Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heilagur Hryllingur VIII: Blóđugu siđaskiptin

Mynd frá ţrátíu ára stríđinu sem sýnir kaţólskan prest blessa mótmćlendur sem teknir eru af lífi.

Á miđöldum var kaţólska kirkjan undirlögđ af spillingu. Jóhannes XII gaf ástkonum sínum úr sjóđum kirkjunnar. Hann lét blinda, vana og drepa andstćđinga sína. Benedikt IX seldi páfastól sinn fyrir 1500 pund af gulli. Úrban VI lét myrđa og pynta kardínála sína. Innócentíus VIII lét auđćfi kirkjunnar til lausleiksbarna sinna. Bonifacíus VII drap tvo keppinauta sína til páfastóls og Sergíus III gerđi hiđ sama. Benedikt V nauđgađi barnungum stúlkum og flúđi svo međ sjóđi Vatíkansins ţegar upp komst. Klement VI átti margar hjákonur. Bonifatíus VIII sendi her til ađ drepa alla íbúa í borginni Palestrina. Klement VII lét drepa 8000 mans í Cesena, jafnt konur og börn. Hinn geđslegi Alexander VI keypti páfastólinn međ ţví ađ múta kardínálum. Alexander hélt svo upp miklum kynsvallsveislum í páfagarđi međ börnum sínum ţeim Casare og Lucrezia Borgia.

Jóhann Húss brenndur lifandi. Síđan var ösku hans safnađ saman og hent í Rín.

Sukkiđ og svínaríiđ í páfagarđi, ásamt sölu aflátsbréfa, reitti marga til reiđi, en lítiđ var hćgt ađ gera ţví hart var tekiđ á gagnrýnendum. Áriđ 1100 kallađi presturinn Arnold af Brescia á siđbót innan kirkjunnar. Hann var ţá umsvifalaust bannfćrđur og sendur í útlegđ. Á endanum var hann hengdur og líkiđ brennt áriđ 1155. Í Englandi áriđ 1300 var ţađ presturinn John Wycliffe sem krafđist umbóta og vildi ţýđa Biblíuna á móđurmáliđ. Áriđ 1412 mótmćlti presturinn Jóhann Húss framgangi páfa undir áhrifum Wycliffe. Ţrír af hans nánustu fylgjendum voru ţá teknir af lífi og hann brenndur á báli. Girolamo Savonarola var prestur í Flórens sem predikađi gegn sukkinu í Vatíkaninu. Hann, ásamt tveim ađstođarmönnum, var hengdur og brenndur áriđ 1498.

Ţađ var svo áriđ 1517 ađ Marteinn Lúther negldi upp yfirlýsingar sínar á dyr dómkirkjunnar í Wittenberg, og hratt ţannig af stađ blóđugu trúarbragđastríđi milli kaţólikka og mótmćlenda, sem stóđ um aldir. Í upphafi fór prestur ađ nafni Thomas Muntzer undir áhrifum Lúthers og predikađi ađ útrými ćtti guđlausum. Hann safnađi saman 8000 manna bćndaher áriđ 1525. En bćndaherinn var illa búinn til hernađar og gjörtapađi fyrir herjum lénsherranna. Muntzer náđist síđar og var misţyrmt áđur en hann var tekinn af lífi. Ţúsundir bćnda létust, en Lúther sá sér leik á borđi, snéri baki viđ ţeim og sagđi ţá réttdrćpa sem djöfullega uppreisnamenn.

Lúther náđi ađ endingu til valdsmanna í Schmalkalden og ţar var stofnađ bandalag gegn kaţólsku kirkjunni. Hinn heilagi rómverski keisari Karl V sendi ţá kaţólskan her til ađ útrýma mótmćlendum. Hann náđi ţónokkrum árangri, en áriđ 1555 var hann neyddur til ađ semja um friđ međ Ásborgarsamţykktinni, ţar sem 300 lénsherrum var leyft ađ ákveđa hvort ţeir yrđu mótmćlendur eđa kaţólskir („cuius regio, eigus religio“). Ţetta olli mikilli úlfúđ hjá kaţólskum valdhöfum í Evrópu sem vildu stemma stigu viđ útbreiđslu mótmćlendatrúar.

