Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Idol-keppni Guðs

Sú árátta kristinna manna að biðja fyrir öðrum vekur sífellda undrun hjá mér. Sérkennilegast er þegar reynt er að fá sem flesta til að biðja fyrir einhverjum. Ég skil ekki hvaða hugmyndir þetta fólk hefur um Guð sinn.

Þegar páfinn gamli var að deyja var fólk víðsvegar um heiminn að biðja fyrir honum. Hvers vegna? Var Guð ekki að fylgjast með líðan páfans? Var kannski óvíst að páfinn kæmist til himnaríkis? Sá Guð sem þarf áminningu um að muna eftir helsta embættismanni sínum á jörðinni er ekki alvitur og sá Guð sem vill fá uppfylltan bænakvóta til að lækna valdamesta þjón sinn er ekki algóður (nema páfinn hafi verið einstaklega vondur).

Kannski er Guð að halda eina allsherjar Idol-keppni með mannkynið. Á hverjum degi kjósum við um hvaða sjúklingar mega lifa áfram og hverjir detta úr keppninni. Ef Jói fær ekki nógu margar bænir þá drepst hann. Það hefur aldrei verið Survivorkeppni á þessum skala, Survivor - Earth. Síðan er þetta einsog í verstu harmleikjum því allir deyja í lokin. Enginn vinnur, allir tapa og áhorfið slær öll met.

Ég hefði haldið að fólk sem trúir á almáttugan, algóðan og alvitran Guð væri þar með búið að átta sig á að öll mál séu í umsjón hjá honum en svo virðist ekki vera. Sumir virðast halda að skrifstofa Guðs sé laus við allt skipulag og að það sé hætta á að sum mál týnist bak við hilluna ef þú hringir ekki í hann reglulega til að minna hann á þau. "Jói? Ég skal reyna að muna að lækna hann eftir að ég hef komið í veg fyrir stríð og hungursneyðir".

Bænir sýna að trúarbrögð eru að miklu leyti leið sem fólk notar til að reyna að hafa stjórn á heiminum. Bænir virka hins vegar ekki. Þér líður kannski betur að biðja og ef þú segir einhverjum að þú biðjir fyrir honum þá gæti það vakið vellíðan hjá honum en bænin hefur engin áhrif utan þess.

Óli Gneisti Sóleyjarson 06.06.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Sigurður Ólafsson - 06/06/05 09:54 #

Einn flötur á þessu máli hefur lítið verið í umræðunni, en það er sú staðreynd að trúaðir þykjast hafa fundið mælistiku á "gæði" guðs síns. Þeim ætti því að vera í lófa lagið að halda keppni á milli hinna ýmsu guða og finna þannig besta guðinn. Neytendasamtök gætu staðið að slíkri rannsókn, með þátttöku kristinna, múslima, hindúa og hvað þetta heitir nú allt saman. Hvor skyldi nú vera öflugri, Allah eða Jehóva? Nú, ef þetta er allt sami guðinn, eins og sumir halda fram, á hvaða trúarhóp hlustar hann þá raunverulega?


Lella - 07/06/05 11:21 #

Fyrirbæn snýst ekki um að safna sem flestum bænum í púkk fyrir einhvern svo Guð taki betur eftir honum. Stundum á maður sjálfur ekki nógu mörg orð til að biðja og vill hjálp. Stundum treystir maður sér ekki til að biðja og vill hjálp. Það geta svo margar ásætður legið að baka en aðalmálið í þessari ,,góðu" grein er að þú skilur ekki hvað bænin er.

Bænin er samtal við Guð. Það væri meira leiðindasamtalið sem þú ættir við vin þinn ef það eina sem hann gerði væri að biðja þig um eitthvað. Bænin er miklu meira en það. Þeir sem leggjast á bæn eru skki alltaf að biðja Guð að gera eitthvað , lækna einhvern, vaka yfir einhverjum. Alls ekki.

Eins og ég sagði áðan er bænin samtal. Það er aðalatriðið. Svo ég noti líkinguna sem ég nota fyrir sunnudagaskólabörnin, þá er bænin ein og sími. Tæki til að nota til að tala við Guð. Það felst miklu meirí samtalinu en að biðja um eitthvað, biðja Guð að gera eitthvað. Við leggjum líáhyggjur okkar, vanda, sorgir og angist fram fyrir hann. Ekki til þess að biðja hann að leysa úr þív fyrir okkur, oft þurfum við bara að létta á hjarta okkar. Við notumíka bænina til að þakka Guði fyrir það sem hann hefur gefið okkur. Við biðjum einnig til að segja honum fáí þv sem okkur finnst skemmilegt, er ájkvætt, gerir okkur glöð.

Þið ,,vantrúarmenn" hamrið á því að menn skuli ekki viðhalda rökvillur og rökleysur í máli sínu. Mun verra þykir mér þó sú aðferðafræði ykkar að gagnrýna það sem þið hafið ekki vit á og bulla eins og þið eigi lífið að leysa um það sem ykur skortir algjörlega þekkingu og skilning á. Það er ekki rökvilla en sannarlega lélegur málflutningur.

Ég bið ykkur vel að lifa og megi Guð blessa ykkur. Kannski ætti ég að reyna að muna eftir ykkur í bænum mínum. Væri það ekki notalegt?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 07/06/05 11:29 #

Ef þú hefðir lesið þessar bænarannsóknir sem við höfum verið að fjalla um þá myndirðu sjá að hugsunin hjá því fólki er einmitt að fleiri fyrirbænir þýði að sjúklingunum vegni betur.

