Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Aumt

Hver er sá viðburður á fjögurra ára fresti, sem ætlað er að sameina heimsbyggðina um háleitar hugsjónir? Ólympíuleikarnir hafa nú gert það í rúma öld og virðast ætla að lifa áfram þrátt fyrir ósætti á stundum. Það eru ekki aðeins íþróttamennirnir, sem taka þátt í leikunum, heldur heimurinn allur, sem stendur á öndinni af eftirvæntingu. Jafnvel hörðustu anti-sportistar og einangrunarsinnar bíða í ofvæni með blik í auga.

Helgina 24. og 25. júní sl. hélt Þjóðkirkjan sína Ólympíuleika, sem kallaðir eru Kirkjudagar, en þeir eru haldnir fjórða hvert ár. Umgjörðin var hin veglegasta, sjálft Skólvörðuholtið um hásumar. Biskupinn fylgdi þeim úr hlaði með þessum orðum:

"Fjöldinn allur af sýningum, málstofum, tónleikum, bænastundum og guðsþjónustum er í boði og opna sýn til þess sem kirkjan er og stendur fyrir í samtíðinni. Góðir gestir af fjarlægum löndum taka þátt, frá Evrópu, Kanada, Eþíópíu, auðga dagana og minna okkur á að kirkjan er alþjóðleg, litrík og lifandi. Fulltrúar allra sókna landsins, frá ystu nesjum og innstu dölum, koma saman til að finna sig hluta þess víða faðms og gefandi samfélags sem er kirkjan."

Alls mættu fimmþúsund sálir til að bera dýrðina augum!! Það gerir um 2% skráðra Þjóðkirkjumeðlima. Þetta hlýtur að teljast slakur árangur, nema hann sé etv. skoðaður í ljósi Krists. Þó var ekkert til sparað að gera Kirkjudagana sem veglegasta. Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær styrktu framtakið og digrir sjóðir Þjóðkirkjunnar hafa eflaust rýrnað nokkuð við undirbúninginn. En sagan frá Þingvöllum árið 2000 endurtók sig. Landsmenn hafa hreinlega ekki áhuga á Þjóðkirkjukristni, þrátt fyrir að í boði sé brauð og leikar. Þjóðkirkjan er náttúrulaust nátttröll, sem enginn harmar þegar hún dagar endanlega uppi. Því fyrr, því betra.

Guðmundur Guðmundsson 29.06.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 29/06/05 17:08 #

Miðað við að 15 blaðsíðna dagskrárbæklingur var gefinn út í 100.000 eintökum og dreift í hús í öllum stærri þéttbýliskjörnum á landinu og annars auglýsigastarfs þá verður þetta að teljast slöpp mæting.


Haukur - 30/06/05 03:28 #

Þessi ósköp voru einmitt auglýst í mötuneyti Sólheima og líklegt þykir mér að fleiri mötuneyti, sjoppur, bókasöfn og aðrir almennir staðir hafi tekið að sér auglýsingastarf.

Annars verð ég að lyfta þumli fyrir skemtilega grein og þá sérstaklega þessu:

Þetta hlýtur að teljast slakur árangur, nema hann sé etv. skoðaður í ljósi Krists.

Skoðaður í ljósi Krists, fliss.


Sindri - 30/06/05 13:44 #

Miðað við að 15 blaðsíðna dagskrárbæklingur var gefinn út í 100.000 eintökum og dreift í hús í öllum stærri þéttbýliskjörnum á landinu og annars auglýsigastarfs þá verður þetta að teljast slöpp mæting.

Eða góð mæting miðað við hvað drepleiðinleg dagskráin var vel kynnt :oP.


Dóri - 02/07/05 00:04 #

Hvernig hefði Jésús viljað láta mynnast sín? Örugglega á eins látlausan og einfaldan hátt og hægt er og ódýrastan. Hógværð er lykilorðið þegar mynnast skal frelsarans. Annars er þetta kirkjupartý lítilræði en 2000 hátíðin var náttúrulega skandall og sukk J.K var ekki ánægður með það.


Haukur - 03/07/05 21:07 #

Nú man ég ekki hvað skemtileg grein Óla Gneista um þankagang kristlinga hét en lykilsetningin er eitthvað sem ég held að Dóri megi íhuga. Hún var ef ég man rétt:

Guð hugsar alveg eins og ég, heppilegt fyrir mig!


kristín - 04/07/05 08:25 #

heppilegt fyrir mig :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.