Það sem þessu nýaldarfólki dettur ekki í hug að selja:
Helga Guðnadóttir, heilari
Andleg heilun og DNA heilunRósin, Bolholti 4, 4. hæð
Tímapantanir í síma 562 6494 og 698 4064
Netfang: hjhg@simnet.is
Það verður ekki annað séð af þessari auglýsingu en heilarar séu byrjaðir að snúa sér að sjálfu erfðamengi mannsins. Með heilun er augljóslega hægt að bug-fixa forritunarvillur í arfberum okkar, sjálfar stökkbreytingarnar sem þróun tegundanna byggir á.
Þá vitið þið það. Ef legvatnsprufan leiðir í ljós að þið gangið með dverg eða mongólíta undir belti skulið þið ekki láta eyða fóstrinu heldur fara til hennar Helgu sem kippir öllu í lag.
Eins gott að það er tiltölulega lítið mál að kanna gildi þessarar heilunar vísindalega.
Eins og Haukur segir er það vissulega lítið mál. Við finnum bara einhverja ætt þar sem einhver alvarlegur sjúkdómur er ættgengur. Segjum að það sé krabbamein, síðan tökum við einhvern fjölda einstaklinga af þessari ætt, sem hafa ekki greinst með það (a.m.k. ekki ennþá), og látum Helgu "DNA-heila" hálfan hópinn en hinn helminginn látum við þykjustu-heilara "heila" í þykjustunni. Síðan greinum við hvort mælanlegur munur er á því í hverjum krabbameinið kemur fram. Þeir sem voru heilaðir og fá ekki krabbamein eru þá auðvitað gangandi sönnun á því að heilunin virkaði. Þeir sem voru heilaðir en fengu samt krabbamein trúðu augljóslega ekki nógu heitt á heilunina (eða voru með svarta áru). Þeir sem voru þykjustuheilaðir og fá krabbamein fá bara krabbamein af því það er ættgengt -- en þeir sem eru þykjustuheilaðir en fá ekki krabbamein eru stálheppnir! Q.E.D. og hún getur fengið milljón dollara hjá Randi!
(hahahahaha)
Bróðir minn er með efnaskiptagalla sem virkar þannig að hann getur ekki brotið niður ákveðin efni í ákveðnum matvörum og er það arfgengt(DNA). Kanski ég ætti að senda hann til hennar svo hún geti nú læknað hann. Þar þyrfti hún fyrir alvöru að heila DNA, ekki bara þykjast gera eitthvað til að láta móðursjúkum kjéllingum líða betur.
Svona lið fær skírteini úr Cerios pakka með einhverjum fancy nafngiftum, þykist svo geta gert eitthvað sem engin innistæða er fyrir og rukkar himin og jörð fyrir. Það er eflaust einhver sem að trúir þessu, fer til hennar og er veikur í alvörunni. Það gerir mig mjög reiðan að hún sé að gera sjúkt fólk að féþúfu. Svona fáránleg vitleysa pirrar mig. Ég hætti að skrifa áður en ég fer að æsa mig meira og segja eitthvað sem ég sé eftir.
Bróðir minn er ekki sjúkur...ég er ekki að segja það...I got carried away. Þessi dna truflun háir honum ekki neitt, hann þarf bara að passa mataræðið. En það er fólk sem er alvarlega veikt, hefur arfgenga galla sem geta dregið það til dauða og það er það sem að gerir mig reiðan. Að geta fengið það af sér að hirða pening af fólki sem setur allt sitt traust á svona farandsölu-kuklara-sjónvarpspredikara-nýaldar vitleysis fólk. Nú er ég hættur...áður en ég segi eitthvað meira.
DNA heilun já. Þarna er nýaldarhyskið komið út á hálan ís því það er hægt að athuga hvort að heilun hafi áhrif á erfðamengið með nákvæmum hætti. Ég held að þetta pakk ætti að halda sig við það að heila árur og orkustöðvar, þannig kemst það undan því að þurfa að sanna sitt mál.
c/p Your energy system is constantly being bombarded with conflicting energy frequencies that counteract all of your hard work and progress. With the help of sounds that are specific to the individual, and the new healing frequencies, the locked in coding and the dark force holds and frequencies are released, allowing the DNA to receive new information and heal. After all of the interferences are released, another healing frequency is used to correct, connect gaps, and activate and rebuild the DNA . You are attuned to this frequency and given the sacred sound that will grant you access to the frequency so you can continue to rebuild and heal yourself at the DNA level.
Djöfull er hægt að ljúga að fólki
Heilun eða DNA-heilun. Hver er munurinn? Það er ekkert "verra" að kalla heilun DNA-heilun. Bara sölutrikk. Heilun - sama nafni sem hún nefnist er KJAFTÆÐI!!!
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Ásgeir - 28/06/05 02:54 #
Fari það í hurðalaust helvíti, öllu er hægt að ljúga að fólki. Trúir Helga þessu sjálf?