Ég sé ekki nokkra ástæðu fyrir því að þú ættir að minnast á mig í bænum mínum, það væri einfaldlega form sjálfsfróunar af þinni hálfu og gerði mér ekkert gagn (ekki frekar en að Angelina Jolie fái fullnægingu þó ótal manns minnist hennar þegar þeir eru að rúnka sér).


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 07/06/05 11:49 #

Það má segja um bænina að hún geti virka vel á þann sem biður, þ.e. þú hefur einhvern til að tala við en að hún virki á þann sem beðið er fyrir hefur ekki verið sannað og ég stórefast um að það að það verði nokkurn tímann sannað. Á meðan reyna trúmenn að falsa niðurstöður og framkvæma illa unnar kannanir sem henta málstaðnum.

Þið ,,vantrúarmenn" hamrið á því að menn skuli ekki viðhalda rökvillur og rökleysur í máli sínu. Mun verra þykir mér þó sú aðferðafræði ykkar að gagnrýna það sem þið hafið ekki vit á og bulla eins og þið eigi lífið að leysa um það sem ykur skortir algjörlega þekkingu og skilning á. Það er ekki rökvilla en sannarlega lélegur málflutningur.

Hvernig væri síðan að gagnrýna rök okkar í staðinn fyrir að segja svona vitleysu. Allavega höfum við mjög góð rök fyrir því að trúað fólk "bulli" mun meira en við. Trúað fólk fellur oftar en ekki í þann skurð að gera okkur upp skoðanir sem telst mjög óheiðarlegur málflutningur.

Gerðu það að sleppa mér í bænunum þínum, það er hrein tímasóun.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/06/05 12:30 #

Lella, ég hef eina bón, viltu fara með þess bæn fyrir mig sem allra fyrst.

Góði Gvuð.
Sjáðu til þess að karlinn minn svari póstinum sem Matti sendi honum fyrir helgi.
Yemen.

Takk.


Lella - 07/06/05 12:42 #

æi, þið eruð svo mikil krútt :)

Skil samt ekki af hverju þið þurfið að æsa ykkur og vera orðljótir þó ég komi með ábendigar. Það er alveg óþarfi.

Ég hélt þetta væri vettvangur skoðanaskipta en ekki enhliða umræðna. Ef það er rangt mat hjá mér, biðst ég afsökunar. Mig langaði bara að segja mína skoðun.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/06/05 12:47 #

Ég hélt þetta væri vettvangur skoðanaskipta en ekki einhliða umræðna.
Uh, er það ekki einmitt það sem á sér stað hér. Þú setur þínar skoðanir fram, við okkar. Væri það ekki einmitt "einhliða umræða" ef við myndum ekki svara gagnrýni þinni?

Og jú, það er rétt hjá þér, við erum upp til hópa óskaplega mikil krútt.

Skil samt ekki af hverju þið þurfið að æsa ykkur og vera orðljótir þó ég komi með ábendingar. Það er alveg óþarfi.
"Orðljótir" !!! Er "sjálfsfróun" eitthvað að stuða þig?


Lella - 07/06/05 13:08 #

æi, strákar. Af hverju þurfið þið að æsa ykkur og vera orðljótir?

Ég hélt þetta væri vettvangur skoðanaskipta um trúmál en ekki einhliða umræðna. Hélt ég mætti koma með ábendignar og hugsanlega, einhvern tímann, svara fyrir mig þegar þið gagnrýnið trú mína og sannfæringu.

Alla vega er óþarfi að vera með dónaskap.

Matti Á. ég vissi ekki að þú þekktir hann. Voruð þið saman í skólanum? Ég skal endilega skila kveðju.


Lella - 07/06/05 13:11 #

jæja... ég er greinilega voða mikill tölvulúði. tölvan mín sagði að skilaboðin hefðu ekki komis á framfæri svo ég skrifaði ný... en viti menn. nú á ég tvö komment um sama efni. Fyndið.


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 07/06/05 13:17 #

Af hverju þurfið þið að æsa ykkur og vera orðljótir?

Hvaða orð er svona ljótt hérna og hver er orðljótur? Það er ekkert hér í þessum yfirveguðu umræðum sem er stuðandi.


Bjoddn - 07/06/05 13:46 #

Jamm.. það er gott að hafa fullvissu um eigið ágæti eins og þessi Lella virðist hafa. Þeir sem gagnrýna eru bara svo óttalega vitlausir eitthvað, blaðra bara um eitthvað sem þeir hafa ekkert vit á.

Þegar Lella biður til guðs, þá er hún stundum að spjalla við hann, leggja sín vandamál fram fyrir hann og svona. En af hverju? Hefur guð svarað þér, komið með lausnir eða eitthvað álíka? Kannski telur Lella að svo sé, en þá lít ég svo á að hún þjáist af vanmáttarkennd. Er það óhugsandi að Lella geti bara hafa fundið lausn sinna mála sjálf?

Og hví ekki að leggja sín mál frammi fyrir einhverjum sem raunverulega getur hjálpað? Á Lella ekki mann eða konu eða vin sem hún getur talað við?

Lella hefur enga sönnun fyrir því að guð sé að hlusta á hana eða þá að hann sé yfir höfuð til. Ef ímyndaði vinur hennar sem hún talaði við héti Jón, þá mundi einhver ráðleggja henni að leita sér aðstoðar, þó svo að hún væri sannfærð um tilvist hans og að hann hlustaði og hjálpaði.

Hver er munurinn á guði og jóni? Enginn getur staðfest hvort þeir séu til eður ei. Allar líkur benda til þess að í báðum tilvikum sé talað út í loftið í von um að einhver sé að hlusta. Ef ímyndaði félaginn heitir guð, þá er það í lagi, ef hann heitir jón, þá er talið að um geðrænt vandamál sé að ræða.

