Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nánari upplýsingar veitir...

Þegar niðurstöður könnunarinnar Trúarlíf Íslendinga var kynnt um daginn þá fylgdi kynningarefninu klausan:

Nánari upplýsingar veitir Ásdís G. Ragnarsdóttir

Þar sem ég var mjög forvitinn um niðurstöðurnar þá ákvað ég að hafa samband við Ásdísi (sem er starfsmaður Gallup) og þau samskipti voru í meira lagi undarleg. Hér að neðan eru tölvuskeytin sem fóru okkar á milli.

Subject: Trúarlíf Íslendinga

Sæl Ásdís,

Ég var að skoða kynninguna á niðurstöðum á könnuninni Trúarlíf Íslendinga og satt best að segja vakna ótal spurningar við það að skoða þetta. Það er til dæmis undarlegt hve hlutfall þeirra sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju er mikið lægra en komið hefur fram í Þjóðpúlsi Gallup síðustu árin. Væri hægt að fá að sjá niðurstöðurnar í heild sinni eða allavega könnunina (til að sjá röð spurningana og slíkt).

með kveðju,
Óli Gneisti Sóleyjarson

Ásdís svaraði fjórum mínútum seinna (og sendi afrit af svarinu til Öddu Steinu á Biskupsstofu)

Sæll Óli Gneisti. Könnunin verður sett á heimasíðu Biskupsstofu og trúlega einnig Guðfræðideild HÍ. Kær kveðja, Ásdís
Ég ákvað að ítreka hina fyrirspurn mína:
Takk fyrir svarið, en hvers vegna stendur á því að skoðanir fólks á niðurstöðum þessarar könnunar á því hve margir vilja aðskilnað ríkis og kirkju er allt öðruvísi en í Þjóðarpúls Gallup?

með kveðju,
Óli Gneisti


Þessu tölvuskeyti svaraði Ásdís ekki.

Eftir að hluti könnunarinnar var birt á heimasíðu þjóðkirkjunnar þá ákvað ég að hafa aftur samband við Ásdísi:

Sæl Ásdís, nú hefur könnunin verið birt á netinu en það vantar rúmlega þriðjung spurningana. Hvernig stendur á því? Hvaða spurningar vantar?

með kveðju,
Óli


Ásdís svaraði (og sendi afrit til bæði Öddu Steinu og Péturs Péturssonar guðfræðiprófessors):

Sæll Óli Gneisti.
Við gefum ekki upplýsingar um kannanir sem við vinnum fyrir viðskiptavini okkar.
Kær kveðja,
Ásdís

Þetta þótti mér undarlegt svar miðað við það að hún skyldi vera nefnd sem tengiliður í þessu máli:

En það stóð aftast í kynningarefninu að það ætti að hafa samband við þig ef maður vildi frekari upplýsingar? Hvaða upplýsingar máttu veita? Voru spurningarnar sem vantar þarna inn í ekki hluti af sömu könnun?

Ásdís svaraði þessu bara yfirhöfuð ekki en ég get eiginlega svarað seinustu spurningunni sjálfur, það er alveg ljóst að spurningarnar sem vantaði eru úr sömu könnun.

Ég ákvað að senda enn eina fyrirspurn og þá bara um ábyrgð hennar og Gallup á framsetningu könnunarinnar:

Sæl Ásdís,

Leiðinlegt að þú hafir ekki séð þér fært að svara spurningum mínum þannig að ég spyr núna einungis um aðkoma Gallup. Hvað finnst Gallup um það að framsetningin á niðurstöðum könnunarinnar hefur ollið því að flestir fjölmiðlar hafa mistúlkað niðurstöður hennar? Er það ekki hlutverk Gallup að leiðrétta það þegar fjölmiðlar fara með rangt mál eins og í þessum tilfellum:

"ÍSLENDINGAR fara að meðaltali þrisvar sinnum í viku með bænina Faðir vor og 37,3% biðja reglulega bænir með börnum sínum. 76,3% segjast játa kristna trú en 22,4% trúa á sinn persónulega hátt." - Morgunblaðið. Hér er verið að rugla saman því hvernig trúað fólk skiptist í hópa við það hvernig Íslendingar í heild sinni skiptast. Það eru alls ekki 76,3% sem segjast játa kristna trú.

Sama mál er með Blaðið: "Rúmlega 76% aðspurðra sögðust játa kristinni trú og 22% sögðust trúa með persónulegum hætti."

Nú var framsetningin á þessari niðurstöðu augljóslega mjög villandi (ég skyldi þetta allavega ekki fyrren ég skoðaði könnunina í heild sinni) og þar hlýtur þú að bera einhverja ábyrgð, er það ekki þitt hlutverk að senda leiðréttingar til fjölmiðla? Hvaða siðareglum farið þið eftir í svona málum? Verður Gallup ekki að koma í veg fyrir að niðurstöður frá ykkur séu mistúlkaðar svona?

með von um skjót svör,
Óli Gneisti Sóleyjarson

Ég bíð spenntur að sjá hvort að ég fái nokkrar nánari upplýsingar frá Ásdísi um þetta mál.

Óli Gneisti Sóleyjarson 01.11.2005
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 01/11/05 15:40 #

Ásdís svaraði:

Sæll Óli Gneisti Takk fyrir ábendingarnar - ég mun fara yfir þær og hafa samband við fjölmiðla ef þurfa þykir. Kveðja, Ásdís


Magnús - 01/11/05 19:21 #

Þetta er bara eins og í skaupinu með Agli Ólafs hérna í denn: "Nánari upplýsingar veitir Ásdís G. Ragnarsdóttir - EKKI!"


Helgi Briem - 02/11/05 11:17 #

Þú getur náttúrulega ekki ætlast til þess að þegar einhver stofnun sérpantar "könnun" sem hefur þann eina tilganga að villa um fyrir fólki að síðan séu gefnar upplýsingar um hvernig það var gert?

Gallup hefur verulega misst trúverðugleika við þetta mál.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.