Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ósamkvæm fyrirgefning

Ekki dæma aðra, er sagt í kristni, svo þú verðir ekki dæmdur. Rétta hinn vangann við hverju höggi, því Gvuð mun gefa ranglátum makleg málagjöld eftir dauðann og gefa réttlátum veglega umbun, einnig eftir dauðann. Maður á að fyrirgefa náunganum út af því að refsihlutverkið fer til Gvuðs. Hann sér um hefndina. En þá er eitt sem ég skil ekki. Hvernig getur einhver sannkristinn verið með refsingum yfir höfuð í þessu lífi? Þar sem að úthluta refsingu í þessu lífi er í rauninni að taka sér stað Gvuðs hins mikla hefnara, böðuls eða dómara. Refsing er ekki fyrirgefning heldur hefnd.

Það að refsa glæpamönnum á meðan þeir eru á lífi er í rauninni sekjúlar eða veraldleg hugmynd um að ef glæpamaðurinn deyr er ekkert af glæpamanninum eftir til þess að refsa. Og hann er sloppinn. Kristnin gerir sér þá grillu og fantasíu að það sé eitthvað ósýnilegt og ómælanlegt eins og sál. Þessi ímyndaði “kjarni” getur haldið áfram að lifa eftir að líkaminn deyr og verið refsað af fullkomnum dómara sem er þá væntanlega gvuð.

Samt er það oftast kristið fólk í Biblíubelti Bandaríkjanna sem maður heyrir styðja hvað dyggast við langar og harðar refsingar. Það er eins og þeir viti innst inni að það er ekki líf eftir dauðann eða eru ekki nógu vissir um það. Að þeir eru í rauninni praktískir trúleysingjar eða agnostar þegar það kemur að refsingum en kristnir þó að nafninu til.

Ætli þessu sé ekki svipað farið og því að þurfa að gefa allar eigur sínar fátækum og treysta Gvuði ímynduðum alfarið til að sjá um sig og daglegar nauðsynjar. Það fylgja því fáir sem fæstir, því praktísk dagleg skynsemi er trúnni yfirsterkari.

Ef ég er eitthvað mistúlka þetta, endilega leiðréttið mig. Kommentakerfið stendur opið.

Kári Svan Rafnsson 17.10.2005
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Alexandra Mjöll - 17/10/05 17:14 #

Ég er nú bara alveg hjartanlega sammála þér... Hversu staðfastur ertu í þinni eigin trú... en eitt enn hérna sem mér finnst enn merkilegra er að Gvöð hefur sagt að refsað verður þeim sem brjóta boðorðin..... hmmmmm..það er enginn maður sem ekki hefur brotið eins og eitt boðorð. Allavega ekki að minni vitneskju.!!!Með því að trúa á gvöð ertu í raun að dæma sjálfan þig beint til helvítis að lífinu eins og við þekkjum það loknu.


Þórður Örn - 17/10/05 20:15 #

Þeir fara kannski ekki eftir eigin boðskap (nema kannski „auga fyrir auga“ hlutanum af biblíunni), en praktíska trúleysingja myndi ég ekki kalla þá. Það er ekkert praktískt við mjög harðar refsingar. Þær eru dýrar í framkvæmd, og virðast ekki fækka glæpum. Sem dæmi má nefna að víðsvegar um Bandaríkin er dauðarefsing fyrir morð. Samt sem áður eru flest morð framin þar.


Sindri Guðjónsson - 17/10/05 20:43 #

Það er munar á því hver á að vera framgangur einstaklings annarsvegar, sem vill kallast kristinn maður og hlutverki ríkisvaldsins hinsvegar. Ég á ekki að hefna mín o.s.frv. Ríkisvaldið á hinsvegar að beita viðurlögum við afbrotum, sem er allt annað mál.

Bréf Páls til Rómverja 13:3-5:

3 Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdsmennina, heldur sá sem vinnur vond verk. En viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöldin, þá gjör það sem gott er, og muntu fá lofstír af þeim.

4 Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs. En ef þú gjörir það sem illt er, þá skaltu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverðið ófyrirsynju, þau eru Guðs þjónn, hegnari til refsingar þeim er aðhefst hið illa.

5 Þess vegna er nauðsynlegt að hlýðnast, ekki einungis vegna hegningarinnar, heldur og vegna samviskunnar.


ormurinn - 18/10/05 11:13 #

"Samt er það oftast kristið fólk í Biblíubelti Bandaríkjanna sem maður heyrir styðja hvað dyggast við langar og harðar refsingar. Það er eins og þeir viti innst inni að það er ekki líf eftir dauðann eða eru ekki nógu vissir um það. Að þeir eru í rauninni praktískir trúleysingjar eða agnostar þegar það kemur að refsingum en kristnir þó að nafninu til.

...nema menn líti á sig sem "verkfæri guðs" og eru þannig að framkvæma guðlegan vilja á jörðu (sbr. G.Bush)

Þórður Örn - 17/10/05 20:15 # Sem dæmi má nefna að víðsvegar um Bandaríkin er dauðarefsing fyrir morð. Samt sem áður eru flest morð framin þar.

Það hefur verið sýnt fram á að það að þyngd refsingar virkar ekki endilega mjög fælandi heldur er það frekar hvernig fólk metur líkurnar á að nást og verða refsað.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.