Þetta er bara ekki að meika sens.

En kannski er ég bara svona óttalegt kjánaprik að fatta ekki hugmyndafræðina á bak við þessa vitleysu. Ég viðurkenni að ég á erfitt með að setja mig í spor þess sem trúir, alveg eins og ég á erfitt með að setja mig í spor geðklofa sem heldur að CIA sé að fylgjast með honum og noti til þess gervihnattadiska eða eitthvað.

Í báðum tilvikum er trúin raunveruleg, hún hefur þó ekkert með raunveruleikann að gera. Hefur annars ekki einhver fundið heilabilunina sem gerir fólk heittrúað og telur sig geta spjallað við guð?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/06/05 14:01 #

Matti Á. ég vissi ekki að þú þekktir hann. Voruð þið saman í skólanum? Ég skal endilega skila kveðju.
Neinei, ég þekki hann bara héðan af Vantrúarvefnum :-)


Lella - 07/06/05 14:25 #

sjálfsfróun stuðar mig ekki. En að líkja bæn við sjálfsfróun gerir það.

Matti, þú skrifar: ,,Uh, er það ekki einmitt það sem á sér stað hér. Þú setur þínar skoðanir fram, við okkar. Væri það ekki einmitt "einhliða umræða" ef við myndum ekki svara gagnrýni þinni?"

Nei, veistu... mér finnst þið ekki hafa svarað neinu bara verið með æsing og dónaskap. Allavega eru þetta ekki nein vitræn tilsvör sem þið hafið gefið, þú og félagi þinn Óli Gneisti. Jón Magnús virðist hins vegar ekki draga umræðuna niður á óþarflega lágt plan. Ber virðingu fyrir honum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/06/05 14:38 #

Nei, veistu... mér finnst þið ekki hafa svarað neinu bara verið með æsing og dónaskap. Allavega eru þetta ekki nein vitræn tilsvör sem þið hafið gefið, þú og félagi þinn Óli Gneisti.
Hvað ertu að tala um? Hvaða æsing og dónaskap?

Enn og aftur stefnir umræðan í uppáhaldsgvuðsönnun mína.

Hér var nánar skrifað um bænir sem sjálfsfróun um daginn.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 07/06/05 14:49 #

Allavega eru þetta ekki nein vitræn tilsvör sem þið hafið gefið, þú og félagi þinn Óli Gneisti.
Ég benti þér á að það eru ekki allir kristnir menn sammála þér um það að fjöldi bæna skipti engu máli, þar af leiðir að allt kommentið þitt var byggt á röngum forsendum.
sjálfsfróun stuðar mig ekki. En að líkja bæn við sjálfsfróun gerir það.

Þú spurðir hvort okkur þætti notalegt að þú myndir minnast okkar í bænum þínum og ég svaraði í einlægni. Ef þú myndir biðja fyrir mér þá væri það bara fyrir þig sjálfa en ekki mig. Væntanlega þykir þeim trúmönnum sem biðja fyrir öðrum þeir vera voðalega góðir fyrir vikið en svo er ekki.

Ef þú vilt raunverulega hjálpa okkur þá máttu leggja inn pening á bankareikninginn okkar. Gjaldkerinn má fylla inn reikningsnúmerið hérna: [kt. 4211043440 0115-26-066666]


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/06/05 15:57 #

Nei, veistu... mér finnst þið ekki hafa svarað neinu bara verið með æsing og dónaskap.

Ert þetta þú, Lárus Páll?


Bjoddn - 07/06/05 17:39 #

Lella stuðast við orðið sjálfsfróun á meðan hún sakar aðra um að vita ekki um hvað verið er að tala.

En Lellu ætti ekki að vera lengi að fletta upp t.d. 2. Samúelsbók 14:17 sem segir : "Þá hugsaði þerna þín með sjálfri sér: Orð míns herra konungsins skulu verða mér til fróunar, því að minn herra konungurinn líkist í því engli Guðs, að hann hlýðir á gott og illt. Og Drottinn Guð þinn sé með þér".

nú eða t.d. Harmljóðin 3:56 sem segja : "Þú heyrðir hróp mitt: Byrg ekki eyra þitt, kom mér til fróunar, kom mér til hjálpar".

El Lella alvitra situr greinilega bara í sínum turni og sakar aðra um vanþekkingu þó hún þjáist hvað mest af henni sjálf. Nema það sé eðli trúmannsinns geta aldrei séð neitt án þess að blanda í það kynlífi.

fróun þarf ekki endilega að tengjast handaþukli, það hefði ég nú haldið að Lella, sem vit hefur á hlutunum vissi. Biblían segir að guð frói fólki sem biður. Við segjum að fólkið sé að fróa sjálfu sér...ergo að það stundi sjálfsfróun.

Að Lella skuli sjá dónatal úr þessu lýsir bara hugsuanahætti hennar.


eggert egg - 08/06/05 09:28 #

Það er þessi setning sem fór fyrir brjóstið á Lellu held ég Óli Gneisti: "Ég sé ekki nokkra ástæðu fyrir því að þú ættir að minnast á mig í bænum mínum, það væri einfaldlega form sjálfsfróunar af þinni hálfu og gerði mér ekkert gagn (ekki frekar en að Angelina Jolie fái fullnægingu þó ótal manns minnist hennar þegar þeir eru að rúnka sér)." Bjöddn segir: "El Lella alvitra situr greinilega bara í sínum turni og sakar aðra um vanþekkingu þó hún þjáist hvað mest af henni sjálf. Nema það sé eðli trúmannsinns geta aldrei séð neitt án þess að blanda í það kynlífi."

