru aðeins rit og skoðanir þeirra sem voru sigurvegararnir í því stríði. Ekki sigurvegarar í rökum eða visku heldur með blóðugum átökum og ofbeldi. Það sem þú ert að sjálfur að réttlæta og djöflast í er aðeins blóð þeirra sem var fórnað á altari Rómarkirkjunnar.


mofi - 23/12/05 16:50 #

Frelsarinn, rómarkirkja var ekki til fyrir 300 og þessi rit eru fyrir þann tíma. Við höfum engar heimildir fyrir því að frum kirkjan ofsótti einn eða neinn og því er engin ástæða fyrir því að halda slíku fram. Við höfum einnig rit kirkju feðranna þar sem þeir vitna í guðspjöllin og frá 100-300 þá myndast sá kjarni sem Nýja Testamentið er. Þau rit sem frumkirkjan hafnaði á þessum tíma hurfu síðan smá saman. Þessi rómarkirkja sem þú talar þarna um notar einmitt mörg þannig rit ( agrófílurnar - veit ekkert hvernig maður skrifar þetta ) í sinni Biblíu í dag enda styðja þessi rit hennar skoðanir.

Auðvitað voru hin og þessi rit búin til, til að búa til stuðning við margar þær skoðanir sem fólk hafði á þessum tíma. Þessi handrit aftur á móti náðu aldrei útbreiðslu enda voru ekki skrifuð af lærisveinum Krist eins og þau fjögur guðspjöll sem við höfum í dag. Rómarkirkjan síðan heldur ekkert fast í kenningar Biblíunnar, sem er akkurat það sem siðbótin snérist um. Ef þeir hefðu getað breytt Biblíunni þá hefði þeir gert það.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 23/12/05 16:59 #

Jæja, karlinn. Ég held að það sé engin ástæða til að halda þessum skoðanaskiptum áfram. Maður sem trúir því að guðspjöllin fjögur séu rituð af postulunum og að Rómarkirkjan hafi bara sungið messum á enga samleið með raunveruleikanum.


mofi - 23/12/05 17:50 #

Frelsarinn, jæja, gott að vita að þú ert búinn að gefast upp á að reyna að halda þessari steypu fram. Það er engin ástæða til að halda þessum skrifum áfram af því að þú hefur ekkert til að styðja mál þitt og þú hafðir einfaldlega rangt fyrir þér en ert of hrokafullur til að geta viðurkennt það.

Maður sem trúir því að guðspjöllin fjögur séu rituð af postulunum og að Rómarkirkjan hafi bara sungið messum á enga samleið með raunveruleikanum.

Að guðspjöllin voru skrifuð af póstulunum er eitthvað sem allir hafa haldið fram í tvö þúsund ár og síðan kemur þú með einhverja kjaftæðisfullyrðingu um eitthvað annað án þess að styðja svona með alvöru rökum og staðreyndum. Þarftu síðan alltaf að nota móðganir þegar þú hefur ekkert málefnalegt að segja?

Ég sagði síðan aldrei að Rómarkirkjan hefði aðeins sungið messum, um hvað ertu að tala? Er þetta svona vonlaust hjá þér að þú þarft að gera mér upp einhverjar skoðanir?


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 23/12/05 19:15 #

Að sjálfsögðu skilur þú ekki það sem ég meinti. Það er ekki hægt að ætlast til þess, en mofi minn, ég er búinn að gefast upp á trú þinni en ekki því sem ég hef ritað. Það stendur allt óhaggað. Ég skal spjalla við þig þegar þú sérð sólina.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 23/12/05 19:21 #

Varðandi að því meiri tími sem líður frá atburðinum því áreiðanlegri verða handritin er eitthvað sem ég get ekki alveg verið sammála.

Það sem ég sagði (eða ætlaði að segja) var einmitt öfugt. Því eldri handrit sem við höfum, því betra. Því fleiri, því betra. KJ er byggt á yngri handritum heldur en nýju útgáfurnar og því hljóta þær nýju að vera betri.

Það er líklegra að þarna er sami maðurinn sem hafi verið kallaður tveimur mismunandi nöfnum en að listinn er rangur.

Ég spyr aftur, hvers vegna er það líklegra?

