Þegar svartidauði lagðist sem plága yfir Evrópu árið 1348 með tilheyrandi mannfelli voru kristnir íbúar álfunnar fljótir að finna sökudólga. Töldu kristnir að gyðingar eitruðu vatnsbrunna til að koma af stað farsótt í þeirra hverfum. Fjöldamorð hófust á gyðingum í u.þ.b. 300 bæjum. Engum gyðingi var eirt nema að hann gengist umsvifalaust undir skírn og tæki trú á Jesú Krist. Í Strassborg voru yfir 200 gyðingar drepnir með því safna þeim saman í kornhlöðu sem síðan var brennd með körlum, konum og börnum.
Á einum degi þann 24. ágúst 1349 var um 6000 gyðingum slátrað í Mainz. Í Benfeld voru gyðingar brenndir eða þeim drekkt. Næstum 10.000 gyðingum í 80 samfélögum var slátrað í Bæjaralandi. Í Basel í Sviss létu kristnir leiðtogar brenna yfir 600 gyðinga vegna ásakana um að setja eitur í brunna kristinna íbúa á svæðinu. 140 börnum þeirra voru rænt og þau ættleitt en fyrst voru þau skírð til kristinnar trúar. Þessar aðfarir leiddu til þess að gyðingum var útrýmt í Basel.
Kristilegur her iðrandi manna sem slógu sjálfa sig svipuhöggum vonaðist eftir því að Guð aflétti plágunni. Þeir gengu svo berseksgang í Frankfurt í júlí 1349 um hverfi gyðinga og því lyktaði með hræðilegum fjöldamorðum. Þeir réðust líka í hverfi gyðinga í Brussel þar sem 600 gyðingum var slátrað. Prinsinn af Thüringen tilkynnti að hann hefði brennt alla gyðinga í Guðs nafni á sínu landsvæði og hvatti aðra valdsmenn að gera hið sama. Sem betur fer hlýddu ekki allir því kalli.
Heimildir: Holy Horrors: An Illustrated History of Religious Murder and Madness eftir James A. Haught
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.