Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kristileg innræting

Sjáið þennan kristilega dálk hér. Þarna er verið að svara vandamálum fólks á fullkomlega kristinn (les fasískan) hátt. Skoðum þetta betur:

Þarna skrifar dóttir trúleysingja um vanda sinn, sem felst sýnist mér að mestu leyti í því hvað hún á erfitt með að virða föður sinn og trúleysistalið í honum, slík vanvirðing fer nefnilega í bága við boðorðin 10.

Svarið sem hún fær er áhugavert. Burtséð frá því að henni er bent á að láta pabba gamla tala við einhvern Mark sem „hakkar í sig trúleysingja eins og að drekka vatn (ég hefði gaman af því að heyra rökin hans) þá opinberar þessi dálkur fullkomlega hve kristið hugarfar er viðbjóðslegt:

Konugreyið á trúlausa blaðurskjóðu fyrir föður og á þar af leiðandi erfitt með fimmta boðorðið. Þetta er náttúrlega hlægilegt. Ef hún leitaði ráða trúleysingja myndi hann eflaust segja að virðing sé eitthvað sem menn verði að ávinna sér. Hún sé því óbundinn af því að þurfa að virða pabba sinn, ef hann getur ekki komið fram við hana eins og manneskju og orðið við beiðni hennar um að hætta að tala um þetta.

Í seinni hluta greinarinnar kemur svo spurning frá konu (ég átta mig ekki á því hvort það er sama konan) sem greinilega er notuð sem þræll af öðrum fjölskyldumeðlimum. Hún er uppgefin af því að stjana við aðra stöðugt og finnst hún útbrunnin og ekkert hafa að gefa. En í stað þess að ráðleggja henni að rísa gegn ofríkinu og standa á rétti sínum sem manneskja er henni bara bent á að lesa í Biblíunni í nokkrar mínútur á dag og hugleiða boðskapinn. Semsagt sætta sig við ofríkið með hjálp þessa kvenfyrirlitningarrits.

Kristilegt hugarfar leitast við að viðhalda kvennakúgun og þrælahaldi í samfélaginu, rétt eins og hinu alkunna og margumtalaða hommahatri. Kristileg innræting gengur út á að sætta fólk við kennivald byggt á úreltum mannasetningum, í stað þess að menn byggi siðferði sitt á skynsemi og reynslu.

Viljum við virkilega hafa slíkt skoðanamyndandi þjóðfélagsafl í samfélagi nútímans? Er það ekki móðgun við allar þær framfarir sem 20. öldin færði okkur í lýðréttinda- verkalýðs- og kvenréttindamálum? Ætlum við virkilega að leyfa almennum viðhorfum samborgaranna að síga aftur í hið gamla miðaldafar klerkaveldis?

Er ekki kominn tími til að segja þessum presta- og predikaralýð að halda kjafti?

Birgir Baldursson 28.05.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


eggert / Lárus Páll Birgisson - 28/05/05 00:18 #

?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/05/05 00:26 #

Hvað skilurðu ekki, Eggert minn?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 28/05/05 02:13 #

"Þessi Mark" er Rabbi Marc A. Gellman, annar af háæruverðugum höfundum þessa pistils. Hann er „vitsmunaleg ninja“ að eigin sögn, og „étur trúleysingja í morgunmat“ ... ég er sammála þér, það væri athyglisvert að heyra málflutning hans! Annars er einkunnin „vitsmunaleg ninja“ eftirtektarverð. Fyrir utan sjálfshólið sem felst í að gefa sjálfum sér þessa einkunn, þá gæti verið að líkingin sé samt ágæt. Ninjur eru óheiðarlegir morðingjar sem vega menn úr launsátri fyrir peninga. Ætli taktík hans sé að vega menn úr einhverju vitsmunalegu launsátri?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/05/05 02:39 #

Hmm, ég var ekkert að skoða hvað þessir kónar heita sem halda úti þessum „Kæri póstur„ dálki, einblíndi bara á innihaldið. En þetta er þá gyðinglegur dálkur eftir allt? Það breytir í raun engu, sama siðgæðið, byggt á sömu forneskjunni. Ekki furða að ég tæki feil.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 28/05/05 04:09 #

Það er einn rabbí og einn krysstinn klerkur sem fella þessa froðu.


eggert / Lárus Páll Birgisson - 28/05/05 05:58 #

Ég skildi bara ekki alveg tilgangin með pistlinum eða öllu heldur markmið hans. Þetta er svona frekar undarlegur pistill að mínu mati.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 28/05/05 10:37 #

Skondið, ég hef sjaldan skilið tilganginn með athugasemdum eggert. Afar lítið sem hann hefur fram að færa eins og þetta dæmi sýnir.


