Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heilagur hryllingur I: Meintar blóðfórnir Gyðinga á börnum

Öldum saman hefur Kaþólska kirkjan predikað að Gyðingar séu morðingjar Krists og eitt af áróðurstækjum kirkjunnar manna var að saka þá um að fórna kristnum börnum. Tökum nokkur dæmi um áróður kirkjunnar: Heilagur Gregorí kallaði þá “Morðingja Krists, spámannanna og fjandmenn Guðs”. Heilagur Jeremías kallaði þá nöðrur og bölvalda. Heilagur Bernard frá Clairvaux kallaði þá “Smælki og perverta”. Þegar biskup nokkur lét brenna bænahús Gyðinga í Callinicum skrifaði heilagur Ambrósíus “Hverjum er ekki sama þótt samkunduhús þeirra séu eyðilögð. Þau eru heimili geðveiki og villutrúar”. Heilagur Jóhannes Chrysostom skrifaði “Gyðingarnir fórnuðu börnunum sínum í nafni Satans. ... Þeir eru verri en villidýr ... bænahús þeirra eru hóruhús, bæli full af illmennum, musteri djöfla og skurðgoðadýrkenda, heimili glæpamanna sem fyrirskipuðu aftöku Krists.”

Hér koma nokkur dæmi um áróðurinn sem Gyðingar máttu þola í kristnum samfélögum: Árið 1144 fannst lík tólf ára gamals drengs sem hét Vilhjálmur, nærri Norwich í Englandi. Fljótlega fór sá orðrómur á kreik að þetta hafi verið barnablóðfórn Gyðinga. Munkurinn Tómas frá Monmouth ritaði frásögn af þessu og sakaði Gyðinga um að fórna kristnum börnum. Frásögn Tómasar fór sem eldur um sinu. Í Norwich var síðar byggð kirkja í nafni píslarvottarins Vilhjálms. Fljótlega fór þessi boðskapur að berast um alla Evrópu. Fyrir þessar meintu blóðfórnir á kristnum börnum voru Gyðingar drepnir um alla Evrópu. Sem dæmi árið 1171 í Blois Frakklandi voru 38 höfðingjar Gyðinga líflátnir vegna þess að vitni sögðu að þeir höfðu kastað börnum í fljót, þrátt fyrir að einskins barns væri saknað eða nokkurt lík hafi fundist. Reyndar fyrir kristilega miskunn var þessum 38 Gyðingum gefin kostur að velja milli þess að kristnast eða verða líflátnir. Þeir neituðu og voru því brenndir lifandi.

Árið 1255 í Lincoln Englandi fannst lík af átta ára dreng að nafni Hugh í brunni Gyðings. Um leið varð allt vitlaust á svæðinu. Söguritarinn Matthew Paris skrifaði “Barnið var fitað í tíu daga með mjólk og brauði. Síðar var Gyðingum boðið í krossfestingu barnsins” Gyðingar reynda allt hvað þeir gátu að neita þessum söguburði en allt kom fyrir ekki. Átján þeirra var misþyrmt hroðalega og síðar hengdir fyrir þessa meintu fórn. Síðar var Hugh af Lincoln dýrkaður ásamt því að minnismerki um hann var reist.

Í Munich árið 1285 voru 180 Gyðingar brenndir eftir að sá orðrómur barst til eyrna að þeir hefði blóðfórnað barni í bænahúsi sínu. Árið 1294 í Bern í Sviss voru drepnir fjöldin allur af Gyðingum fyrir meintar blóðfórnir á börnum. Síðar var byggt minnismerki um örlög þessara barna í Bern. Það var höggmynd af Gyðingi étandi börn.

Sú saga fór á kreik árið 1475 í Trent, Ítalíu, að smábarn nefnt Símon hefði verið fórnað af Gyðingum. Næstum öllum Gyðingum í Trent var misþyrmt á hroðalegan hátt og síðan brenndir. Símon var síðar dýrkaður sem píslavottur í Trent með tilheyrandi umsvifum kirkjunnar. Myndin með greininni hér fyrir ofan er af fjöldamorðum kirkjunnar á Gyðingum í Trent. Takið eftir oddlaga höttum á Gyðingunum sem verið er að brenna. Þessir hattar voru notaðir til að auðkenna Gyðinga á sama hátt og nasistar gerðu með gulu stjörnunni. Það var svo loks árið 1965 að Páfagarður bannaði alla dýrkun og starfsemi í kringum heilagan Símon frá Trent.

Árið 1491 fékk heilagi rannsóknarréttur Spánar Gyðinga til að játa með misþyrmingum að þeir hefðu fórnað barni í helli nálægt bænum La Guardia. Um leið var hafist handa við að útrýma Gyðingum á svæðinu þrátt fyrir að ekkert lík af barni né hellirinn hafi fundist.

Loksins árið 1759 ákvað Kaþólska kirkjan að rannsaka þessar ásakanir gegn Gyðingum. Niðurstaðan var sú að aldrei hafi nokkur Gyðingur fórnað kristnu barni en samt lifði þessi orðrómur góðu lífi um hinn kristna heim. Til dæmis vottaði prestur í Búkarest í Rúmeníu árið 1801 um barnafórnir Gyðinga. Engum togum skipti og 128 Gyðingar voru skornir á háls. Seint á 18. öld skrifaði rússneskur rétttrúnaðarmunkur sögur um Gyðinga og blóðfórnir þeirra á börnum. Nasistar notuðu þetta síðar í hatursáróðri gegn Gyðingum. Í nasista blaðinu Der Stürmer voru þessar sögur notaðar gegn Gyðingum með tilheyrandi lýsingum munksins.

Heimildir : Holy Horrors: An Illustrated History of Religious Murder and Madness eftir James A. Haught

Frelsarinn 11.10.2005
Flokkað undir: ( Heilagur hryllingur )

Viðbrögð


Jón Frímann - 11/10/05 18:08 #

Það er kominn tími til að trú, sama hvaða nafni hún nefnist. Hverfi af yfirborði jarðar. Enda er þetta ekki heilbrigt ástand sem er í gangi hérna.


Davíð Þór - 13/10/05 20:13 #

Áttu einhver nýlegri dæmi en frá 1491? Og - bæðevei - hvernig afsanna þessar hryllingssögur tilvist skaparans?


Ásgeir - 13/10/05 20:30 #

Nýjasta dæmið er frá 1801 og enginn hélt því fram að tilgangurinn með þessari grein væri að afsanna tilvist skapara.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/10/05 20:40 #

Hver sagði að þessar hryllingssögur ættu að afsanna tilvist "skaparans"? Ég hélt þar að auki að sönnunarbyrðin væri hjá þeim sé héldu að einhvers konar skapari væri til.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.