Áður en lengra er haldið ætla ég að setja fram þessa eigin frumortu skilgreiningu á trúmanni:
Trúmaður: Sá sem leggur trúnað á fullyrðingar annarra um tilvist ósýnilegra vera.
Það er nefnilega þannig sem við lærum að trúa. Guðstrú manna er fyrst og fremst afrakstur trúgirni þeirra.
Tilgáta Richard Dawkins um þróunarfræðilegt mikilvægi trúgirni barna hefur oft verið rædd hér á þessu vefriti. Hann lýsir guðstrúnni sem eins konar hugarvírus sem smitast milli mannsheila þar sem allar vírusvarnir vantar. Börn reiða sig nefnilega á að fullorðnir viti hvað þeir eru að tala um og leggja því við hlustir jafnvel þótt fáránlegustu órum sé varpað fram..
Og guðstrúin er auðvitað ekkert annað en fáránlegir órar. Það getur hver sá sem ekki er ánetjaður henni séð. En hvaðan koma þessir órar til að byrja með? Skoðum það aðeins nánar:
Karl biskup trúir á tilvist engla, segist jafnvel verða var við þá. Við vitum sem er að slíkar upplifanir manna af ósýnilegum verum eru partur af sjúkdómseinkennum geðklofa. Er þá biskupinn geðveikur?
Tæplega. Ég held hann skynji ekki þessa engla sína í alvöru. Honum þykir sennilega bara fínt að segjast skynja þá.
Og hugmyndirnar sem hann gengur með í kollinum má að öllum líkindum rekja til heilabús í sjúklegu ástandi, jafnvel þótt um langan veg verði að fara. Þarna spila væntanlega saman hin innbyggða trúgirni okkar og órar hinna sjúku. Í stað þess að þekkja sjúkdómseinkennin og bregðast við þeim á þann hátt sem nútíminn leyfir, báru menn gjarna lotningu fyrir óráðshjallinu til forna, fannst það merkilegt að aðrir sæju verur þar sem engar voru sjáanlegar. Og þetta skyggna fólk tók jafnvel við tilmælum frá þessum „andaverum“ og skráðu á bækur. Slíkur texti varð auðvitað um leið stórmerkilegur og heilagur. Það þorði enda enginn að gefa skít í skráð orð voldugra andavera. Slíkur er máttur trúgirninnar.
Biblían, Kóranin og öll þessi spámannarit veraldar, ég fullyrði að þetta sé að megninu til birtingarmynd sjúklegrar heilastarfsemi. Og því miður eru hinir trúgjörnu svo ginnkeyptir fyrir öllu svona að þeir halda þessu á lofti, þótt þeirra eigin geðheilsa sé annars í fínu lagi. Þetta þurfum við svo að burðast með í farteskinu enn í dag, sjúklega óra úr munni meintra goðmagna og aðkeypta mannfyrirlitningu forneskjunnar í krafti þess að þetta er allt svo ofsalega heilagt eitthvað.
Jesaja, Esekíel, Páll postuli, Múhameð ... fárveikt fólk.
Bara ef hinum trúgjörnu tækist að sjá þetta fyrir það sem það er ...
Eða hvað með nafnið: Sjúklegar Eftirhermur eða Eftirhermur Sjúkra.
Rétt Vésteinn, ég breyti skilgreiningunni:
Trúmaður: Sá sem leggur trúnað á fullyrðingar annarra um tilvist ósannanlegra fyrirbæra.
Það eru fleiri en biskup sem þjást af ofskynjunum:
"Englar eru andar en hafa sínar takmarkanir engu að síður. Þeir eru bundnir við "stað" og tækifæri en líklega ekki stund þó menn skynji návist þeirra stundlega og þeir taka þá jafnan á sig form, oftast líkamlegt." Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur.
Elsku kallinn minn. Sjúkleg heilastarfsemi? Eru þau tákn og myndir, sem undirvitund mannkynsins framleiðir, sjúklegar? Þá væri allt við hugsunina sjúklegt. Þú meinar audda, að allir séu sjúkir nema þið trúllarnir. Að auki snúast fjarri því öll trúarbrögð um verur, sýnilegar eða ósýnilegar.