Ég fæ ekki betur séð en að Bjöddn hefði átt að lesa það sem Óli Gneisti sagði hér að ofan og þá hefði hann kanski áttað sig á því að það var ekki Lella sem blandaði kynlífi inn í þessar umræður. En mér finnst þetta kynlífstal kanski ekki vera aðalatriðið hér, þó skemmtilegt sé:).

Mér finnst bænin ágæt, þá tekur maður sér tíma til að hugsa fallega til fólks og þakka fyrir það sem maður hefur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að manni líður sjálfum betur eftir að hafa beðið fyrir öðrum. Mér myndi, persónulega, líka líða betur ef ég vissi að fólk tæki sér tíma á daginn til að hugsa fallega til mín, sem það gerir með því að biðja. Jæja, ég veit ekki hvað þið segið við þessu, en þetta er allavegana "my two cents".


Bjoddn - 08/06/05 09:57 #

Lella segir að orðið sjálfsfróun fari fyrir brjóstið á henni. Ég sé ekki af hverju það ætti að gera það þegar fróun er ekki endilega kynlífstengt. Angelinudæmið er síðan annar hlutur sem er ekki það sem Lella var að tala um, hún tiltók sérstaklega orðið sjálfsfróun sem vandamálið.

Í stuttu máli, Lella býr í fílabeinsturni, fullviss um eigið ágæti og vanhæfni annarra. Hún leitar í kristni til að fá jákvæðan samanburð við náungan greinilega. Spyr ég mig að því hvar Lella hafi tapað í lífinu þannig að hún þurfi að fá sína fróun úr slíku hallæri.

Lella er dæmigerður öfgatrúarmaður. Telur sig vera merkilegri en annað fólk og að þeir sem ekki fatta biblíuna séu bara ólesnir eða tregir. En sjálf er hún ólesin og treg og sýnir það með uppgerðarmóðgunum og heilagleika, þegar það á ekki við. Lella er svo merkileg að eigin mati að hún sér eitthvað úr biblíunni sem við hinir sjáum ekki. En staðreyndin er sú að við sjáum ekki eitthvað sem er ekki til staðar þó Lella og hennar líkir virðist geta séð það sem þeir vilja til að fullvissa sjálfa sig um eigið ágæti og merkilegheit.

En hei... sumir kaupa sér jeppa til að ná þessum markmiðum, aðrir þurfa að telja sig útvalda á einhvern hátt.

Eftir stendur að Lella telur sig vera merkilegri en mig og hún bíður nú líklega eftir því að fagnaðarerindið uppfyllist svo hún og félagar hennar í ímynduðum master-race kristinna geti sprangað um jörðina í friði fyrir okkur hinum sem hún telur vera henni óæðri.

Trúin er greinilega flótti frá raunveruleikanum í þessu tilviki.


eggert egg - 08/06/05 11:03 #

Bjöddn, eru þetta einhver rök? Talarðu svona við fólk sem andmælir þér? Með því að reyna að niðurlægja viðmælandann. Þú segir : "Í stuttu máli, Lella býr í fílabeinsturni, fullviss um eigið ágæti og vanhæfni annarra. Hún leitar í kristni til að fá jákvæðan samanburð við náungan greinilega. Spyr ég mig að því hvar Lella hafi tapað í lífinu þannig að hún þurfi að fá sína fróun úr slíku hallæri." Og áfram heldur þú: "Lella er dæmigerður öfgatrúarmaður. Telur sig vera merkilegri en annað fólk." Hvar segir hún það...en góð "rök" hjá þér samt að alhæfa svona. Hún var bara að reyna að fræða ykkur um eitthvað sem hún taldi ekki rétt í málflutningnum hér að ofan.

En það er kanski ekki skrýtið að þú kunnir ekki að beita rökum ef þú bregst svona við kennslu...

Svo segir þú: "En sjálf er hún ólesin og treg". Hvernig færðu það út??? áfram heldurðu svo: "Lella er svo merkileg að eigin mati að hún sér eitthvað úr biblíunni sem við hinir sjáum ekki."

Ert þú ekki sjálfur að segja að þú sért svo merkilegur að þú "vitir" að allt sem stendur í biblíunni sé rangt...Þetta eru engin rök hjá þér, þetta er bara útúrsnúningur.

Haltu þig við efnið, ekki ráðast á persónu einhvers bara afþví að þú ert ekki sammála honum/henni. Það er ekki rökræða, það er bara tilgangslaust rifrildi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/06/05 11:22 #

Það er þessi setning sem fór fyrir brjóstið á Lellu held ég
"Heldur þú"? Geturðu ekki bara spurt hana?

Vertu svo vænn að svara póstinum sem ég sendi þér.


Lella - 08/06/05 12:13 #

Vá... það var ekki ætlun mín að ergja ykkur kæru vinir. Hélt bara að það væri gott að fá sýn biðjandans á bænaumræðuna.

Og nei, það er ekki orðið sjálfsfórun sem stuðar mig, heldur ekki sjálfsfróun sem kynlífsathöfn. Það sem mér fannst óþægilegt var hins vegar að bæninni skyldi líkt við kynlífsathöfnina sjálfsfróun. Mér fannst það óþörf samlíking.