Á Spáni fór hinn heilagi rannsókarréttur ađ leita uppi og drepa alla grunađa mótmćlendur. Hundruđ mótmćlenda voru hengdir og brenndir í auto-da-fé aftökum áriđ 1559, sem haldnar voru Filippusi II konungi til heiđurs og sérlegrar ţćgđar, en hann var sonur Karls V keisara. Erkibiskupinn Bartolome de Carranza af Toledo var fangelsađur í 17 ár fyrir ađ hćla hollenska hugsuđinum Desiderius Erasmus fyrir ađ umbera mótmćlendur. Á Ítalíu fór einnig hinn heilagi rannsóknarréttur af stađ viđ ađ myrđa grunađa mótmćlendur. Ţađ eitt nćgđi ađ eiga meint rit mótmćlenda undir höndum.

Í Sviss leiddi Ulrich Zwingli uppreisn gegn pápísku. Flestir borgir í Sviss tóku viđ siđbót Zwingli en nokkrar kantónur höfnuđu kenningum hans. Ţetta kostađi tvö blóđug stríđ. Á endanum var Zwingli drepinn áriđ 1531. Eftir dauđa Zwinglis tók Jóhann Kalvín viđ af honum og stjórnađi hann mótmćlendum í Sviss. Kom hann á fót hrćđilegri trúarbragđalögreglu. Harđar refsingar voru međal annars fyrir munnsöfnuđ, dans, spil, drykkju og ađrar skemmtanir. Ţau sem ekki tóku mótmćlendatrú voru tekin af lífi. Til dćmis var Michael Servetus brenndur fyrir ađ efast um heilaga ţrenningu. Jacques Gruet var afhöfđađur fyrir guđlast. Hinn frómi Kalvín hvatti sína menn til ađ brenna nornir.

Um alla Evrópu geisuđu mörg stríđ á milli mótmćlenda og kaţólikka. Aftökur og fjöldamorđ, međan á svokallađri siđbót stóđ, voru nánast óteljandi. Blóđvöllurinn náđi um mest alla Evrópu og var Ísland ţar ekki undanskiliđ. Milljónir manna létu lífiđ í ţessu tilgangslausa trúarbragđastríđi sem endađi međ ţví ađ mörg Evrópulönd voru ađ ţrotum komin sem neyddi valdhafa ţeirra ađ semja um friđ í Westfalen áriđ 1648. Hér verđur fariđ ađeins yfir ţá sögu.

Frakkland

Mótmćlendatrú (húgenottar) breiddist međ hrađi til Frakklands og Hinrik II konungur greip strax til ađgerđa. Hann kom á fót villutrúardómstól sem fljótlega var ţekktur undir nafninu „Brennudómur“ vegna einsleitra dóma sem sakamenn fengu. Áriđ 1559 gengu Frakkland og Spánn í bandalag viđ ađ útrýma mótmćlendum á áhrifasvćđum sínum.

Mótmćlendur ađ myrđa kaţólska munka í Frakklandi.

Um tíma fengu mótmćlendur ađ iđka trú sína á nokkrum stöđum undir verndarvćng frönsku drottningarmóđurinnar. En ţađ stóđ ekki lengi og ótal smá stríđ voru háđ frá 1562 til 1589. Báđar fylkingar börđust án miskunnar. Her mótmćlenda eyđilagđi kaţólskar kirkjur og drap presta ţeirra. Foringi mótmćlenda hengdi eyru prestanna svo á hálsfesti sína.

Ungur mótmćlendi tekinn af lífi fyrir morđiđ á kaţólska greifanum Guise međ ţví ađ vera slitinn í sundur af hestum.

