Í fyrra streymdi kristið fólk í kvikmyndahús, jafnt lærðir sem leikmenn. Biskupinn og klerkar fóru saman í bíó til að sækja sér næringu af hvíta tjaldinu. Út streymdu svo allir með poppkurlið og heyra mátti þessar setningar: "mesta upplifun lífs míns" eða “mesta trúarlega reynsla...” o.s.frv. Fljótlega fóru prestar að mæla með að börn ættu að sjá myndina í fylgd með fullorðnum, helst sýna hana öllum fermingarbörnum o.s.frv. Þó mátti heyra smá hljóð út í horni að myndin færi yfir strikið hjá einstaka trúmanni og var það vel. Myndin sem um ræðir heitir Passion of the Christ.
Heilar 16 mín eru án ofbeldis, blóðs eða þjáninga. Afgangurinn, 93 mín, eru aðeins fyrir fólk sem haldið er kvalalosta eða hefur afbrigðilegar hneigðir. Mér fannst þessi mynd sorglega tilganglaus og í meira lagi sjúkleg. Þetta vildi kristið fólk sjá um allan heim og hundruð milljón dollara streymdu í kassann. Engin Jesúmynd fyrr eða síðar hefur fengið jafn mikla athygli og verið fagnað jafn innilega hjá kristnu fólki. Allt þetta ofbeldi og þessi blóðfórnardýrkun vekur upp ákveðnar spurningar. Þetta er allt svo hömlulaust, svo viðbjóðslegt á að horfa með skerandi fiðlu og kórtónlist. Allt svo sjúklegt, svo siðlaust.
Ég hef undanfarnar vikur og daga verið að draga upp sögubækur við að rita fortíð kristni, fortíð sem trúmenn vilja helst gleyma. Þúsundir hafa farist fyrir ekkert nema hégóma kristinnar trúar. Þannig virðist ofbeldisdýrkunin hafa fylgt þessari trú frá upphafi og Passion of the Christ hræðileg sönnun þess hversu djúpt er hægt að sökkva. Hversu mikið er hægt að snúa hlutum á hvolf, hvernig hægt er að gera slæma hluti góða. Það þótti gott að brenna fólk lifandi í Jesú nafni hér fyrr á öldum í krafti texta biblíunnar. Núna þykir gott að horfa á tilgangslaust ofbeldi í 93 mín og finna sig betri mann á eftir. Allt vegna þess að þetta eru biblíusögur. Skal engan undra en ég er þakklátur í dag að vera ekki kristinn.
Ég sá ekki þessa mynd, og hef ekki ætlað að sjá hana. Enda uppfyllti hún ekki áhugasvið mitt, einnig sem mér fannast innihaldið örlítið rýrt.
Hér er einn sem er sammála greinarhöfundi:
http://www.dec.hi.is/?greinar/2004/blodhlaupinauguogjesuskristur
og annar sem er ósammála: http://www.dec.hi.is/?kvikmyndir/passionofthechristb
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
sibbi - 20/10/05 13:38 #
alveg sammála eftir að ég ´sa þessa mynd var ég í svo miklu transi að ég vildi helst ganga upp að næasta manni og berja hann í klukkutíma með leðuról...