Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Aumt

Hver er sá viđburđur á fjögurra ára fresti, sem ćtlađ er ađ sameina heimsbyggđina um háleitar hugsjónir? Ólympíuleikarnir hafa nú gert ţađ í rúma öld og virđast ćtla ađ lifa áfram ţrátt fyrir ósćtti á stundum. Ţađ eru ekki ađeins íţróttamennirnir, sem taka ţátt í leikunum, heldur heimurinn allur, sem stendur á öndinni af eftirvćntingu. Jafnvel hörđustu anti-sportistar og einangrunarsinnar bíđa í ofvćni međ blik í auga.

Helgina 24. og 25. júní sl. hélt Ţjóđkirkjan sína Ólympíuleika, sem kallađir eru Kirkjudagar, en ţeir eru haldnir fjórđa hvert ár. Umgjörđin var hin veglegasta, sjálft Skólvörđuholtiđ um hásumar. Biskupinn fylgdi ţeim úr hlađi međ ţessum orđum:

"Fjöldinn allur af sýningum, málstofum, tónleikum, bćnastundum og guđsţjónustum er í bođi og opna sýn til ţess sem kirkjan er og stendur fyrir í samtíđinni. Góđir gestir af fjarlćgum löndum taka ţátt, frá Evrópu, Kanada, Eţíópíu, auđga dagana og minna okkur á ađ kirkjan er alţjóđleg, litrík og lifandi. Fulltrúar allra sókna landsins, frá ystu nesjum og innstu dölum, koma saman til ađ finna sig hluta ţess víđa fađms og gefandi samfélags sem er kirkjan."

Alls mćttu fimmţúsund sálir til ađ bera dýrđina augum!! Ţađ gerir um 2% skráđra Ţjóđkirkjumeđlima. Ţetta hlýtur ađ teljast slakur árangur, nema hann sé etv. skođađur í ljósi Krists. Ţó var ekkert til sparađ ađ gera Kirkjudagana sem veglegasta. Reykjavíkurborg og Hafnarfjarđarbćr styrktu framtakiđ og digrir sjóđir Ţjóđkirkjunnar hafa eflaust rýrnađ nokkuđ viđ undirbúninginn. En sagan frá Ţingvöllum áriđ 2000 endurtók sig. Landsmenn hafa hreinlega ekki áhuga á Ţjóđkirkjukristni, ţrátt fyrir ađ í bođi sé brauđ og leikar. Ţjóđkirkjan er náttúrulaust nátttröll, sem enginn harmar ţegar hún dagar endanlega uppi. Ţví fyrr, ţví betra.

Guđmundur Guđmundsson 29.06.2005
Flokkađ undir: ( Kristindómurinn )

Viđbrögđ


Hjalti (međlimur í Vantrú) - 29/06/05 17:08 #

Miđađ viđ ađ 15 blađsíđna dagskrárbćklingur var gefinn út í 100.000 eintökum og dreift í hús í öllum stćrri ţéttbýliskjörnum á landinu og annars auglýsigastarfs ţá verđur ţetta ađ teljast slöpp mćting.


Haukur - 30/06/05 03:28 #

Ţessi ósköp voru einmitt auglýst í mötuneyti Sólheima og líklegt ţykir mér ađ fleiri mötuneyti, sjoppur, bókasöfn og ađrir almennir stađir hafi tekiđ ađ sér auglýsingastarf.

Annars verđ ég ađ lyfta ţumli fyrir skemtilega grein og ţá sérstaklega ţessu:

Ţetta hlýtur ađ teljast slakur árangur, nema hann sé etv. skođađur í ljósi Krists.

Skođađur í ljósi Krists, fliss.


Sindri - 30/06/05 13:44 #

Miđađ viđ ađ 15 blađsíđna dagskrárbćklingur var gefinn út í 100.000 eintökum og dreift í hús í öllum stćrri ţéttbýliskjörnum á landinu og annars auglýsigastarfs ţá verđur ţetta ađ teljast slöpp mćting.

Eđa góđ mćting miđađ viđ hvađ drepleiđinleg dagskráin var vel kynnt :oP.


Dóri - 02/07/05 00:04 #

Hvernig hefđi Jésús viljađ láta mynnast sín? Örugglega á eins látlausan og einfaldan hátt og hćgt er og ódýrastan. Hógvćrđ er lykilorđiđ ţegar mynnast skal frelsarans. Annars er ţetta kirkjupartý lítilrćđi en 2000 hátíđin var náttúrulega skandall og sukk J.K var ekki ánćgđur međ ţađ.


Haukur - 03/07/05 21:07 #

Nú man ég ekki hvađ skemtileg grein Óla Gneista um ţankagang kristlinga hét en lykilsetningin er eitthvađ sem ég held ađ Dóri megi íhuga. Hún var ef ég man rétt:

Guđ hugsar alveg eins og ég, heppilegt fyrir mig!


kristín - 04/07/05 08:25 #

heppilegt fyrir mig :)

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.