Hrópandi andstöðu í það sem þeir sögðu sem komu á undann honum og voru nær atburðunum.

Sem sagt, var í andstöðu við þau guðspjall sem að Rómarkirkjan vildi nota. Þú veist ekki að þau guðspjöll voru nær.

Kirkjufeðurnir sem skrifuðu milli 100-300 trúðu þessu og héldu þessu fram. Við höfum aðeins einhverja gaura þessa síðustu öld sem eru að halda einhverju öðru fram án þess að hafa neinar staðreyndir til að styðja mál sitt.

mofi, það að þeir hafi haldið því fram eru ekki rök fyrir því að það sé rétt. Fyrsti til þess að nefna nöfn á guðspjöllin var Írenesus árið 180. Áður fyrr voru þau alltaf nafnlaus.

Síðan að þau sem eru frá 150-600 eru í kringum 5.000.

Ég held að talan sé ekki meiri en 400 (sbr þetta) Hvaðan fékkstu þessa tölu 5000?

Að guðspjöllin voru skrifuð af póstulunum er eitthvað sem allir hafa haldið fram í tvö þúsund ár og síðan kemur þú með einhverja kjaftæðisfullyrðingu um eitthvað annað án þess að styðja svona með alvöru rökum og staðreyndum.

mofi, það er bara ekkert sem bendir til þess að einhverjir lærisveinar séu höfundar guðspjallanna. Meira að segja vitum við að höfundur Lúkasarguðspjalls getur ekki hafa verið læknirinn Lúkas, enda er hann oft í mótsögn við bréf Páls.


mofi - 23/12/05 20:22 #

Að sjálfsögðu skilur þú ekki það sem ég meinti. Það er ekki hægt að ætlast til þess, en mofi minn, ég er búinn að gefast upp á trú þinni en ekki því sem ég hef ritað. Það stendur allt óhaggað. Ég skal spjalla við þig þegar þú sérð sólina.

Þú ert nú meiri brandarinn, þú hefur ekki stutt mál þitt með neinu nema móðgunum. Hvernig væri að sýna fram á þetta með því að leggja eitthvað annað fram en inntantóma fullyrðingu? Ég er búinn að sýna fram á að þau þrjú guðspjöll sem búið er að vitna í eru öll eins fyrir utan eitt nafn gæti hæglega þá verið sami maðurinn sem var kallaður mismunandi nöfnum eins og var algengt eins og sést vel í þessum listum. Þá á ég við dæmi eins og t.d. var Símon einnig kallaður Pétur.

Það sem ég sagði (eða ætlaði að segja) var einmitt öfugt. Því eldri handrit sem við höfum, því betra. Því fleiri, því betra. KJ er byggt á yngri handritum heldur en nýju útgáfurnar og því hljóta þær nýju að vera betri.

Þau handrit sem ég veit um sem eru með þeim elstu eru Alexandríu handritin en þau eru örfá og töluvert öðru vísi en hin þúsundin handritin sem allir hafa notað í mörg hundruð ár enda voru þau týnd í einhver 1500 ár. Ég að minnsta kosti myndi ekki treysta þeim betur, tel að þessum afritum var hafnað af því að þau voru of öðru vísi en viðurkenndu handrit þessa tíma.

Ég spyr aftur, hvers vegna er það líklegra?

Afþví að þá er ekki misræmi á milli listanna; enda algent að menn ganga undir nokkrum nöfnum eins og Simon var einnig kallaður Zelotes og John gékk einnig undir nafninu Boanerges.

mofi, það að þeir hafi haldið því fram eru ekki rök fyrir því að það sé rétt. Fyrsti til þess að nefna nöfn á guðspjöllin var Írenesus árið 180. Áður fyrr voru þau alltaf nafnlaus.

Þú hlýtur að átta þig á því að þarna er vitnisburður um eitthvað og til þess að geta haldið því fram að hann sé rangur þá þarftu einhver sönnunargögn. Að menn tvö þúsund árum seinni skuli halda að þeir viti betur en þeir sem voru þarna, á þessum stað og tíma er náttúrulega hámark hræsninnar.

Ég held að talan sé ekki meiri en 400 (sbr þetta) Hvaðan fékkstu þessa tölu 5000?

