Oftar en ekki er raunveruleikinn harður húsbóndi þess sem ekki vill horfast í augu við hann. Trúin rænir fólki raunveruleikanum. Ef múrinn sem byggður er utan um hann er ríkissannleikur er verulegur vandi á höndum. Það erfiðasta við að vakna úr kristilegum óraunveruleika er að sjá landið innmúrað í myrkur kirkjunnar. Það er erfiðara en orð fá lýst að sjá allt þetta góða fólk þjóna dag og nótt heimsmynd sem ekki er til. Að sjá hundruð atvinnugóðmenna standa með asnaeyrun og predika um ekki neitt. Mig langar að segja ykkur það var ömurleg upplifun í fyrstu en versnaði þegar fram liðu stundir. Þetta fólk á eitthvað miklu betra skilið en að lifa í þessum draumaheimi.
Það er alveg ljóst að ein goðsögn um eingetinn son guðs, fæddan meyfæðingu, deyr fórnardauða í augliti lærisveina sinna, gerir kraftaverk og rís upp frá dauðum er ekki í tengslum við raunveruleikann. Svo óheppilega vill til að slíkar goðsögur voru algengar hér fyrr á öldum ásamt þúsundum annarra goðsagna. Það þarf engin speking til að sjá að þetta stenst ekki nokkra skoðun. Það er líka aumt að kraftaverk og englaherir eru hættir að láta á sér kræla, allt þetta Yahweh-brölt er hætt. Svo virðist sem allur þessi ævintýraheimur og sagnahefð sé komin í verkfall á sama hátt og draugar, tröll og álfar á Íslandi.
Við stöndum frammi fyrir því að miklu hefur verið veðjað á rangan hest af valdsmönnum til forna. Búið er að dreifa kirkjubyggingum um allt land. Menn hafa tekið stórt uppí sig í ræðu og riti um þessar goðsögur. Hundruð hafa af þessu atvinnu og goðsagan er sem heilög kú í menntakerfi landsins. Úr háum söðli er því að detta. Alltof margir hanga því á þessari fúnu spýtu. Ekki getum við látið ríkisbiskupinn pakka niður ásamt starfsliði, með skömm og niðurlægingu. Eitthvað þarf að gera.
Það þarf með einhverjum hætti að vera hægt að leggja ríkiskirkjuna niður með reisn og gefa starfsfólkinu þar tækifæri til nýrra starfa. Biskupinn þarf að geta stigið úr fílabeinsturni sínum eins og konungar gerðu hér áður. Mörgum er kannski brugðið, en ég vil vara menn við. Það verður aldrei hægt að halda út þessu magnaða ríkisbatteríi á kostnað skattborgaranna um alla eilífð því undirstöðurnar eru engar.
Ekki mun líða á löngu fyrr en helmingur þjóðarinnar mun hafna þessari endaleysu. Þrátt fyrir ríkiskirkjan rói nú lífróður með andlegu ofbeldi og troði í börnin Jesúsögum í leik- og grunnskólum til að tryggja tilvist sína, þá líður senn að skuldadögum. Grínlaust, biskup og félagar, senn líður að sögulokum ríkiskirkjunnar. Betra er að undirbúa þetta tímabil með sæmd til að forðast harðan dóm sögunnar eða niðurlægjandi endalok. Með kærleik og vinsemd í huga þá er best að hefja þetta starf strax. Ríkiskirkjan er á fullu stími upp í fjörur en það er samt ennþá tími til að bjarga áhöfninni. Um það er full sátt enda vilja menn starfsfólki ríkiskirkjunnar ekkert nema gott eitt.
Trúin rænir fólki raunveruleikanum.Vandamálið sem þið eigið við að stríða er að þið teljið ykkur hafa einkarétt á raunveruleikanum. Teljið ykkur hafa höndlað hinn eina sannleika og allir aðrir vaða í villu.
Finnur, Jesú er ekki til, það er raunveruleikinn. Yahweh guð sem býr á himni er ekki til, það er raunveruleikinn. Heilagur andi er ekki, það er raunveruleikinn. Sannaðu tilvist þeirra feðga og fylgiandans og þá skal ég tala við þig.
Vandamálið sem þið eigið við að stríða er að þið teljið ykkur hafa einkarétt á raunveruleikanum. Teljið ykkur hafa höndlað hinn eina sannleika og allir aðrir vaða í villu.
Við teljum okkur hafa rökstudd dæmi um að aðrir vaði í villu. Þér er velkomið að leiðrétta okkur. Reyndur hefur þú gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til þess, þannig að þú veist þetta vel.
Það er ótrúlegt að verða vitni að þessum miðaldar hugsunarhætti ykkar
Nei Finnur, miðaldarhugsunarháttur felst einmitt í því að trúa á gvuði og önnur hindurvitni. Hér snýrðu öllu á haus.
Það er dálítið merkilegt að í athugasemd Finns felst þversögn, ásökun hans um að við teljum okkur vita allt, sem ekki heldur vatni, felur í sér það að Finnur viti betur. Finnur veit hvernig hlutirnir virka, ekki við.