Franskur heimildaritari skrifađi „Ţađ er ómögulegt ađ segja hver var villimannlegri, ţví grimmdarverk voru unnin jafnt af báđum ađilum. Ţar sem mótmćlendur ríkja eru minnismerki og grafreitir eyđilagđir. Kaţólikkar hafa drepiđ fjöldann allan af mótmćlendum međ ţví ađ drekkja ţeim. Fljótiđ er yfirfullt af líkum ţeirra.“

Píus páfi sendi á endanum her til Frakkalands til ađ útrýma mótmćlendum í eitt skipti fyrir öll. Hann skipađi her sínum ađ taka alla af lífi og enga fanga. Síđar var Pius páfi gerđur ađ dýrlingi. Ţúsunda mótmćlenda flúđu hryllinginn og stofnuđu nýlendu í Flórída ţar sem núna er St. Augustine. Áriđ 1565 fundu Spánverjar ţessa nýlendu og myrtu alla íbúa hennar. Spánskur herforingi sagđi ađ íbúarnir hefđu ekki veriđ drepnir sem Frakkar heldur sem lútherstrúarmenn.

Fjöldamorđ kaţólikka á mótmćlendum á messu heilags Bartólómeusar.

Eftir ţriđja stríđiđ ákvađ Katrín af Medici ađ stöđva óöldina međ ţví ađ gifta dóttur sína mótmćlendaprinsinum Hinrik af Navarra. Ţegar mótmćlendur komu til Parísar til ađ vera viđstaddir giftinguna ákvađ drottingin ásamt kaţólskum árhrifamönnum ađ myrđa einn fremsta hershöfđingja mótmćlenda, Gaspard de Coligny. Morđtilraunin mistókst og hann sćrđist ađeins lítillega. Í miklum flýti ákvađ drottningin ađ myrđa alla mótmćlendur sem til náđist áđur en ţeir gćtu gert gagnárás. Áriđ 1582, ţann 24. ágúst, á messu heilags Bartólómeusar, fór kaţólskur her um hverfi mótmćlenda í París og slátrađi ţúsundum. Coligny var á endanum afhöfđađur og á eftir fylgdu fjöldamorđ um allt Frakkaland. Höfuđ Coligny var sent til Rómar ţar sem Gregoríus XIII páfi tók fagnandi viđ ţví. Hann bauđ til öllum sínum mönnum heljar ţakkarveislu og fékk listamanninn Giorgio Vasari til ađ mála fresku međ myndum af sigrunum á mótmćlendum.

Fjöldamorđin á Bartólómeusarmessu komu fjórđa trúarbragđastríđinu af stađ, auk ţess ađ fjögur önnur fylgdu fljótlega í kjölfariđ. Ađ endingu var mótmćlandinn Hinrik af Navarra krýndur konungur Frakklands, ađ ţví tilskyldu ađ hann tćki kaţólska trú. Ţađ gerđi hann en leyfđi mótmćlendum ađ iđka trú sína áfram. Eftir dauđa hans voru öll borgarleg réttindi tekin af mótmćlendum og voru ţeir ofsóttir á ný áriđ 1620. Áriđ 1715 skipađi Lođvík konungur XIV ađ útrýma ćtti öllum mótmćlendum í Frakklandi.

Niđurlönd

Ţegar mótmćlendatrú skaut niđur rótum í Niđurlöndum brugđust kaţólsk yfirvöld skjótt viđ. María Ungverjalandsdrottning, sem var ekkjudrottning yfir Niđurlöndum, skipađi ađ lífláta ćtti alla villutrúarmenn. Hinn heilagi rannsókarréttur lét sitt ekki eftir liggja og myrti fólk í hundrađa vís. María drottning skipađi svo fyrir ađ ţeir mótmćlendur sem ekki vildu láta brenna sig yrđu teknir af lífi međ sverđi en konur ţeirra grafnar lifandi. Hinn frćgi kortagerđamađur Gerardus Mercator var sakađur um lútersku áriđ 1544 ásamt ađstođarmönnum. Tveir af ţeim voru brenndir, ađrir tveir grafnir lifandi og einn ţeirra afhausađur. Mercator var síđar leystur haldi eftir illan leik.