Margir nota töluna 5.000 svo hún virkar nokkuð staðfest, t.d. hérna Textus Receptus Einnig er þarna fjallað um mismunandi útgáfur og þess háttar.

mofi, það er bara ekkert sem bendir til þess að einhverjir lærisveinar séu höfundar guðspjallanna.

Ekki nema tvö þúsund ára hefð og vitnisburður þúsunda, hvað hefur þú sem bendir til þess að þeir séu það ekki?

Meira að segja vitum við að höfundur Lúkasarguðspjalls getur ekki hafa verið læknirinn Lúkas, enda er hann oft í mótsögn við bréf Páls.

Það er auðvelt að fullyrða svona en hver eru rökin fyrir þessu? Að það gat ekki verið Lúkas og hvar er hann í mótsögn við Pál?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 23/12/05 20:53 #

Þau handrit sem ég veit um sem eru með þeim elstu eru Alexandríu handritin en þau eru örfá og töluvert öðru vísi en hin þúsundin handritin sem allir hafa notað í mörg hundruð ár enda voru þau týnd í einhver 1500 ár. Ég að minnsta kosti myndi ekki treysta þeim betur, tel að þessum afritum var hafnað af því að þau voru of öðru vísi en viðurkenndu handrit þessa tíma.

Þá hlýturðu að vera sammála því að KJ sé óáreiðanleg, þar sem hún byggir ekki á Alexandríu-handritunum.

Afþví að þá er ekki misræmi á milli listanna;...

Og hvers vegna er það ólíklegra heldur en að þetta séu tvö nöfn á sama manninum?

Þú hlýtur að átta þig á því að þarna er vitnisburður um eitthvað og til þess að geta haldið því fram að hann sé rangur þá þarftu einhver sönnunargögn. Að menn tvö þúsund árum seinni skuli halda að þeir viti betur en þeir sem voru þarna, á þessum stað og tíma er náttúrulega hámark hræsninnar.

En Ireneus var einmitt ekki á staðnum og tímanum, þú heldur líklega að þau hafi öll verið samin fyrir 80, þannig að þetta kom fyrst fram 100 árum eftir atburðina! Þetta er ekki hræsni, við höfum betri aðferðir og meiri gögn heldur en Írenesus og getum rökstutt þær skoðanir sem við höfum.

Margir nota töluna 5.000 svo hún virkar nokkuð staðfest, t.d. hérna Textus Receptus Einnig er þarna fjallað um mismunandi útgáfur og þess háttar.

mofi, þú ættir að lesa þetta sem þú vísaðir á:

"For instance, over 5,000 Greek manuscripts of the New Testament exist today ranging from small fragments containing two or three verses to nearly entire Bibles. Their ages vary from the second to the sixteenth century;" [breyting á letri mín-Hjalti]

Þú þarft að bæta við næstum því heilu árþúsundi til þess að komast upp í 5000

Ekki nema tvö þúsund ára hefð og vitnisburður þúsunda, hvað hefur þú sem bendir til þess að þeir séu það ekki?

mofi, þetta eru tvær rökvillur. Það að margt fólk hafi trúað einhverju lengi gerir það ekki satt. Þú hefur mann sem segir 100 árum eftir að guðspjöllin voru rituð, eftir að þau voru búin að vera nafnlaus lengi, að þau voru rituð af þessum eða hinum.

Það er auðvelt að fullyrða svona en hver eru rökin fyrir þessu? Að það gat ekki verið Lúkas og hvar er hann í mótsögn við Pál?

Hérna eru nokkur dæmi.

Hérna er síðan góð og ítarleg grein um þetta málefni.


mofi - 24/12/05 13:07 #

Þá hlýturðu að vera sammála því að KJ sé óáreiðanleg, þar sem hún byggir ekki á Alexandríu-handritunum.

Nei, þegar þú hefur þúsundir handrita og síðan lýtur einhver gera tvö þrjú handrit sem eru töluvert öðru vísi en öll hin þá er nokkuð augljós að þetta er ekki góð handrit. Það sem ég tel hafa gerst er að einhver bjó til þessi Alexandríu handrit til að koma sinni skoðun í Biblíuna en þar sem þau voru öðru vísi en öll önnur handrit sem voru til þá hafnaði fólk þeim. Síðan eru ekki gerð fleiri útgáfur af þessum handritum en þau varðveitast og síðan finnum við þau á sirka síðustu hundrað árum. Það er ekki rökrétt að einhver örfá handrit sem enginn vildi gera fleiri eintök af, séu áreiðanlegri en öll hin þúsundin sem eru eins.