Já, góð tilraun hjá þér Birgir og skemmtilega lík tilraun Páls postula:
Hebreabréfið 11:1 "Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá".
Hvenær byrjuðu menn á þessari iðju, er kannski ekki alveg vitað, en eftirfarandi orð úr Galatabréfinu benda til þess að menn hafi losnað undan einhverju ægivaldi með því að grípa til trúarinnar. Lög Hammúrabís í Mesópótamíu voru all harkaleg í framkvæmd að því er manni sýnist og getur verið að svipuð lög hafi gilt í nágrenni við Hebrea sem flýðu úr lögsagnarumdæmi Persa og svo aftur Egypta fyrir nokkrum þúsundum ára. Í dag tíðkast það mjög að menn losa sig undan ægivaldi Bakkusar og fíkniefna með því að halda í trúna. Þeir menn eru trúmenn í mínum huga. Af tvennu illu, þá er trúin skárri. Aðrir sem nota trúna til að stjórna fólki gengur það eitt gott til að forða fólki frá rangri breytni og vondum verkum. Sú viðleitni fer hins vegar oft út í öfgar. Þær öfgar pirra okkur trúleysingjana.
Galatabréfið 3:23 "Áður en trúin kom, vorum vér í gæslu lögmálsins innilokaðir, þangað til trúin, sem í vændum var, opinberaðist".
Galatabréfið 3:25 "En nú, eftir að trúin er komin, erum vér ekki lengur undir tyftara".
Í forvitni; Gilgames, hefurðu lesið skáldsöguna Snow Crash eftir Neal Stephenson? Það sem þú setur fram þarna minnir ansi á ýmislegt í þeirri ágætu bók.
Nei, Kalli, ég hef ekki lesið þá bók, en til viðbótar þessum vangaveltum gæti ég trúað að það finnist fleiri trúmenn í gömlu Sovíetríkjunum, þar sem trúboð var bannað í tugi ára, heldur en í Vestur-Evrópu, þar sem Kommúnisminn var fordæmdur en trúarsiðir vaðandi yfir öllu mannlífi og talin mikil dyggð að smygla Nýja Testamentinu austur fyrir járntjald í álíka óviðráðanlegum mæli og fíkniefnum er nú smyglað til Vestur-Evrópulanda.
Þetta er einkar óþroskuð síða og er maður í menntaskólanum á akuryeri sem færir rosalegt yfirdrull yfir kristna menn!
Ég verð að játa að ég skil ekki alveg síðustu athugasemd. Ekki kannast ég við að vefsíður geti verið óþroskaðar, en hugsanlegt er að fólk sem skrifar á síður skorti þroska - um það skal ég ekki dæma í þessu tilviki. Mér finnst Vantrúarsinnar upp til hópa afar þroskað fólk (enda líka vafalaust svo gamlar sálir :-P )
Ekki veit ég mikið um þetta rosalega yfirdrull sem kristnir menn verða fyrir í MA. Hafa þeir ekki gott af því að fá örlitla krítík?
Hvað er málið?!?! Fólk sem vill leita svara í trúnni gerir það bara og þið trúleysingjar þurfið ekki að skipta ykkur af því. Ég er líka í MA og já..það má kalla þetta yfirdrull. Ég veit allveg um þónokkrar manneskjur sem þetta fór fyrir brjóstið hér í skólanum.
Þetta er áhugavert. Nákvæmlega hvað fór svona fyrir brjóstið á þessum manneskjum?
Ætli jólasveinninn hafi ekki sett vantrúarbol í skóinn hjá þessum greyjum :)
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 07/12/05 10:23 #
Skilgreiningin í upphafi greinarinnar er aðeins og sértæk fyrir minn smekk. Að mínum skilningi mundi fólk líka flokkast undir trúmenn ef það trúir staðhæfingum um ósýnileg öfl eða fyrirbæri á borð við karma, qi eða ámóta dót -- að ógleymdum þeim sem trúa á fyrirbæri sem eiga að vera sýnileg, svosem geimverur eða Stórfót. Eða hvað? Er það kannski of víð skilgreining?