Treg er ég ekki og held það hafi ekki skinið í gegn í skrifum mínum að ég sé það. Ólesin er ég ekki heldur, þvert á móti. Í raun hef ég kynnt mér ýmislegt og lesið mér til. Síður en svo tel ég mig merkilegri en annað fólk vegna þess að ég sé kristin (þau rök Bjöddns skil ég hreinlega ekki). Og því fer fjarri að ég telji þá ólesna eða trega sem hafa aðra heimsskoðun en ég. Fjarri lagi.

Hins vegar hef ég mikinn áhuga á trúmálum, heimsskoðunum, lífssýnum og viðhorfum fólks til lífsins. Þess vegna kíkti ég inn á þennan vef. Til þess að kynna mér lífsskoðun ykkar. Ég er ekki í stríði við ykkur og finnst óþarfi að öll tilsvör séu eins og þið þurfið að vera í vörn gagnvart mér. Þannig komast umræðurnar aldrei á vitrænt plan og enginn græðir neitt. Það eina sem mig langar er að kynnast ykkur og skilja viðhorf ykkar, á hverju þau eru grunduð og hvernig þau eru upp byggð. Voru það mistök hjá mér að ætla að þið hefðuð hugsanelga áhuga á að skilja hvernig kristinn maður hugsar og af hverju?

Ég er ekki sammála ykkur, en ég myndi ganga í opinn dauðann til að þið fengjuð að halda þeirri sannfæringu sem þið hafið (svo ég vitni nú í bók sem ég hef lesið). Það er ekki ætlun mín að ,,frlesa ykkur" því ég geri mér grein fyrir að sannfæring ykkar er sterk. Eins veit ég að þið náið ekki að ,,afkristna" mig því ég veit af hverju ég trúi. Ég batt hins vegar vonir við að við gætum rætt saman, hlustað hvert á annað án þess að reiðast eða verða sár.

allavega... læt þetta duga í bili.

Að síðustu... nei, ég er ekki Lárus Páll, en það virkar eins og hann sé ekki í náðinni. Hvað gerði hann af sér?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/06/05 14:01 #

Orðfæri þitt, setningaskipan, greinamerkjasetning og yfirbragð er nákvæmlega eins og hjá Lárusi Páli. Sama á við um Eggert egg. Ef þú, Lella, ert að pósta orðræðu Lárusar gegnum eigið netfang, ID og IP-tölu ertu að taka þátt í lúalegum lygum hans og skemmdarverkum. Hann er augljóslega búinn að vera að nota netfang og ID vinar síns Eggerts egg til að koma eyðileggjandi strámönnum sínum á framfæri hér þrátt fyrir bann og nú grunar mig, af ástæðum þeim sem ég taldi upp hér að ofan, að þú sért hann í enn nýju dulargervi.

Lárus Páll Birgisson, sem mig grunar að sé með okkur á heilanum, á ekkert erindi hingað inn. Fáist þessi grunur minn staðfestur verður ykkur öllum hent héðan út.

Við líðum ekki skemmdarverk.


Bjoddn - 08/06/05 14:01 #

Lella... þú byrjar á að segja að hér viti menn ekki um hvað þeir eru að tala. Það er yfirlætisfullt hjá þér.

Þú reynir nú að klóra í bakkann og segja að sjálfsfróun hafi ekki farið fyrir brjóstið þér en að samt hafi hún gert það. Þú heldur því áfram að misskilja þetta orð en gerir það nú vísvitandi sem er verra ef eitthvað er. Það er enginn að líkja bæninni við kynlífsathöfn... þú veist það alveg því þú ert ekki treg (að eigin sögn) samt heldur þú áfram að bulla sömu vitleysuna.

Ef athöfnin sjálf fer ekki fyrir brjóstið á þér, þá sé ég ekki af hverju Angelina Jolie og tal um hana gerir það.

Það er engin skömm að því að hafa misskilið orðið fróun, margir gera það. Það er yfirlætið í þér sem fer í taugarnar á mér. Ég læt það hlaupa með mig í gönur og fer að beita þínum meðulum gegn þér sem er rangt hjá mér.

En hver er annars munurinn á að tala við guð og að tala við Jón ef engin sönnun er fyrir tilvist hvorugs aðilans? Af hverju fer sá sem talar við Jón á lyf að öllum líkindum en ekki sá sem talar við guð?

Ég efast um að einhver sé í vörn gagnvart þér... það er eitthvað sem þú býrð til í eigin huga og staðfestir þá skoðun mína að þú teljir þig vera yfir aðra hafin.


Lella - 08/06/05 15:31 #

Birgir. Ég lofa, ég er ekki Lárus Páll.


eggert egg - 08/06/05 16:08 #

Eruð þið semsagt að segja mér að ég og Lella séum alltaf að posta því sem Lárus Páll segir okkur að posta fyrir sig og að við séum viljalaus verkfæri hans...??? Eða ertu að segja að við séum bæði Lárus Páll, bara í dulargervi(ykkar orð)...!!! Ég verð að segja að ég veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við svona samsæriskenningum...

Annaðhvort hefur Lárus Páll gert svona áður og er þá crazy ass klikkaður (afsakið orðalagið) eða þá að sumir eru aðeins meira paranoid en hollt er. Ég segi það hér og nú (aftur), ég hef aldrei postað neinu eftir Lárus Pál og er ekki hann, néheldur Lella...


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 08/06/05 16:18 #

Ég verð að segja að ég veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við svona samsæriskenningum...
Ég segi það hér og nú (aftur), ég hef aldrei postað neinu eftir Lárus Pál og er ekki hann, néheldur Lella...
Viltu gjöra svo vel að svara póstinum sem ég sendi þér fyrir helgi svo hægt sé að leiða þetta mál til lykta.

