Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ábyrgð fjölmiðla

Nú í gær birtist grein eftir mig í Morgunblaðsins um fullyrðingar sem birtust í blaðinu um áhrifamátt bænarinnar. Þegar Morgunblaðið fjallaði um áhrifamátt bænarinnar gerði blaðamaðurinn engar athugasemdir við fullyrðingarnar heldur sló þeim upp í fyrirsögn. Morgunblaðið virðist ekki telja það áhugavert að ég skyldi hrekja fullyrðingarnar um mátt bænarinnar. Greininni sem ég sendi blaðinu var stungið undir stól í tvær vikur (og ekki birt fyrr en eftir að ég hafði ýtt á eftir því). Morgunblaðið virðist ekki telja það skyldu sína að leiðrétta rangfærslur sem birtast í blaðinu.

Því miður er þetta reglan frekar en undantekningin hjá fjölmiðlafólki og ekki bara á Íslandi. Fjölmiðlar birta gagnrýnislaust fréttir af fáránlegum fullyrðingum hvers konar rugludalla en þegja þegar þær eru hraktar. Fjölmiðlar virðast ekki telja það skyldu sína að koma þessum upplýsingum til almennings. Fréttamat fjölmiðla veldur því að viðskiptavinir þeirra fá ekki réttar upplýsingar. Í raun er þetta blekkingaleikur þar sem almenningur er svikinn.

Hvers vegna hafa málin þróast svona? Er í alvörunni ekki hægt að græða peninga á því að bjóða fólki réttar upplýsingar? Er ekki kominn tími til að fjölmiðlar taki ábyrgð á fréttaflutningi sínum?

Óli Gneisti Sóleyjarson 03.06.2005
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


eggert - 03/06/05 06:16 #

Þessi grein sem þú ritaðir í morgunblaðið Óli er ekki svara verð. Ástæðan er sú að hún var einfaldlega vel skrifuð og vönduð, laus við tilfinningalegar skoðanir og rökföst.

Mættu aðrir sem skrifa á þennan vef taka til fyrirmyndar vinnubrögðin sem þú tileinkaðir þér við samninguna. Þakkir. Eggert


Pétur Björgvin - 03/06/05 07:38 #

Ég las greinina þína af áhuga og þakka þér fyrir hana. Hún er gott innlegg í umræðuna og hvetur fólk til þess að velta forsendum svona rannsókna frekar fyrir sér.

Eitt af því sem einkenndi Morgunblaðsgreinina og gerði hana góða var fagmennskan sem virtist vera að baki greinarinnar, fagmennska sem ég sakna oft hér á vantrú punktur net. Gryfja sem þú t.d. dettur líka í hér í þessum stutta pistli með því að kalla greinarskrifendur í fjölmiðlum ,,rugludalla" og með því að fullyrða að þú hafir með skrifum á einni stuttri grein hrakið efni nefndrar ritgerðar. Hún var gott innlegg í umræðuna en er ekki eðlilegt að ætlast til þess af lesandanum sjálfum að hann kynni sér nú efnið frekar og myndi sér sína eigin skoðun, safni gögnum, hlusti á fræðimenn, athugi heimildir, kynni sér efnið í allri sinni dýpt...? Ekki vilt þú ala lesandann upp í því að kaupa allt hrátt sem stendur í innsendum greinum eða öðru sem stendur á prenti er það? Kveðja að norðan.


Óli Gneisti Sóleyjarson (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 08:29 #

Ég tel mig hafa hrakið aðalatriðin sem komu fram í greininni um ritgerð Gunnjónu, ég má ekki hrekja það sem kemur fram í ritgerðinni sjálfri nema fá leyfi frá höfundi. Ég má ekkert minnast einu orði á hvað í henni stendur, þetta eru reglurnar sem gilda um BA-ritgerðir.

Með orðinu rugludallur þá var ég nú frekar að vísa til viðtals við konu sem hélt því fram að hún hefði stundað samskipti við Keikó í gegnum hugsanaflutning.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 13:32 #

Það er semsagt ekki innihald greinanna sem þið látið ykkur varða heldur framsetningin. Þið horfið semsagt ekki í réttmæti þess sem hér er sagt, heldur starið særðir á orð eins og nöttari og rugludallur. Og það er væntanlega í krafti þess sem verða tilsvör manna á borð við Eggert egg eru afskaplega lítið málefnaleg, en þeim mun harðari persónuárásir og skítkast. Athyglisvert.

Er svona mikilvægt að við tónum niður orðbragðið? Ættu þá ekki menn eins og Eggert egg að sýna gott fordæmi og pósta málefnalega, í stað þess að reyna endalaust í málefnafátækt sinni að slá ryki í augu lesenda okkar með retórískum trikkum og Ad hominem?

Besta leiðin fyrir þann sem engu getur svarað er að gera andstæðinginn tortryggilegan. Og það er nánast eina aðferðin sem Eggert egg/Lárus Páll notar hér inni, auk strámannaraka. Því eru innlegg hans varla svaraverð. Hann mætti sjálfur taka sér vinnubrögð Óla Gneista og og okkar hinna sér til fyrirmyndar og gerast dálítið málefnalegri í árásum sínum.

En auðvitað á hann til að byrja með ekkert erindi hingað inn, því það var búið að loka fyrir hann. Að smygla sér inn á annarra manna netföngum er ekki vinnubrögð til fyrirmyndar og því hjákátlegt að horfa upp á hann hér vera með einhverjar umvandanir um hegðun annarra.

Við komum heiðarlega fram og viljum að aðrir geri það líka. Ef þú Eggert egg ert Lárus Páll að skýla þér á bak við ædentití vinar þíns þá ertu óheiðarlegt lítilmenni og átt ekkert með að vaða hér uppi.