Finnur - 28/05/05 14:00 #

"Kristilegt hugarfar leitast við að viðhalda kvennakúgun og þrælahaldi í samfélaginu, rétt eins og hinu alkunna og margumtalaða hommahatri. Kristileg innræting gengur út á að sætta fólk við kennivald byggt á úreltum mannasetningum, í stað þess að menn byggi siðferði sitt á skynsemi og reynslu."

Þetta er kjarninn í grein Birgis, mér finnst þetta nokkuð skýrt Eggert.


Davíð - 28/05/05 20:55 #

Mér finnst þessi pistill nú fáránlegur og þó er ég einn af þessum aumingum sem eru víst ekki jafn klárir og snjallir og þið segist vera :) Ég sem sagt trúi á Guð sem sendi son sinn Jésu. Það er til brenglað kristið fólk alveg eins og það eru til brenglaðir trúleysingjar, lögfræðingar, múslimar, læknar osf. Ef ég er ílla greindarskertur og frelsast eru allar líkur á því að ég held því áfram sömu sögu er að segja að ef ég væri þræl vel gefin þá held ég því áfram eftir að ég frelsast. Það að verða kristinn er ekki greindarlegt sjálfsmorð. En nú er ég komin út fyrir efnið fyrir löngu.


eggert / Lárus Páll Birgisson - 29/05/05 02:37 #

Já Finnur ég átta mig vel á því hvað hann skrifaðið. Ég skil bara ekki tilganginn með þessum pistli. Hverju hann heldur að hann komi til leiðar osfr.

En nú er spurningin Finnur hvort að Birgir hafi rétt fyrir sér, ef við gefum okkur það að útlistun þín á pistli hans hafi verið rétt.

Kvennakúgun og þrælahald?

Ég verð að viðurkenna að þetta hef ég ekki séð í beinum tengslum við kristinndóminn. Kvennakúgun og þrælahald er mannlegur breyskleiki sem fylgt hefur manninum lengur en nokkur skilgreind trúarbrögð. Kvennakúgun og þrælahald fylgir ekki ákveðnum trúarbrögðum frekar en trúleysi. Þetta þekkist allstaðar óháð trú, pólitík eða þjóðerni.

Þar fyrir utan er skilningur Birgis á "kristnu hugarfari" töluvert í andstöðu við meirihlutaálit fólks í landinu. Má vera að orðanotkunn sé öðruvísi á heimili Birgis þar sem gott þýðir vont og svart þýðir hvítt.

Þetta meinta "kristna hugarfar" sem Birgir lýsir á einkar skemmtilegan hátt í grein sinni miðast eflaust út frá fólki sem kallar sig kristið. Hins vegar má það vera hverjum manni ljóst að sá boðskapur sem kristur sjálfur boðaði var í andstöðu við nákvæmlega þetta: Þrælahald, kvennakúgun og í raun misrétti manna á milli.

Það að fólk eigi erfitt með elska náungann eins og sjálfan sig gerir Guð ekki að siðblindinga eða trúarbrögðin vond. Það er einungis hægt að horfa á verk einstaklingins og þann skilning sem hann leggur í boðskapinn.

Ef Birgir heldur að hann hafi með þessum pistli aldeilis náð að hanka trúað fólk þá ferst honum. Því ef sama aðferðarfræði er notuð við að sýna fram á siðleysi trúlausra þá held ég að margur vantrúarmaðurinn stykki upp á nef sér. (þ.e. vitna í texta einstaklings og telja þar með að högg sé komið á hópinn)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/05/05 13:15 #

Þú myndir semsagt, Eggert, ekki svara kúguðu konunni í dæminu hér að ofan eins og þeir kumpánar, rabbíinn og krysslingurinn, heldur hvetja hana til að rísa gegn kúgunarvaldinum? Samkvæmt þínum eigin orðum eru rabbíinn og krysslingurinn bara haldnir mannlegum breyskleika, svo og Páll Postuli sem var kvenhatari, ekki satt?


eggert / Lárus Páll Birgisson - 30/05/05 04:51 #

....humm! Ég er ekki alveg viss um að ég skilji fullkomlega hvað þú átt við með þessum spurningum. En ég skal reyna að svara þeim eftir bestu getu.

Byrjum á síðustu spurningunni því hún er augljósust. Það skiptir ekki máli hvort fólk sé rabbínar, krysslingar, guðleysingjar eða heita Pétur eða Páll. Allir menn eru breyskir óháð trúarbrögðum, stétt eða stöðu. Það er hverjum manni ljóst, þannig að vissulega er þetta "satt" hjá þér.

Hvað varðar fyrstu spurninguna þá held ég að þú hafir miskilið eitthvað þau svör sem þessir menn gáfu, eða ekki lesið öll svörin. Þú gefur í skyn að aðal siðferðisvandi stúlkunnar séu boðorðin, þá sérstaklega það 5. en ef textinn er lesinn þá kemur í ljós að boðorðin eru hvergi nefnd.