Er þessi athugasemd eftir þig?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/06/05 17:09 #

Lella, eftir stendur, hvort sem þú ert Lárus Páll í sauðargæru eða ekki, að þér hefur, með afkáralegum innleggjum hér að ofan, tekist að leiða þessa umræðu fullkomlega út í móa. Þú gerir mönnum hér upp skapofsa og kjaftbrúk sem hvergi sér stað þegar umræðan er skoðuð og hefur með því tekist að færa fókusinn af því hvernig bænum er ætlað að höfða til guðsins þíns út í eitthvað innihaldslaust kjaftæði um orðalag og tilfinningar.

Fyrir nákvæmlega þessa hluti, síendurtekið, var Lárusi Páli að lokum varpað hér á dyr. Ég vara þig við: Ef þú ætlar að halda áfram að pósta hér inn skaltu vanda innlegg þín og sjá til þess að þau séu málefnaleg og laus við rökbrellur og afvegaleiðingu umræðuefnisins. Að öðrum kosti verður þér varpað út í kuldann líka.

Ég endurtek það sem ég sagði hér að ofan: Hér verða engin skemmdarverk liðin.


Lella - 09/06/05 16:37 #

alla vega... til að svara spurningunni um hinn ósýnilega Jón: Fólk er sett á geðlyf ef það hefur geðraskanir. Þær fela í sér geðhrif og einkenni sem teljast afbrigðileg. Afbrigðileg í því skyni að þau eru óvenjuleg í því samfélagi sem við lifum í. Það er afbrigðilegt að sjá ofsjónir, sjá ofheyrnir, halda að maður sé einhver annar maður er og svo framvegis. Hvort sem það er rétt eða rangt ætla ég ekki að dæma um. Líklega hefði JJesús verið settur á geðlyf sem krakk hefði hann fæðst á okkar tímum.

Menn eru ekki settir á geðlyf fyrir það að þeir biðji til Guðs vegna þess að það er ekki talið afbriðgiðlegt í samfélaginu. Gildir þá einu hvort guðinn er raunverulegur eða ekki. Meirihluti mannkyns tilheyrir einhverjum trúarbrögðum og í raun er ,,afbrigðilegt" að hafna þeim. Það að biðja er því ekki talin afbrigðileg hegðu og því sjá geðlæknar sér líklega ekki ástæðu til að setja fólk á geðlyf fyrir það. Enda væri þá langstaærstur hluti fólks á jörðinni deyft að geðdeyfðarlyfjum. Hlómar ekki spennandi veröld að lifa í.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/06/05 18:35 #

Gildir þá einu hvort guðinn er raunverulegur eða ekki.

Hefur nokkurntíma verið sýnt fram á að einhver guð sé eða hafi verið raunverulegur? Hvað fær þig til að halda að þinn sé það, þegar þú veist sem er að hinn mikli fjöldi hefur í árþúsund búið sér til guði af öllum sortum?

Meirihluti mannkyns tilheyrir einhverjum trúarbrögðum og í raun er ,,afbrigðilegt" að hafna þeim.

Þetta er rökvilla sem kallast Appeal to popularity. Þótt flestir aðhyllist eitthvað er það ekki þar með satt.

Enda væri þá langstaærstur hluti fólks á jörðinni deyft að geðdeyfðarlyfjum. Hlómar ekki spennandi veröld að lifa í.

Núnú, væri það þá ekki bara ákjósanlegt ástand og afbrigðilegt að vera ekki á geðlyfjum? Alla vega með þínum rökum, sbr. rökvilluna hér að ofan. ;)


Bjoddn - 09/06/05 20:37 #

Lella: Það er ekki langstærstur hluti íslendinga t.d. sem talar við guð. Þú þarft að fara til landa þar sem fólk veit ekki að jörðin snýst um sólina og svona til að finna meirihluta íbúa sem talar við guð.

Þú ert því afbrigðilegheitin, í það minnsta hér á landi.

Ég þekki fáa sem gera grín af fólki sem trúir ekki á guð, á meðan fjölmargir hlæja að mönnum sem kyssa guð í Heiðmörk. Þannig er nú ástandið á landi voru í dag, en eins og með svo margt annað, þá er raunveruleikinn ekki þinn raunveruleiki. Þú býrð bara einhversstaðar allt annarsstaðar en flestir íslendingar.

Allir sem ég þekki eru skráðir í þjóðkirkjuna, en enginn þeirra trúir á guð og enginn þeirra talar við kauða um daginn og veginn eins og þú. Það þýðir lítið að reiða sig á tölur um meðlimafjölda þegar kemur að þessum málum, en þú vissir það svosem.


Lella - 10/06/05 11:06 #

þegar ég nota orðið ,,afbrigðilegt" á ég við það semíá slfræði er kallað abnormal. þar er það skilgreint sem hegðun sem er á skjön við það sem er viðtekið í samélaginu. þá á ég ekki ésrstaklega við hér á landi, heldur yfirleitt. ég veit að þótt mestur hluti Íslendinga sé skráðuí Þójðkirkjuna, er ekki nema örlítill hluti sem iðkar trú ísna reglulega. Það má samt heldur ekki gleymað því að flestir Íslendingar eiga sinn ,,rassvasaguð". Það er að segja, um jól og hugsanlega páska, aðé g tali nú ekki um þegar eitthvað kemur fyrir, harmleikur eða náúttruhamfarir, þá leggjast menn á bæn.