Hr. Pez - 03/06/05 16:05 #

Ég get ekki að því gert, en mér finnst þessi síðasta athugasemd ekki tengjast efni greinarinnar á nokkurn hátt. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé Ad hominem árás: Það er ekki gild röksemd að dæma rök mannsins ómerk fyrir það hver hann er (eða er ekki), eða hvað hann hefur sagt um einhvern annan einhvern tíma áður.

Sjálfum er mér nokk sama hvað menn hafa sagt hverjir um aðra, svo lengi sem hægt er að rökræða hvert mál fyrir sig án þess að fólk missi sig út í tilfinningaþrungnar blammeringar sem eiga rætur að rekja til einhvers sem er málunum gjörsamlega óviðkomandi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 16:12 #

Efni greinar minnar tengist andsvörum hinna beint. Svo má aftur deila um hvort þau tengist efni greinarinnar á einhvern hátt. :)

Ef þetta er Lárus Páll að pósta þá hefur hann verið bannaður og á ekki skilið að fá andsvör. Taktu eftir að þarna stendur ef. Ef ekki, þá þarf Eggert ekkert að taka þetta til sín.


Hr. Pez - 03/06/05 16:19 #

Já, gott og vel. :)

En ég verð reyndar að segja að fyrir greinahöfunda (og athugasemdasmiði) sem eru að koma málstað á framfæri (td "það er enginn guð"), þá skiptir framsetningin öllu máli. Þeir sem gera of mikið af því að lita mál sitt frösum eins og "nöttari" og "rugludallur" gera sjálfum sér erfiðara fyrir en ella með það að styðja mál sitt þeim rökum sem virka sannfærandi á óháðan, utanaðkomandi lesanda. Þetta er það sem heitir að skjóta sig í fótinn.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 16:22 #

Stundum þarf hreinlega að stuða til að hljóta athygli og fá viðbrögð. Þessi orðanotkun okkar bitnar ekki á nokkurn hátt á röksemdafærslunni, en gerir skrif okkar bragðmeiri.


Hr. Pez - 03/06/05 16:32 #

Sammála, upp að vissu marki. Ég vil vekja athygli á að mér finnst langmikilvægasta orðið þarna vera Stundum. Sá sem missir sig um of út í tilfinningaþrungnar upphrópanir í skrifum sínum gefur lesendum sínum smám saman þá mynd af sér að hann hafi minni áhuga á að halda uppi góðum málstað en að ata andstæðinga sína auri.

Góðar rökræður eiga að vera ritaðar í hvössum stíl. En þegar vígyrðin eru farin að draga athyglina frá því sem skiptir mestu máli, nefnilega því hvað sé hið rétta í málinu sem um er rætt, þá ættu menn betur að stilla mál sitt. Ekki vegna þess að menn eigi að bera einhverja misskilda virðingu fyrir skoðunum annarra, heldur vegna þess að þá eru menn farnir að skaða sinn eigin málstað meira en andstæðingarnir sjálfir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 16:37 #

Bíddu, ertu að segja að við gerum þetta alltaf? Við gerum þetta einmitt stundum. Þú finnur fjölmargar greinar hér þar sem ekkert svona er notað.

Mér sýnist sem fólk hafi tilhneigingu til að gera meira úr þessari orðanotkun en efni standa til.

Og núna erum við komnir rækilega út fyrir efnið og kominn tími á að stofna um þetta spjallþráð. En kíktu á þessa grein og þetta viðtal.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 16:42 #

Og endilega bentu mér á dæmi á þessum vef þar sem vígyrðin eru farin að bitna á röksemdafærslunni.


Hr. Pez - 03/06/05 16:47 #

Spjallþráðurinn hljómar eins og góð hugmynd. Á þessum vettvangi læt ég nægja (til að svara spurningunni) að vitaskuld er ég ekki að segja að þið gerið þetta alltaf. Vitaskuld ekki. En stundum er ekki það sama og stundum. Og það hversu mikið stundum er orðið meira en nóg er lína sem er erfitt að greina, en auðvelt að fara yfir án þess að taka eftir því. Því ber að nálgast hana með varúð.

En sumsé: spjallþráður væri góð hugmynd.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 17:09 #

Hann er kominn upp.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 17:14 #

Aðeins um athugasemd Eggerts hér efst. Hún er ekki allskostar heiðarleg þótt svo virðist kannski í fyrstu, heldur lævísleg aðferð til að drulla yfir okkur sem hér skrifum, án nokkurrar frekari röksemdafærslu. Reyndar mjög Lárusar Páls-legt.

Vonandi tekst Eggerti að sneiða hjá svona töktum í framtíðarpóstum sínum. Og ég skora á hann að rökstyðja efsta póst sinn hér inni á spjallþræðinum sem ég var að stofna.


Hr. Pez - 03/06/05 17:29 #

Hef ekki enn fengið account activation email (eftir hálftíma bið) og nenni ekki að bíða eftir honum lengur. Ég er farinn í helgarfrí frá internetinu. Vonandi greiðist úr, svo hægt verði að ræða þessi mál betur seinna, á öðrum vettvangi.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 19:24 #

Notandinn ætti að vera virkur núna, jafnvel þó póstur hafi ekki borist. Góða helgi.


Guðmundur D. Haraldsson - 23/05/06 16:51 #

Ég tel mig [..] ritgerð Gunnjónu, ég má ekki hrekja það sem kemur fram í ritgerðinni sjálfri nema fá leyfi frá höfundi. Ég má ekkert minnast einu orði á hvað í henni stendur, þetta eru reglurnar sem gilda um BA-ritgerðir.

Huh? Vill einhver fræða mig?


Guðmundur D. Haraldsson - 23/05/06 17:06 #

Never mind, ég fann þetta. Frekar steikt dæmi.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.