Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ekki þyngdarlögmál heldur vitrænt fall

Það er gaman að fylgjast með því hvernig rökhugsandi Kanar hæðast af liðinu sem vill að vitræn hönnun sé kennd til jafns við þróunarkenninguna. Fljúgandi spagettískrímslið kætti okkur öll fyrir fáeinum vikum og nú bætir Baggalútur þeirra Ameríkana, The Onion, um betur og teflir fram vitrænu falli.

Ritstjórn 18.08.2005
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Þór Melsteð - 18/08/05 19:25 #

Snilld. Laukurinn klikkar ekki.


Finnur - 20/08/05 01:04 #

Frábær kenning.
Ég er rétt núna að átta mig á að gagnsemi guðs í vísindum og mig langar til að ríða á vaðið hérna með nýja kenningu. Ég tel mig hafa fundið lausn á vandamáli sem hefur plagað mig lengi, en það er útskýringin á kvaðratrótinni af mínus einum. Það nærtækasta sem ég hef séð er að kalla þetta ímyndaða tölu og tákna hana með i, sem er náttúrulega engan vegin ásættanlegt.
Tilgáta mín er sú að i er ekki einungis áminning frá guði um tilvist sína, heldur er i sjálfur drottinn -- og ætti þar af leiðandi að vera táknuð með D.
Þessi kenning leysir ekki einungis vandmálið við kvaðratrótina af mínus einum, heldur er D yfirnáttúruleg breyta sem nota má hvar sem er í vísindum þar sem lausna er þörf. Sem dæmi þá er svarið við spurningunni um tilveruna fyrir stórahvell, eins og segir í opinberunarbókinni:
"Í upphafi var D." Sem má líka lesast sem "upphafið var kvaðratrótin af mínus einum".




Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/08/05 16:22 #

Er þetta ekki argasta guðlast, Finnur? Við skulum vona að þér verði ekki refsað mjög harðlega fyrir þetta eftir andlátið. ;)


Hafþór Örn (meðlimur í Vantrú) - 20/08/05 22:20 #

Finnur:

Er þá ekki komið conflikt á milli "tvinntalna"* og þeirri staðreynd að guð hinna kristnu er Þríeinn?

Væri þá ekki rökrétt framhald að kalla stærðfræðina á bakvið kvaðratrótina af mínus einum "þrinntölur"

Annars þykir mér hugmyndin um stóradé í vísindin til að leysa hin ýmsu vandamál. Óræðar tölur væri hægt að gera ræðar með því að bæta við déinu.

Dæmi:

Pí = 3,14 + D Kvaðratrótin af 2 = 1,414 + D

og svo framvegis.


Finnur - 22/08/05 09:26 #

Jú þetta er rétt Hafþór, það er þarna smá gloppa varðandi kristnu þrenninguna.
Hinvegar veldur það mér meiri hugarbrotum hvar ég eigi að koma kölska fyrir í þessari kenningu. Í augnablikinu hallast ég einna helst að því að skrattinn sé einmitt á bakvið óræðar tölur. Þannig að:
Pí = 3.14 + s
Og rökin eru að að óræðar tölur verða ekki ræðar fyrr en við fjarlægjum skrattann.
Helvíti getum við þá skilgreint þannig að þú ert dæmdur til að eltast við óræða tölu um alla eilífð, en himnaríki er fullkomin sæla í samsæti með kvaðratrótinni af mínus einum.
Refsinging mín verður ekki harðari en þín eftir andlátið Birgir, við eigum eflaust eftir að hittast í eltingaleik við Pí.





Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 22/08/05 17:35 #

Talandi um þríeinn guð og tvinntölur þá reddar Hamilton okkur með fertölum sínum i, j og k. Þær eru mjög þríeinar og frekar ímyndaðar :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.