Birgir: þú spyrð mig hvers vegna ég haldi að minn guð sé raunverulegur. Ég held ég geti aldrei svarað því þannig að þú látir sannfærast, en ég get sagt það að ég trúi því að hann sé raunverulegur. Það er náttúrulega það sem trúin snýst um, að trúa því og treysta að hann sé til að að Jesús hafi verið sá sem hann sagðist vera. Jesús sagði: ,,ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig."

EF það er rétt. EF Jesús var sonur Guðs. EF Guð er raunverulegur, þá eiga launin að vera ríkuleg fyrir að fylgja Jesú.

EF Jesús var geðveikur, lygari, eða Biblían helber skáldskapur. EF þetta er allt saman rug og bull og enginn Guð til. Þá skiptir þetta engu máli. Þá eru launin fyrir að trúa þau að maður hefur gert sig að algjöru fífli hérna á jörðinni.

Með því að vega og meta kosti og galla, hef ég komist jað þí að það kemur sér betur fyrir mig að trúa, að fylgja Jesú ,,in the long run". ég er til í að taka áhættuna, láta hlæja að mérúna en eiga möguleika á einhverju frábæru með honum Guði mínum. Svo hefur það líka reynst mér vel hingað til.

þetta með rökvilluna: ,,appeal to popularity". það er ekki það sem ég var að gera. ég sagði ekki að Guð væri raunverulegur fyrir þær sakir einar að það eru milljarðar manna sem trúa því. alls ekki, ég notaði orðið ,,afbrigðilegt" í merkingu sálfræðinnar. það hefur ekkert með það að gera hvort hlutirnir eru sannir eða ekki.


Bjoddn - 10/06/05 11:28 #

Ok... en þú verður að gera þér grein fyrir því að ég kann ekkert í sálfræði... ég er bara dæmareiknandi kjáni sem get sagt þér eitthvað um hvernig gott sé að hafa drulluskurði til að ná sem bestu rennsli og álíka.

Þú segir að það komi sér betur fyrir þig að trúa. Þar ertu bara að staðfesta mínar hugmyndir um að kristin trú sé fínt orð yfir eigingirni. Kristin trú snýst um fyrstu persónuna og það er ástæðan fyrir því hversu vel hún selst.

En af því að þú hugsar um þinn eigin rass númer eitt, þá lít ég svo á að þú sért hálfvolg í trúnni og farnist því verr á hinsta degi en pakki eins og mér ef guð er síðan til eftir alltsaman :)

Eftir stendur að þú notar trú til að fullvissa þig um eigið ágæti og til sjálfsupphafningar.

En hversu vel ferðu eftir boðunum biblíunnar? Ertu búin að kasta flestum klæðum og boðar þína trú? Tekurðu þér kennivald á samkomum þrátt fyrir kvenkynið? Ertu nokkuð stuttklippt? Eða ertu sjálf það sem þú fordæmir, manneskja með þinn eigin rassvasaguð sem tekur breytingum með breyttum tímum og bættu siðferði?

Bið ég síðan að heilsa Salóme :)


Lella - 10/06/05 13:40 #

1) ég fordæmdi engan fyrir að eiga rassvasaguð. Mér finnst það bara mjög gott mál. Það styður bara það sem ég sagði um að mestur hluti mannkyns biður einhvern tímann til Guðs.

2)Man ekki til þess að ég hafi verið eigngjörn í trú minni á Guð. ég sagði að það hefði komið sér vel fyrir mig því trúin hefur veitt mér styrk í gegnum árin, ég hef kynnst frábæru fólki sem hefur sömu sannfæringu og ég og ég hef séð bænir virka (þótt liklega myndir þú segja bænasvörin tilkomin vegna tilviljunar, en það er önnur saga). í raun er það eitt af kjarnaatriðunum í kristindóminum að hugsa um aðra og ég reyni það eftir fremsta megni. auðvitað er ég oft eigingjörn,í orði og gjörðum. Það er ekki vegna þess að ég er kristin, heldur vegna þess að ég er manneskja og langt frá því að vera fullkomin.

3)ég vil ekki skrifa undir það að ég sé hálfvolg í trúnni eða að ég noti hana til sjálfsupphafningar. Tel að slíkt sé heldur ekki hægt að lesa út úr skrifum mínum. Skil ekki alveg hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu.

4)En hversu vel ferðu eftir boðunum biblíunnar? Svar: Eins vel og ég get. Eins og ég sagði hér að ofan er ég ekki fullkomin og veit að það get ég aldrei orðið. ég lýg, ég sýni oft hroka, hef meira að segja svikið undan skatti og er í óvígðri sambúð. En ég reyni eftir fremsta megni að fara eftir boðum Guðs. Enginn getur fylgt þeim í hvívetna, það væri hræsni að segja að svo væri. ég geri það besta sem ég get, oft stíg ég út af sporinu, en ég reyni.

5)Ertu búin að kasta flestum klæðum og boðar þína trú? Svar: Gaman að þú skyldir spyrja. ég hef nú ekki kastað klæðum nema fyrir kærastann minn en ég boða mína trú. (er það ekki það sem ég er að gera hér?). Reyndar hef ég gert það markvisst í 11 ár.

6)Tekurðu þér kennivald á samkomum þrátt fyrir kvenkynið? Svar: Það geri ég skammarlaust. Er meira að segja að fara að halda ræðu í Kristilegu stúdentafélgi á morgun. Má bjóða þér að koma og hlusta?

7) Ertu nokkuð stuttklippt? Svar: Ekki í augnablikinu, en var mikið krúnurökuð fyrir ekki löngu síðan. Telst það með?

