Það má víst ekki gera grín að þessu háheilaga fólki, en við ætlum nú samt að taka þá áhættu að vísa í hreint ágæta myndasögu Halldórs Baldurssonar.
Ha? "Má víst ekki gera grín..."? Og vísað í kommentin við MSN-greinina um daginn? Þýðir þetta að ég hafi sem sagt verið að banna það að gert sé grín að fólki? Bara svo það sé nú á hreinu er það hið besta mál af minni hálfu að það sé gert grín að Kalla prestsins. En þessi tilvísun ber ekki vott um mikið umburðarlyndi fyrir gagnrýni. Verður maður að vera með eða á móti öllu?
Magnús sagði áður:
Mér líst mjög illa á það ef þessi síða stefnir í að breytast í einhvers konar blogg þar sem gert er grín að fólki í staðinn fyrir að snúast um rökræður.
Þessi vísun snýst einungis um að gera grín, ekki um rökræður. Hér á Vantrú ætlum við að halda áfram að gera grín þegar það á við :-) Ekki taka öllu svona alvarlega Magnús ;-)
Láttu ekki svona, þú varst greinilega að væla yfir því að verið væri að gera grín að fólki hérna:
Mér líst mjög illa á það ef þessi síða stefnir í að breytast í einhvers konar blogg þar sem gert er grín að fólki í staðinn fyrir að snúast um rökræður.
Samt var ekki verið að því þarna. Nú erum við hins vegar að því.
Þetta eru mjög snappy og flott svör hjá ykkur. Ég get bara ekkert sagt á móti og lofa að snarhætta öllu væli. Það er líka miklu betra að vera bara alltaf í góðu stuði. Broskall!
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 03/12/05 19:09 #
Mér finnst vanta að hann segi "...þrjú þúsund milljónir á ári" fyrir jarðirnar.
Þessi ræma hittir samt sem áður beint í mark.