Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Var Katrina refsing Guðs?

Það er til verulega sjúkt fólk í heimunum. Sumir hópar gyðinga og kristinna manna halda að fellibylurinn Katrina hafi verið refsing Guðs vegna þess að Bandaríkjamenn studdu brottflutning Ísraela frá Gaza. Mig grunar að þegar þjóðkirkjumenn tala um hve margir kristnir menn séu á jörðinni þá gleymi þeir að svona hálfvitar eru taldir með.

Ritstjórn 08.09.2005
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 17/09/05 20:36 #

Ég hugsa að í augum bókstafstrúarmanna sé það rökrétt að Katrina sé einhvers konar refsing. Ef maður gefur sér þá forsendu að guð sé til og hafi afskipti af málefnum mannana þá hlýtur að vera einhver merking á bak við jafn hrikalegar hamfarir eins og fellibylinn Katrinu. Í leit sinni að orsök benda þeir á það sem gerist í uppáhaldslandi guðs og telja að það sé ástæða þess að það fauk í guð.

Í Gamla textamentinu er að finna dæmi þess að reiði guðs hafi jafnvel þurrkað út heilu borgirnar. Fyrir bókstafstrúarmanninn, sem heldur því fram að þetta séu sögulegar staðreyndir, er ekkert skrítið að telja að eyðilegging New Orleans sé angi af sama meiði.

Reyndar er þessi afstaða skiljanlegri en þeirra frjálslyndu guðfræðinga sem segja að guð sé vissulega til en skiptir sér ekki beint af óheppilegum göllum í sköpunarverkinu eins og fellibyljum. Eins og einn guðspekingurinn orðaði það eftir flóðbylgjuna í SA-Asíu:

Guð stjórnar ekki atburðarásinni, en Guð líður ferlið með sköpun sinni. Guð er ekki ofvirkur heldur samvirkur. Guð ofstjórnar ekki heldur meðstýrir. Guð tekur ekki af sköpun sinni frelsi heldur bendir á ábyrgð. Guð hefur ekki yfirgefið sköpun sína, heldur styður með kærleikskrafti sínum.

Líklega er ég kjáni en ég veit ekki hvaða gagn er í svona guðum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.