Þú þarft að bæta við næstum því heilu árþúsundi til þess að komast upp í 5000

Hverjar staðreyndirnar eru í þessu virðist vera ansi mikið á reiki sem er vægast sagt pirrandi. Ég sé aðalega eftir því að hafa ekki orðað þetta betur, að fjöldinn sé í kringum 5.000 þar sem þau elstu eru talin vera frá 150 e.kr. en þau eru fá en síðan fjöldar þeim eftir því sem tíminn líður. Langar að fá lista frá áreiðanlegum heimildum þar sem stendur hve mörg eintök eru frá hvaða tímabili, það væri eitthvað sem myndi varpa almennilegu ljósi á þetta.

mofi, þetta eru tvær rökvillur. Það að margt fólk hafi trúað einhverju lengi gerir það ekki satt. Þú hefur mann sem segir 100 árum eftir að guðspjöllin voru rituð, eftir að þau voru búin að vera nafnlaus lengi, að þau voru rituð af þessum eða hinum.

Hjalti, það að við höfum vitnisburð marga sem voru uppi miklu nær þessum atburðum en við erum, gerir það eins satt og við getum komist nálægt einhverjum sannleika. Það eru einfaldlega heimildir og maður þarf að hafa eitthvað í höndunum til að hrekja þannig vitnisburð. Síðan ertu að gefa þér það að enginn hafi vitað hver skrifaði handritin frá upphafi en mörgum árum seinni hafi einhver skáldað upp nöfn á þau; þú vonandi sérð að þarna ertu aðeins að búa til staðreyndir en gefur engar heimildir fyrir slíkri staðhæfingu.

Hérna eru nokkur dæmi.

Þetta er allt of mikið til að svara öllu hér, sérstaklega á Aðfangadag. Það litla sem ég las benti til þess að viðkomandi var að reyna að finan eitthvað að og gat það með lélegum skilningi á efninu. Endilega komdu með besta dæmið úr þessari grein og við getum athugað hvort það standist.


mofi - 24/12/05 13:38 #

Mig langaði að svara einu sem ég hélt að hefði komið fram hérna en er ekki að finna. Sem er að það hefði ekki nema verið von að kaþólska kirkjan faldi Biblíuna fyrir almúganum. Ástæðan fyrir því að kaþólska kirkjan gerði það var sú að þá hefði hún misst tók sín á þjóðfélaginum. Ef Biblían hefði verið aðgengileg venjulegu fólki þá hefði þeirra leið til að stjórna því úr sögunni. Þeirra vald kom frá því að kenna að þeir höfðu einkarétt á því að fyrirgefa syndir og bjarga fólki úr helvíti. Það var akkurat þetta atriði sem Lúther aðalega mótmælti og kaþólska kirkjan tók þeim mótmælum sem alvarlegri ógn því að þeirra peningar komu frá því að selja fyrirgefningu. Einnig höfðu þeir tangarhald á kongum landanna í kringum þá þar sem þeir gátu hótað þeim að reka þá úr kirkjunni og dæma þá þannig til helvítis.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 25/12/05 01:27 #

mofi, hvers vegna er ólíklegra að þetta séu tvö nöfn á sama manninum frekar en misræmi?

Nei, þegar þú hefur þúsundir handrita og síðan lýtur einhver gera tvö þrjú handrit sem eru töluvert öðru vísi en öll hin þá er nokkuð augljós að þetta er ekki góð handrit.

mofi, KJ er ekki byggt á "þúsundum handrita". KJ notast við Textus Receptus sem er komið frá Erasmusi frá Rotterdam. Hann hafði 6 handrit, það elsta frá elleftu öld. Sums staðar hafði hann engan grískan texta og þurfti að þýða úr Vúlgötunni (latnesk þýðing).