8)Eða ertu sjálf það sem þú fordæmir, manneskja með þinn eigin rassvasaguð sem tekur breytingum með breyttum tímum og bættu siðferði? Svar: ég vil halda því fram að Guð sé meira en rassavasaguð hjá mér. Í raun vildi ég óska að það sæist utan á mér að ég er kristin. Guð tekur ekki breytingum með breyttum tímum og breyttu siðferði. Það er fólkið sem breytist og hvernig það túlkar Guð og Biblíuna. Guð er hinn sami í gær og í dag og um alla eilífð.

9)óhugnanlegt að þú skulir þekkja nöfnin á vinum mínum...


Bjoddn - 10/06/05 14:15 #

1) Sá guð er þá líklega þessi barnatrúarguð. Er það sami guð og þinn eða er bara verið að notast við sama nafnið á kauða? Ég tel að hér sé í gangi fjölgyðistrú þar sem allir hafa mismunandi guði en kalla þá allir sama nafni. Það er kannski þessi rassvasaguð þinn?

2)Þú talaðir um að það væri best fyrir þig að trúa. Láta hlæja að þér núna til að eiga séns á himnaríki eða eitthvað álíka. Þar er einmitt eigingirnin að veraki. Þú ert veidd með lesti þína sem agn. En þú ert ekkert sú eina samt, held að þetta sé algengasta ástæða þess að fólk kaupir kristnina.

3)Ok, þú ert rosalega trúuð, ferð bara ekki eftir því sem guð þinn boðar. Það mundi ég og biblíuguðinn kalla að vera hálfvolgur í trúnni, en þú og þinn hentistefnu-guð (rassvasaguð) gerið það ekki greinilega.

4)Öll erum við breysk. Ég þarf bara ekki að sannfæra mig um eigið ágæti með trú til að sættast við þá staðreynd að ég sé fífl. Var mikilli sektarkennd troðið í þig í æsku eða eitthvað svoleiðis? Öll gerum við gloríur, ég reyni að bæta fyrir afleiðingar minna, þú segir þá væntanlega guði frá afleiðingum þinna og hann fyrirgefur þér eða eitthvað.

5)Þú misskilur mig og sérð eitthvað kynferðislegt út úr orðum mínum eins og venjulega. Eru allir kristnir með ríðingar á heilanum? Var ekki talað um að eiga bara ein klæði og eina skó og boða fagnaðarerindið þannig?

6)Nei takk... biblían bannar konum að taka sér kennivald á samkomum. en þúst, þinn guð er sáttur við það, svona eins og minn guð væri sáttur við að ég sé síðhærður djöfull.

7)Já, það telst með. Það er víst konu til vansæmdar að skerða hár sitt eins og það er karlmanni til vansæmdar að skerða það ekki. Nema ef maður er Nasírei-i, eða eitthvað álíka.

8)Ef þú heldur að þú sért trúuð og farir eftir boðum þíns guðs, þá get ég sagt þér hér og nú að svo er ekki. Taktu þét vottana þér til fyrirmyndar. Þeir fara þó eftir því sem þeir boða. Jesú sagði mér að hann kallaði fólk eins og þig Faríseia, boðar eitt en gerir annað. Nú nema náttla þú breytir orðum bibliunnar og kennir fals, hvað verður aftur um svoleiðis í þinni trú... jahh, líklega ekkert enda stórmerkilegt að þrátt fyrir að ganga endalaust gegn boðum þíns guðs eins og hann skrifar þau, þá er hann alltaf sammála þér.

9)Þú ert með þessa paranoju sem einkennir svo marga trúmenn. Ertu kannski líka með óskráð símanúmer af því að veröldin er svo vond? Ég gúgglaði Lella og lenti á einhverri kirkjusíðu þar sem nafn þitt og Salóme var skráð sem leibeinenda á einhverju heilaþvottanámskeiði fyrir börn. Ég var með títtnefndri Salóme í bekk í 10 ár svo ég væri nú þokkalega tregur ef ég myndi ekki eftir henni.

Þú mátt því alveg slaka á nojunni hjá þér og hætta að blanda alltaf kynlífi í umræðuna.

En kannski þarftu ekki Jesú til að létta þína lund. Það er örugglega miklu sniðugra að borga bara skattinn þó leiðinlegt sé og þurfa þannig ekki að létta neitt á sér. Þannig förum við flest að þessu bara.

Þetta er svona eins og dæmið hans Jóns Gnarr um hjólið. Af því að guð gaf honum ekki hjól eins og hann bað um, þá stal hann bara hjóli og bað guð um að fyrirgefa sér.

Mundu, þú þarft ekki að svindla á kerfinu sem heldur uppi trúnni þinni ef þig vantar fé. Guð sér um sína skilst mér, eru ekki fuglarnir þér óæðri o.s.frv... eða er trú þín ekki eins sterk og þú lætur?


Lella - 11/06/05 12:35 #

þú segir að þinn guð væri sáttur að þú ért síðhærður djöfull. Átt þú þér Guð?

Ert þú Björn Ingvars?


Bjoddn - 11/06/05 15:40 #

Nei Lella, ég á mér ekki guð, en ég tek þetta bara svona sem dæmi um hvernig flestir trúa á sinn einkaguð í dag. Ef ég væru trúaður eins og þú, þá mundi minn guð vera sáttur við síðhærða andskota eins og mig. Alveg eins og þinn guð er örugglega sáttur við stuttklipptar konur, guð hommans er sáttur við samkynhneigð o.s.frv...

Hver á sér sinn einkaguð sem er alltaf sáttur við hegðan þess sem trúir. Það kallast barnatrú en hefur ekkert með kristni eins og hún birtist í biblíunni að gera. Og já, ég heiti Björn Ingvarsson.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.