Finnur, Jesú er ekki til, það er raunveruleikinn. Yahweh guð sem býr á himni er ekki til, það er raunveruleikinn. Heilagur andi er ekki, það er raunveruleikinn. Sannaðu tilvist þeirra feðga og fylgiandans og þá skal ég tala við þig.Sönnunarbyrðin hvílir ekkert frekar á mér en þér frelsari. Ég hef aldrei séð afdráttarlausa sönnun á því að Jesús sé ekki til né að guð sé ekki til.
Rangt Finnur, sönnunarbyrðin er þín og ef JV gleðst yfir yfirlýsingum þínum þá er málið á góðri leið í ruslatunnuna hjá þér.
Og Matti, ég tel mig ekki vita sannleikann um veröldina, en ég veit að ykkar trú er ekki sannleikurinn.
Hver er okkar trú og hvernig veistu að hún er ekki sannleikurinn?
Við erum lausir við trú, trúum ekki á hindurvitni eins og gvuði.
Þú veist að þessi skortur okkar á trú er ekki sannleikur og getur þá væntanlega sannað að þessi hindurvitni séu raunveruleg.
Gjörðu svo vel og sannaðu það þá.
Þessi pistill frelsarans er fullur af ykkar trúboði, sem dæmi:
Það er erfiðara en orð fá lýst að sjá allt þetta góða fólk þjóna dag og nótt heimsmynd sem ekki er til.Þið trúið því að ykkar heimsmynd sé sú eina rétta. Heimsmynd allra aðra er ekki til.
Finnur minn, Hvar er himnaríki og helvíti? Hvar er heilagur andi? o.s.frv Það er heimsmynd kristninar.
Reyndar má finna heimsmynd kristninar í þessari grein:
http://www.vantru.is/2004/09/02/11.54/
Ég er bara benda á að þessi kristna heimsmynd er ekki til. Þitt er að sanna annað Finnur.
...ef JV gleðst yfir yfirlýsingum þínum þá er málið á góðri leið í ruslatunnuna hjá þér.Þetta innlegg þitt er nú mjög gott dæmi um þau rök sem þið beitið til að gera lítið úr þeim sem eru ekki sammála ykkur, frelsari.
Finnur minn, Hvar er himnaríki og helvíti? Hvar er heilagur andi? o.s.frv Það er heimsmynd kristninar.Eins og ég sagði hérna að ofan þá boðið þið þá trú að veruleikinn takmarkist við það áþreifanlega. Og þarafleiðandi getur himnaríki, helvíti, heilagur andi o.s.fr. ekki verið til.
Það eru einungis vitleysingjar sem voga sér útfyrir heimsýn ykkar.
Ha?
Neineinei, alls ekki vitleysingar. Menn mega fara í allar þær áttir sem þeim lystir, og ég myndi m.a.s. hvetja menn frekar til þess heldur en hitt.
En þegar menn koma til baka með drekasögur - er þá til mikils mælt að vilja fá einhverjar sönnur þess að þessir drekar séu til? Meiri sönnur heldur en það að það voru svo margir sem fundu fyrir hitanum af eldinum, eða að svo margir fundu vindinn af vængjaslættinum?
Það er mikill misskilningur að hér eigist við tvær jafnréttháar skoðanir, þar sem hvorum um sig beri að sanna sitt mál.
Þetta snýst um að annarsvegar er hópur sem heldur fram kenningu, og hinsvegar hópur sem neitar að taka mark á henni þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á að hún sé rétt.
Það er alveg kýrskýrt hverra sönnunarbyrðin er.
Tökum dæmi: Fyrir þann tíma sem menn gátu gert sér nokkra vitræna hugmynd um úr hverju tunglið væri, kemur fram maður sem trúir því og fullyrðir að tunglið sé úr osti. Öðrum manni finnst sú kenning í hæsta máta ólíkleg, og telur fullyrðingar hins um að þetta hafi birst sér í draumi, ekki nægjanlega skýringu. Sá vantrúaði hafði auðvitað horft til himins, en hann gerði sér enga sérstaka rellu yfir því úr hverju tunglið væri, enda hafði hann engar forsendur til að meta það.
Nú stendur hann frammi fyrir manni sem fullyrðir að tunglið sé úr osti. Kenningin er borin uppi af því einu að manninn hafi dreymt það og það sé þarmeð rétt ( eða að minnsta kosti jafnrétt og hvað annað ), og öðrum beri að sanna hið gagnstæða.
Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að guð sé úr osti, því að gerði ég það, yrði sönnunarbyrðin öll mín.
Finnur, greinin hér að ofan fjallar ekki um heimsmynd vantrúaðra og því bið ég þig um að fara með slíkar umræður á spjallborðið.
Ég geri það að tillögu minni að Þjóðkirkjan fari á eftirlaun, ásamt leiðtoga sínum þegar hann fer á eftirlaun innan fárra ára. Þá verður búið að fella burt mannréttindabrotið sem 62. greinin er, með því að beita þeirri 79. Þegar karl lýkur hérlífinu fá bæði hann og kirkjan svo að kynnast undrum framhaldslífsins.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Turkish - 24/10/05 14:55 #
Einmitt þegar að maður vonar að loksins einhver taki af skarið fellir vg tillögu um að klippa á naflastrenginn. Þessi ríkiskirkja er dragbítur sem við verðum að losa okkur við.