Það sem ég tel hafa gerst er að einhver bjó til þessi Alexandríu handrit til að koma sinni skoðun í Biblíuna en þar sem þau voru öðru vísi en öll önnur handrit sem voru til þá hafnaði fólk þeim. Síðan eru ekki gerð fleiri útgáfur af þessum handritum en þau varðveitast og síðan finnum við þau á sirka síðustu hundrað árum. Það er ekki rökrétt að einhver örfá handrit sem enginn vildi gera fleiri eintök af, séu áreiðanlegri en öll hin þúsundin sem eru eins.

mofi, þessar hugmyndir þínar eru rangar. Þú ert sem sagt að halda því fram að kaþólska kirkjan, kirkjan sem þú heldur að sé dýrið hafi látið upprunasjónarmið ráða því hvernig staðlaða gerð NT ætti að vera? Þú hefur þá lítið kynnt þér sögu kirkjunnar ef þú trúir þessu.

Hjalti, það að við höfum vitnisburð marga sem voru uppi miklu nær þessum atburðum en við erum, gerir það eins satt og við getum komist nálægt einhverjum sannleika. Það eru einfaldlega heimildir og maður þarf að hafa eitthvað í höndunum til að hrekja þannig vitnisburð.

mofi, Íreneus var að skrifa hundruð árum eftir að þessi nafnlausi rit voru skrifuð. Hvernig átti hann að geta vitað það? Það sem þú þarft er rök fyrir því hvers vegna við ættum að taka vitnisburð Íreneusar gildan.

Síðan ertu að gefa þér það að enginn hafi vitað hver skrifaði handritin frá upphafi en mörgum árum seinni hafi einhver skáldað upp nöfn á þau; þú vonandi sérð að þarna ertu aðeins að búa til staðreyndir en gefur engar heimildir fyrir slíkri staðhæfingu.

mofi, við bara vitum ekki til þess að fólk hafi vitað hver skrifaði þetta. En hins vegar vitum við að guðspjöllin voru ekki nefnd þegar vitnað var í þau (sjá greina sem ég vísaði í). Hvað segir það okkur?

Þetta er allt of mikið til að svara öllu hér, sérstaklega á Aðfangadag. Það litla sem ég las benti til þess að viðkomandi var að reyna að finan eitthvað að og gat það með lélegum skilningi á efninu. Endilega komdu með besta dæmið úr þessari grein og við getum athugað hvort það standist.

Kíkjum til dæmis á hvenær Páll fór til Jerúsalem. ("Timing of Paul's First Visit to Jerusalem as a Christian" í greininni). Í Gal 1:16-19 segist hann ekki hafa farið fyrr en eftir þrjú ár. Þetta er í mótsögn við söguna í 9 kafla postulasögunnar.


mofi - 28/12/05 13:00 #

mofi, hvers vegna er ólíklegra að þetta séu tvö nöfn á sama manninum frekar en misræmi?

Það er að mínu mati eðlilegt að fornhandrit sem eru miklu nær viðkomandi atburðum og staðreyndum njóti vafans í svona málum og hérna er einföld leið til að þarna er ekki villa.

mofi, KJ er ekki byggt á "þúsundum handrita". KJ notast við Textus Receptus sem er komið frá Erasmusi frá Rotterdam. Hann hafði 6 handrit, það elsta frá elleftu öld. Sums staðar hafði hann engan grískan texta og þurfti að þýða úr Vúlgötunni (latnesk þýðing).

Hann notaði að ég best veit handrit úr þessari "fjölskyldu" hópi handrita sem við höfum. Og þá er það málið að nota þau sem eru miklu fleiri en að nota þau sem við höfum aðeins örfá handrit af.

mofi, þessar hugmyndir þínar eru rangar. Þú ert sem sagt að halda því fram að kaþólska kirkjan, kirkjan sem þú heldur að sé dýrið hafi látið upprunasjónarmið ráða því hvernig staðlaða gerð NT ætti að vera? Þú hefur þá lítið kynnt þér sögu kirkjunnar ef þú trúir þessu.

