Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Töfralæknar á Íslandi

Á vef Morgunblaðsins má finna frétt um það að framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis vilji láta blessa byggingu áður en hún verður tekin í notkun. Þetta er víst vegna einhverra óhappa sem hafa orðið. Hljómar þetta ekki svolítið einsog eitthvað aftan úr öldum? Panta töfralækni til að koma í veg fyrir slys? Þessir verktakar ættu nú kannski að vanda til verka frekar en að biðja hin mikla anda á himnum að redda sér. Hvað fá prestar annars borgað fyrir svona blessun?

Ritstjórn 14.07.2005
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Erik Olaf - 14/07/05 13:06 #

Björgmundur heldur semsagt að Satan sé að reyna valda usla við þessa framkvæmd?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.