Fjöldamorđ kaţólikka á mótmćlendum í Harleem áriđ 1573

Filippus konungur II á Spáni réđ yfir Hollandi og Belgíu. Hann var einbeittur í ađ bćgja mótmćlendatrú frá sínum löndum. Hann kom rannsóknarréttinum aftur á fót og skipađi: „Takiđ alla fanga af lífi og látiđ ţá ekki ţjást um of, svo ađ dómararnir miskunni sig ekki yfir ţá.“ Mótmćlendur fyrtust viđ ţetta og brenndu 400 kirkjur kaţólikka. Hertoginn af Alva sendi her sinn og gjöreyddi bćjum mótmćlenda. Fjöldamorđin voru kölluđ „spćnska reiđin“. Ţúsundir manna féllu á götum Antwerpen og Haarlem áriđ 1573. Rétturinn setti upp villutrúarréttarhöld sem kölluđ voru „Blóđugu réttarhöldin“ og sendi ţúsundir í dauđann. Eitt fórnarlambanna var Egmont greifi en dauđi hans varđ Ludwig van Beethoven innblástur ađ „Forleikur Egmonts“.

Kaţólskur her ađ myrđa mótmćlendur í Hollandi áriđ 1560.

Í Norđur-Hollandi leiddi Vilhjálmur af Óraníu menn sína til sigurs og lýsti yfir sjálfstćđi frá hinum kaţólska Spáni. Filippus II Spánarkonungur setti ţá fé til höfuđs Vilhjálmi og hann var drepinn áriđ 1584. En ţrátt fyrir ţađ tókst eftirmönnum Vilhjálms ađ halda sjálfstćđi mótmćlenda í Norđur-Hollandi.

England

Kaţólska kirkjan hafđi ţá reglu ađ biblían vćri ađeins til á latínu og hún vćri ađeins ađgengileg prestum og frćđimönnum hennar. Ţađ var dauđasök ađ ţýđa eđa prenta hana fyrir almenning. Áriđ 1520 bađ William Tyndale um leyfi til ađ ţýđa Nýja testamentiđ á ensku. Ţessi beiđni stofnađi lífi hans í hćttu, svo hann varđ ađ flýja til mótmćlenda í Ţýskalandi. Hann klárađi ţar ţýđingu sína á Nýja testamentinu og smyglađi ţví til Englands, ţar sem yfirvöld gerđu ţađ upptćkt og brenndu eftir megni. Tyndale var svo handtekinn í Antwerpen af kaţólskum yfirvöldum og dćmdur fyrir villutrú. Hann var hengdur og brenndur, en síđar varđ ţýđing hans uppistađan í King James útgáfunni af Biblíunni.

Hinrik VIII Englandskonungur hafđi notađ trúna sér til framdráttar. Hann réđst hart gegn Tyndale og hreyfingu mótmćlenda. Hann var útnefndur af páfa „verndari trúarinnar“. Hinrik vildi skilja viđ eiginkonu sína, en páfinn hafnađi ţeirri beiđni, ţar sem hún var systir hins kaţólska Spánarkonungs. Hinrik fékk ţví erkibiskupinn Thomas Cranmer ađ samţykkja skilnađinn. Hinrik ákvađ svo ađ taka til sín lendur kaţólsku kirkjunnar, og til varđ enska biskupakirkjan. Páfinn fyrtist viđ og bannfćrđi Henry konung. Hann reyndi svo ađ stofna til krossferđar gegn Englandi en evrópskir konungar lögđu ekki í slíkan hernađ.

Ţeir sem vildu ekki ţýđast vald Hinriks, í stađ páfa, voru teknir af lífi og ţađ sama átti viđ um mótmćlendur. Eftir ađ sonur Hinriks tók viđ völdum fjarlćgđist enska kirkjan ţá kaţólsku enn meir. Áriđ 1553 tók María I viđ konungsdćminu og var hún kölluđ „Blóđuga María“. Hún var gift Filippusi Spánarkonungi og ákvađ ađ endurreisa kaţólskuna í Englandi. Á ţrem árum lét hún brenna 300 mótmćlendur og fjöldann allan af biskupum ensku kirkjunnar. Ţegar Elísabet I systir hennar komst til valda lét hún stöđva allar slíkar aftökur á mótmćlendum. Fljótlega lenti hún á milli fylkinga. Á endanum lét hún taka 200 kaţólikka af lífi ásamt frćnku sinni, hinni kaţólsku Maríu Skotadrottningu sem var hálshöggvin.