Ég held að hún hafi ráðið litlu yfir þessu og að staðan hafi verið nokkvurn vegin svona þegar kaþólska kirkjan er að myndast. Þá er ég að hugsa um tímabilið 350-400 e.kr.

mofi, Íreneus var að skrifa hundruð árum eftir að þessi nafnlausi rit voru skrifuð. Hvernig átti hann að geta vitað það? Það sem þú þarft er rök fyrir því hvers vegna við ættum að taka vitnisburð Íreneusar gildan

Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. Öll þessi handrit voru virt og náðu mikilli útbreiðslu tiltulega fljótt, eina leiðin til að það gæti gerst er að fólk almennt vissi hver skrifaði þessi rit. Það er líka hreinlega óhugsandi að einn maður, Íreneus, gæti hafið blekkt alla í kringum sig þegar hann setur nöfn á þessi handrit. Ef það eru einhverjir aðrir höfundar að þessum verkum, afhverju höfum við ekki neina heimldir um slíkt? Þú getur valið að trúa því að póstularnir sjálfir skrifuðu ekki þessi rit en þú gerir það ekki vegna staðreyndanna og heimildanna heldur vegna einhvers annars.

mofi, við bara vitum ekki til þess að fólk hafi vitað hver skrifaði þetta. En hins vegar vitum við að guðspjöllin voru ekki nefnd þegar vitnað var í þau (sjá greina sem ég vísaði í). Hvað segir það okkur?

Því meiri tími sem líður frá ritun þessara handrita því erfiðara er að vita. Í byrjun hlýtur það að vera alveg öruggt og síðan gæti sú þekking dofnað en í þessu tilviki eru þetta aðeins um hundrað ár sem er mjög lítið. Einnig ef þú ætlaðir að nota þessa sömu aðferð á önnur forn handrit þá myndum við ansi oft vita lítið sem ekkert um hver skrifaði og hvort það sem viðkomandi skrifaði um var rétt eða ekki.

Kíkjum til dæmis á hvenær Páll fór til Jerúsalem. ("Timing of Paul's First Visit to Jerusalem as a Christian" í greininni). Í Gal 1:16-19 segist hann ekki hafa farið fyrr en eftir þrjú ár. Þetta er í mótsögn við söguna í 9 kafla postulasögunnar.

Afhverju er þetta í mótsögn við 9. kafla postulasögunnar?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 31/12/05 17:02 #

Það er að mínu mati eðlilegt að fornhandrit sem eru miklu nær viðkomandi atburðum og staðreyndum njóti vafans í svona málum og hérna er einföld leið til að þarna er ekki villa.

mofi, þú ert að vísa til KJV, sem byggir á nokkrum handritum frá 12. öld, ekki einhverjum handritum sem eru "miklu nær viðkomandi atburðum". En hvar í KJV er sagt að Taddeus og Júdas séu sami maðurinn og hvers vegna er líklegra að sami maðurinn hafi haft tvö nöfn en að þarna séu bara tveir mismunandi menn?

Hann notaði að ég best veit handrit úr þessari "fjölskyldu" hópi handrita sem við höfum. Og þá er það málið að nota þau sem eru miklu fleiri en að nota þau sem við höfum aðeins örfá handrit af.

Hann það eru gæði, ekki fjöldi sem skiptir máli. Það að við skulum hafa helling af gerð A þúsund árum eftir atburðinn segir okkur lítið um gæði þess texta.

Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. Öll þessi handrit voru virt og náðu mikilli útbreiðslu tiltulega fljótt, eina leiðin til að það gæti gerst er að fólk almennt vissi hver skrifaði þessi rit.

Nei. Hvers vegna segirðu það? Hvers vegna gæti bók ekki verið virt og náð mikilli útbreiðslu án þess að fólk vissi almennt hver skrifaði þau?

Það er líka hreinlega óhugsandi að einn maður, Íreneus, gæti hafið blekkt alla í kringum sig þegar hann setur nöfn á þessi handrit.

Var hann að blekkja einhvern?

Ef það eru einhverjir aðrir höfundar að þessum verkum, afhverju höfum við ekki neina heimldir um slíkt?

Af því það var ekki vitað hver skrifaði þetta.

Þú getur valið að trúa því að póstularnir sjálfir skrifuðu ekki þessi rit en þú gerir það ekki vegna staðreyndanna og heimildanna heldur vegna einhvers annars.

