Við viljum benda lesendum Vantrúar á nýjasta tölublað Sirkus sem kom út 8. júlí. Í blaðinu er viðtal við eina manninn sem hefur afrekað það að vera bannaður um aldur og æfi á Vantrú.
Í viðtalinu ræðir Lárus Páll Birgisson um mótmæli og hefur margt áhugavert til málanna að leggja. Við á Vantrú styðjum Lárus Pál heilshugar í friðsömum mótmælum og teljum hann sýna gott fordæmi í þeim efnum.
En Lárus Páll virðist hafa Vantrú á heilanum því í miðju viðtali um mótmæli á Íslandi kemur þessi yfirlýsing frá Lárusi Páli eins og skrattinn úr sauðaleggnum:
"Það eru líka til mótmælahópar sem eru ekkert skárri en t.d. Gunnar í Krossinum. Ég kalla þá ofsatrúleysingja og nefni engin nöfn en bendi á heimasíðuna vantru.net"
Við þökkum Lárusi þessa góðu auglýsingu þó við skiljum ekki alveg hvernig hún kom efni viðtalsins við.
Miðað við að Vantrú bannaði Lárus hefur hún undanfarið eytt óttalega miklu púðri í hann.
Mér finnst varla hægt að segja það, við birtum lesendabréf frá honum og vísum á þetta viðtal. Möguleg ástæða þess að einhverjum kann að virðist þetta "mikið púður" er að vegna sumarleyfa er lítið að gerast á Vantrúarvefnum um þessar mundir.
Það er nú augljóslega frekar að Lalli Palli hefur áhuga á okkur en ekki öfugt. Nær einhvern veginn að troða okkur að í viðtali um allt önnur mál. Sendir okkur langt og leiðinlegt bréf um andúð sína á okkur (sem við birtum til að sýna fólki hvers vegna hann var bannaður). Þar að auki hefur hann verið að pósta athugasemdum á bloggsíðum meðlima Vantrúar með skítkasti, bæði undir dulnefni og réttu nafni.
En Lárus Páll virðist hafa Vantrú á heilanum því í miðju viðtali um mótmæli á Íslandi kemur þessi yfirlýsing frá Lárusi Páli eins og skrattinn úr sauðaleggnum:
Mér sýnist hann frekar vera með upptalningu á mótmælendum og mótmælaaðferðum, frekar en þetta birtist eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Þess vegna læt ég þetta bara flakka, upp á mína, til að hver geti dæmt fyrir sig, sem notast við sjálfstæða hugsun. Mér finnst það mikilvægt að fólk (ef það þá kærir sig um) skoði málin og dæmi út frá eigin forsendum um það hvað er satt og rétt. Eins og þið mynduð orða það: að fólk hugsi fyrir sig sjálft.
Þar að auki hefur hann verið að pósta athugasemdum á bloggsíðum meðlima Vantrúar með skítkasti, bæði undir dulnefni og réttu nafni.
Nú veit ég ekki hvern mann téður Lárus (Lalli Palli) hefur að geima. Það er auðvelt að villa á sér heimildir með fagurgala. Endilega gefið linka á skítkastið, til að hver sem er geti dæmt fyrir sig. Kannski að ég geti líka áunnið mér eilífðarbann? Það er svo afskaplega lýðræðislegt að láta suma þegja. Það hljóta að vera háleitustu hugsjónir í framkvæmd, að útiloka “leiðinlegu erfiðu óþekktarangana”. Ágúst (961)
Ég hitti hann Frikka á leiðinni. Hann hefur líka mótmælt ........" segir Lalli og kynnir Frikka félaga sinn til leiks. Áður en viðtalið hefst eru þeir farnir að þræta um þjóðmál og mismunandi mótmælaaðferðir. ...... ,,Það eru allir mótmælendur. Fólk andmælir yfirleitt ef því finnst vera á sér brotið” segir Lalli. ,,Ég veit samt ekki um neina þjóð sem tekur kúgun af jafn mikilli kurteisi og .. Íslendingar. Við höfum það bara of gott,” svarar Frikki. ,,Já kannski. Sitjum og horfum á sjónvarpið í góðum fíling á meðan það er verið að drekkja landinu og drepa fólk í Írak,” svarar Lalli. ,,Þetta er uppalin vanmáttarkennd í Íslendingum," segir Frikki: "Það er eins og allir trúi því að höfðingjar þessa lands geti ekki haft rangt fyrir sér. Davíð Oddson hefur til dæmis ekki haft rangt fyrir sér í 15 ár og ekki logið heldur,” segir Lalli. ,,Ég las einhvers staðar að meðal maður lýgur jafn oft og hann prumpar yfir daginn. það eru einhver 15 skipti á dag,” segir Frikki sem var handtekinn fyrir að klippa af bensíndælum hjá Olís vorið 2001. ,,Ég var að mótmæla verðsamráðinu þótt allir hafi haldið að ég væri að gagnrýna bensínverðið. Ég fór svo með bensínbyssurnar upp í Olís og vildi fá að tala við forstjórann og afhenda honum mótmælabréf með bensínbyssunum. Þá var ég bara handtekinn. Fékk seinna að tala við Geir Magnússon. Hann bauðst af höfðingsskap að láta kærurnar niður falla ef ég myndi opinberlega draga til baka yfirlýsingar mínar og biðjast afsökunar. Ég tók það ekki í mál. Bað hann frekar að biðja mig afsökunar sem neytanda. Geir, ég er enn þá að bíða.” ,,Ég er á móti svona aðgerðum,” segir Lalli og heldur áfram: ,,Rétt eins og þetta með skyrið um daginn. Það þarf ekki ofbeldi.” ,,Ertu að segja að ég sé ofbeldisfullur? Mitt mál fór reyndar fyrir dóm þar sem ég var sakfeldur fyrir eignarspjöll en sýknaður af ákærum um auðgunarbrot. Kostaði mig á endanum einhvern 100 þúsund kall. Ég átti náttúrlega að fá fjárhagsaðstoð frá FÍB Þetta var gert í þágu neitenda og bíleigenda í landinu,” segir Frikki. ,,Mér finnast svoleiðis aðferðir rangar. Það er svona svipað og að drepa fyrir heimsfrið Þetta dregur úr trúverðugleika mótmæla almennt og fólk verður hræddara við að taka þátt þegar svona atvik koma upp. Þetta er óþarfi. Það eru líka til mótmælahópar sem eru ekkert skárri en t.d. Gunnar í Krossinum. Ég kalla þá ofsatrúleysingja og nefni engin nöfn en bendi á heimasíðuna vantru.net," segir Lalli og heldur áfram: ,,Það vantar líka að fleira venjulegt fólk fari að mótmæla. .Mótmælendur hafa svo neikvæðan stimpil a sér, m.a. út af of harkalegum eða skrýtnum aðgerðum. Fólki dettur strax í hug Helgi Hó, Birna Þórðar eða Ástþór Magnússon þegar minnst er á mótmæli.
Ágúst, ertu að segja að Vantrú tengist þessari umræðu á einhvern hátt?
Þess vegna læt ég þetta bara flakka, upp á mína, til að hver geti dæmt fyrir sig, sem notast við sjálfstæða hugsun. Mér finnst það mikilvægt að fólk (ef það þá kærir sig um) skoði málin og dæmi út frá eigin forsendum um það hvað er satt og rétt.
Vorum við ekki að hvetja fólk til að kíkja á blaðið og skoða viðtalið?
Furðulegt innlegg!
Endilega gefið linka á skítkastið, til að hver sem er geti dæmt fyrir sig
Bendi þér á vísunina í greininni (bannaður um aldur og æfi á Vantrú). Í athugasemdum þar og í greinum sem er vísað á í athugasemdum kemur fram af hverju Lárus Páll var bannaður.
Kannski að ég geti líka áunnið mér eilífðarbann?
Hagaðu þér bara eins og fífl hér og þá geturðu það vandræðalaust. Okkur þætti þó betra ef þú reyndir að haga þér eins og maður og takir þátt í málefnalegri umræðu.
En Lalli minnist ekki á nokkurn hátt á mótmælaaðferðir Vantrúar og þar af leiðandi tengist þetta umræðunni ekki á nokkurn hátt.
[Já Ágúst, þú ert að ná því að vera nógu leiðinlegur til að vera ritskoðaður. Slepptu dónaskapnum. - Ritstjóri.]
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 11/07/05 13:12 #
Í ljósi umræðu síðustu daga þá er víst best að játa það hér og nú að við erum að hæðast að Lalla Palla. Við erum greinilega bara svona illa innrættir.