Danmörk og Ísland

Í greifastríđinu frá 1534 til 1536, sem voru átök um ríkiserfđir Danmerkur, sigrađi Kristján III. Hann var mótmćlandi og lögleiddi lútherska kirkjuskipan áriđ 1536 međ ţví ađ taka yfir allar kirkjueignir. Međ ţví móti gat hann bćtt bágan fjárhag konungsdćmisins. Áriđ 1538 skipađi hann svo fyrir ađ sama siđ ćtti ađ innleiđa á íslensku nýlendunni. Ekki gekk ţađ vel, og barđist Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup hart gegn ţví ađ lútherskan yrđi tekin upp. Eftir dauđa Ögmundar var Jón Arason Hólabiskup einn biskupa eftir í kaţólskum siđ, reyndar sá síđasti á Norđurlöndum. Fyrir ţađ var hann hálshöggvinn áriđ 1550 ásamt tveim sonum sínum. Meira um ţađ síđar í heilögum hryllingi um kristni á Íslandi.

Ţrjátíu ára stríđiđ

Síđasta siđbótarstríđiđ var hiđ versta í sögunni. Ţrjátíu ára stríđiđ stóđ frá 1618 til 1648. Ţađ kostađi milljónir Miđ-Evrópubúa lífiđ og skildi Ţýskaland eftir í rúst. Í byrjun var ţađ hinn kaţólski Habsborgarkeisari í Hinu heilaga Rómverska keisaradćmi sem reyndi ađ draga úr kalvínisma, en mikil spenna var ţá á milli kaţólikka og mótmćlenda. Evangelískir mótmćlendafurstar stofnuđu ţví varnarbandalag fyrir mótmćlendur. Á sama tíma stofnuđu kaţólikkar eigin fylkingu. Spennan á milli ţessara hópa var tifandi tímasprengja. Sprengjan sprakk svo ţegar virtur mótmćlandi heimsótti konungshöllina í Prag. Í brćđi kastađi hann tveim kaţólskum prestum út um glugga á höllinni.

Kaţólskur her rćđst á mótmćlendur í Tirano á Ítalíu áriđ 1606

Kaţólskur her fór umsvifalaust af stađ og gjörsigrađi heri mótmćlenda. Ţá hefđu átökin geta endađ en kaţólski keisarinn Ferdínand II ákvađ slátra öllum mótmćlendum. Mótmćlendur báđu ţá Kristján IV konungi í Danmörku um hjálp. Hann sendi her sinn til ađ verja mótmćlendur. Lútherskir og kalvínistar sameinuđust svo í Ţýskalandi gegn kaţólikkum. Aftur töpuđu mótmćlendur fyrir kaţólskum her og Ferdínand hélt áfram ađ slátra mótmćlendum.

Nćstur leiks var Gústaf Adolf Svíakonungur, sem kom mótmćlendum til hjálpar og hélt međ her sinn til Ţýskalands. Sungu ţeir sálm Lúthers „Vor Guđ er borg á bjargi traust“ (númer 284 í Sálmabókinni) á međan fólki var slátrađ. Á endanum náđi kaţólskur her ađ drepa Gústaf konung. Hefndarćđi rann ţá á eftirstandandi her Svíakonungs; fóru ţeir um í flokkum og drápu alla kaţólska bćndur sem urđu á vegi ţeirra.

Kaţólskur her ađ slátra mótmćlendum í Magdeburg aríđ 1631.