Nei, ég (og reyndar fræðimenn) trúi því einmitt vegna staðreyndanna og heimildanna.

Því meiri tími sem líður frá ritun þessara handrita því erfiðara er að vita. Í byrjun hlýtur það að vera alveg öruggt og síðan gæti sú þekking dofnað en í þessu tilviki eru þetta aðeins um hundrað ár sem er mjög lítið.

Hvers vegna hedlurðu að það hafi verið alveg öruggt í byrjun? Það var ekkert nafn á ritinu. Hvernig væri hægt að komast að því hver skrifaði nafnlaust rit fyrir hundrað árum?

Einnig ef þú ætlaðir að nota þessa sömu aðferð á önnur forn handrit þá myndum við ansi oft vita lítið sem ekkert um hver skrifaði og hvort það sem viðkomandi skrifaði um var rétt eða ekki.

Við notum sömu aðferð á önnur forn handrit.

Afhverju er þetta í mótsögn við 9. kafla postulasögunnar?

Ég mæli með því að þú lesir kaflann. Í honum líða ekki þrjú ár þangað til hann fer til Jerúsalem.


mofi - 09/01/06 17:12 #

mofi, þú ert að vísa til KJV, sem byggir á nokkrum handritum frá 12. öld, ekki einhverjum handritum sem eru "miklu nær viðkomandi atburðum". En hvar í KJV er sagt að Taddeus og Júdas séu sami maðurinn og hvers vegna er líklegra að sami maðurinn hafi haft tvö nöfn en að þarna séu bara tveir mismunandi menn?

Afþví að þá er ekki mótsögn, menn auðvitað velja og hafna svona útskýringum en þetta er engann veginn langsótt útskýring. Mjög rökrétt sérstaklega þegar maður tekur eftir því að margir í listanum ganga undir mörgum nöfnum.

Hann það eru gæði, ekki fjöldi sem skiptir máli. Það að við skulum hafa helling af gerð A þúsund árum eftir atburðinn segir okkur lítið um gæði þess texta.

Það fer eftir gæði handritanna, aldur, tímalengd frá því að upprunalega handritið var skrifað og hve gamallt elsta handritið er. Síðan skiptir auðvitað fjöldi handrita máli, ef þú átt t.d. aðeins eitt þá gæti það verið leikandi einstaklega lélegt afrit en þú getur ekki borið það saman við neitt.

Af því það var ekki vitað hver skrifaði þetta.

Það segir sig sjálft að því nær sem við erum frá því að handritið var skrifað þá er líklegra að við vitum hver skrifaði það. Þarna höfum við að mörg þeirra segja hver skrifaði þau og þeir sem voru uppi á þessum tíma bera vitni um það og enginn mótmælir. Allt segir að Nýja Testamentið var skrifað af þeim sem alltaf hefur verið haldið fram að skrifuðu það og eina sem segir að það voru ekki þeir eru þeir sem velja að vilja ekki trúa því en hafa engar alvöru staðreyndir til að styðja þá trú.

Nei, ég (og reyndar fræðimenn) trúi því einmitt vegna staðreyndanna og heimildanna.

Það er svakalega auðvelt að segja að fræðimenn segja hitt og þetta, ég get alveg leikið þann leik. Það sem er erfiðara er að styðja mál sitt sjálfur með staðreyndum og rökum.

Hvers vegna hedlurðu að það hafi verið alveg öruggt í byrjun? Það var ekkert nafn á ritinu. Hvernig væri hægt að komast að því hver skrifaði nafnlaust rit fyrir hundrað árum?

Af því að allir vissu það og höfðu vitað það. Þú treystir án efa mörgum heimildum um fortíðina þó að viðkomandi hafi verið að skrifa samkvæmt munnheimildum um atburði sem gerðust löngu fyrir hans tíma en síðan hérna þegar þú ert með vitnisburð þeirra sem voru margfallt nær þessum atburðum en þú þá ákveður þú að hafna því. Þú gerir það aðeins vegna þess að þú vilt það.

Við notum sömu aðferð á önnur forn handrit.

Þá er ég hræddur að samkvæmt þínum standard þá vitum við lítið sem ekkert um fortíðina. Skoðaðu þennan lista hér af fornum handritum og endilega segðu mér hvort þú trúir einhverju sem stendur í þeim handritum sem er verið að bera saman við handrit Biblíunnar.

Is Our Copy of the Bible a Reliable Copy of the Original?

Ég mæli með því að þú lesir kaflann. Í honum líða ekki þrjú ár þangað til hann fer til Jerúsalem.

Þótt einhver taki ekki fram hve langur tími líður og einhver annar tekur fram hve langur tími þá er það ekki mótsögn. Ef þú segir að þú fórst til Akureyrar og tveim dögum seinna fórstu til Eigilsstaða og annar segir að þú hafir farið til Akureyrar og síðan til Eigilsstaða þá er ekki um mótsögn að ræða.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 10/01/06 16:33 #

Afþví að þá er ekki mótsögn, menn auðvitað velja og hafna svona útskýringum en þetta er engann veginn langsótt útskýring. Mjög rökrétt sérstaklega þegar maður tekur eftir því að margir í listanum ganga undir mörgum nöfnum.

mofi, prófum enn einu sinni: hvers vegna er líklegra að þetta séu tvö nöfn á sama manninum frekar en sitt hvor maðurinn? Ef svarið er "af því að þá er ekki mótsögn" þá spyr ég: hvers vegna er líklegra að það sé ekki mótsögn?

Það segir sig sjálft að því nær sem við erum frá því að handritið var skrifað þá er líklegra að við vitum hver skrifaði það. Þarna höfum við að mörg þeirra segja hver skrifaði þau og þeir sem voru uppi á þessum tíma bera vitni um það og enginn mótmælir. Allt segir að Nýja Testamentið var skrifað af þeim sem alltaf hefur verið haldið fram að skrifuðu það og eina sem segir að það voru ekki þeir eru þeir sem velja að vilja ekki trúa því en hafa engar alvöru staðreyndir til að styðja þá trú.

mofi, eina sem þú hefur er ágiskanir manns sem var uppi árið 180. Það er allt og sumt. Og við vitum að guðspjöllin voru áður fyrr nafnlaus.

Það er svakalega auðvelt að segja að fræðimenn segja hitt og þetta, ég get alveg leikið þann leik. Það sem er erfiðara er að styðja mál sitt sjálfur með staðreyndum og rökum.

Ég held ekki. Ég held að það sé afar erfitt að finna fræðimenn sem halda að Markús hafi skrrifað Markúsarguðspjall og svo framvegis...nema þá að þeir séu bókstafstrúmenn.

Af því að allir vissu það og höfðu vitað það. Þú treystir án efa mörgum heimildum um fortíðina þó að viðkomandi hafi verið að skrifa samkvæmt munnheimildum um atburði sem gerðust löngu fyrir hans tíma en síðan hérna þegar þú ert með vitnisburð þeirra sem voru margfallt nær þessum atburðum en þú þá ákveður þú að hafna því. Þú gerir það aðeins vegna þess að þú vilt það.

Nei. Menn höfðu einmitt ekki vitað það. Í þeim skrifum sem eru á undan Írenesusi (180) er aldrei talað um guðspjöllin eftir einhvern, heldur er vitnað í þau án nafns. Sem segir okkur að þau voru nafnlaus.

Þá er ég hræddur að samkvæmt þínum standard þá vitum við lítið sem ekkert um fortíðina. Skoðaðu þennan lista hér af fornum handritum og endilega segðu mér hvort þú trúir einhverju sem stendur í þeim handritum sem er verið að bera saman við handrit Biblíunnar.

Já, ég trúi alveg helling í hinum ritunum. En taktu eftir þessu: fjöldi handrita segir okkur ekki hversu satt innihald þeirra er.

Þótt einhver taki ekki fram hve langur tími líður og einhver annar tekur fram hve langur tími þá er það ekki mótsögn. Ef þú segir að þú fórst til Akureyrar og tveim dögum seinna fórstu til Eigilsstaða og annar segir að þú hafir farið til Akureyrar og síðan til Eigilsstaða þá er ekki um mótsögn að ræða.

Jájá, viss um að þú sérð enga mótsögn vegna trúar þinnar á óskeikulleika, en það er engin leið að troða 3 árum inn í 9. kafla postulasögunnar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.