Á endanum fór pólitíkin ađ blandast í málin og Frakkakonungur nýtti sér stöđuna. Hann ákvađ ađ ganga í bandalag međ mótmćlendum til koma Habsborgurum frá völdum. Fjöldamorđ og endalaus átök gerđu út um ţrek beggja hópa. Ţrjátíu ára stríđiđ kostađi milljónir manna lífiđ. Ţjóđverjum fćkkađi milli 15 til 30 prósent. Hungursneyđ, drepsóttir og önnur óáran fylgdi stríđsbröltinu. Eftir Ţrjátíu ára stríđiđ var skiliđ á milli trúar og pólitíkur, enda hafđi sú blanda haft hörmulegar afleiđingar fyrir Evrópu. Međ friđarsamningunum í Westfalen áriđ 1648 lauk beinum afskiptum páfastóls af stjórnvöldum í Evrópu.

Heimildir: Holy Horrors: An Illustrated History of Religious Murder and Madness eftir James A. Haught

Frelsarinn 16.11.2005
Flokkađ undir: ( Heilagur hryllingur )

Viđbrögđ


Jón Magnús (međlimur í Vantrú) - 16/11/05 00:31 #

Magnađur ţessi kćrleikur sem notađur er til ađ bođa trúnna - ef ţú ert á móti okkur ţá ertu dauđur! Upp til hópa tómir geđsjúklingar.


Lárus Viđar (međlimur í Vantrú) - 16/11/05 00:37 #

Ţetta er sérstaklega sorglegt međ kaţólikka og mótmćlendur í ljósi ţess ađ ţeir trúa á sama guđinn, sömu Biblíuna o.s.frv.


Birgir Baldursson (međlimur í Vantrú) - 16/11/05 03:21 #

Fattiđ ţiđ ekki ađ ţetta hefur ekkert međ trúna ađ gera? Ţetta eru bara vondir kallar og alveg helvíti mikiđ af ţeim. ;)


Erik Olaf - 16/11/05 10:55 #

Muniđi bara ađ ţessir menn voru ekki sannkristnir. ;)


Árni Árnason - 16/11/05 14:54 #

Mig langar ađ byrja á ţví ađ ţakka Frelsaranum fyrir ţessa frábćru greinasyrpu. Ţó ekki vćri annađ er hún fróđleg sagnfrćđi, og ţekking á fortíđinni er okkur öllum nauđsynleg til skilnings á fyrirbćrum nútímans.

Viđbrögđin hafa gjarna veriđ á ţann veg ađ menn spyrja: Hvađ hefur ţetta međ kirkju nútímans ađ gera ? Á kirkja nútímans ađ ađ bera syndir einhverra vondra kalla ( og kellinga ) úr fortíđinni á herđum sér ?

Kirkja nútímans hlý og mćrđarleg í veldi sínu, gengur til móts viđ okkur á sínum fćgđu lakkskóm ofan á hyldjúpri forarvilpu og međ ţví ađ halda uppi hempufaldinum óhreinkast hann ekki ţó illan dauninn leggi upp úr henni. Ţađ er nćsta auđvelt ađ ganga ţurrum fótum yfir slíka forarvilpu, međ ţví ađ fylla hana fyrst af líkum andstćđinga sinna og tippla á hauskúpum ţeirra sem mara í yfirborđinu


Maze - 17/11/05 15:59 #

Ţýđir ţetta Árni ađ ég megi stofna Nasistaflokinn ađ nýju? Ţví ég á ekki, samkvćmt ţinni skilgreiningu, "ađ bera syndir einhverra vondra kalla ( og kellinga ) úr fortíđinni". Ţví ćtti ţađ ađ vera í lagi fyrir mig ađ stofan Nasistaflokk Íslands. Viđ komum bara ađeins betur fram viđ minnihlutahópa og mannúđarsjónarmiđ verđa okkar ađall. Merki okkar verđur hakakrossinn osfrv.

Annars ţakka ég Vantrúarmönnum góđa síđu.


Birgir Baldursson (međlimur í Vantrú) - 17/11/05 17:59 #

Nákvćmlega, Maze. ţessari ţungu spurningu verđa trúmenn ađ velta fyrir sér.


Árni Árnason - 18/11/05 12:52 #

Maze. Ég veit ekki hvernig er hćgt ađ misskilja svona hrapalega ţađ sem ég skrifađi. Lestu ţađ sem stendur á skjánum.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.