Þessa túlkun þína má eflaust skilja út frá orðum hennar þegar hún segir:
"We all know a daughter should honor her father but it's very difficult when the father is an outspoken atheist."

Þó ég gefi nú ekki mikið fyrir rökfræðina í þessari málsgrein þá tel ég nú samt að flestir geta verið sammála um það að virðing við foreldra sé hinn eðlilegasti hlutur. (þó vissulega megi finna dæmi um óeðlilegt heimilishald þar sem erfitt er fyrir börn að virða foreldrana)

Og þar erum við komin að kjarna málsins. Hér höfum við dæmi um trúaða konu sem gerir sér far um að ala börnin sín upp á þann hátt sem sannfæring hennar segir. Nema hvað að pabbi gamli ræðst stöðugt að þeim lífsgildum sem dóttirin vill temja börnum sínum.

Ég tel það mjög eðlilegt að þykja þessar aðstæður óþægilegar. Rétt eins og trúleysingjanum þætti það óviðeigandi að afar og ömmur, frændur og frænkur legðu börnin hans í einelti með hræðsluáróðri um eilífa vítisvist ef þau tilbiðja ekki hindurvitnið á prikinu.

En Birgir virðist ekki alveg hafa lesið svörin sem gefin voru.... þrátt fyrir það er Birgir sannfærður um það að svörin lýsi vel hversu viðbjóðslegt kristið siðferði og fasistaleg. Hvergi í pistli sínum minnist Birgir einu orði á svörin sem bárust við 1.spurningunni heldur gefur okkur dæmi um það hvernig siðferðislega þroskaður trúleysingi hefði eflaust svarað henni.

En berum nú saman svörin sem trúleysinginn hans Birgis kom með og svo þau svör sem klerkarnir gáfu:

"Ef hún leitaði ráða trúleysingja myndi hann eflaust segja að virðing sé eitthvað sem menn verði að ávinna sér. Hún sé því óbundinn af því að þurfa að virða pabba sinn, ef hann getur ekki komið fram við hana eins og manneskju og orðið við beiðni hennar um að hætta að tala um þetta."

og svo:

"One way is to have your niece write her dad a letter explaining how he's making her parenting much more difficult, and stating that if he can't control himself, he will not be able to see the kids. It's not as if she's training them to be drug dealers. She's giving them a faith that will help them do good works and never lose hope for salvation. This is a noble thing to teach children, and her dad should not interfere."

Sem sagt: Láttu þau í friði ef þú getur ekki hætt að predika yfir þeim.

Hvergi tala klerkarnir um það að henni ber að virða pabba þrátt fyrir að hann sé öfga leiðinlegur vantrúarnöttari.

Má vel vera að þessir menn séu snar klikkaðir trúarbrjálæðingar en það sést ekki á þessum skrifum.

Hvað varðar síðari svarið sem þeir gáfu og þið túlkið sem eitthvað þrælahaldssvar ´þar sem hún á bara að lesa í Biblíunni 10 mínútur á dag er heldur ekki rétt.

Þeir segja fleira en að lesa bara í Biblíunni, m.a. þetta:

"Of course, no life can be packed to bursting with chores. Consider how many of the things you do could be done by others. Call the family together and share your need for help.

We all need to replenish our souls. Burnout occurs when we no longer see the beauty in the act of helping others. It's healthy to go on retreats and quiet the mind and the body. You must assume responsibility for including yourself on the "to do" list. Be responsible for yourself, your choices and your happiness, and enjoy your life on new terms."

Þannig að ég held að þú Birgir þurfir aðeins að fara að uppfæra vopnabúrið þitt í þessu trúarstríði því púðrið brennur ekki og byssustingurinn er orðinn ansi ryðgaður.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/05/05 14:01 #

Hvergi tala klerkarnir um það að henni ber að virða pabba þrátt fyrir að hann sé öfga leiðinlegur vantrúarnöttari.

Nei, en Biblían kveður á um það. Og það er hún sem ég er að gagnrýna, trúarbrögðin sjálf. Ég er ekkert að segja að dálkahöfundarnir séu „klikkaðir trúarbrjálæðingar“ heldur að benda á dílemmuna sem konan þarf að díla við sökum trúarbragðanna sjálfra.

Þú berð saman orð mín og ráðgjafanna. Telurðu þau sambærileg? Ég er samt ekki að leggja til það sama þeir. Trúmennirnir stinga upp á því að aðskilja afann frá börnunum svo þessi ógeðslega innræting geti átt sér stað, án þess að nokkur þurfi að verja hana:

She's giving them a faith that will help them do good works and never lose hope for salvation. This is a noble thing to teach children, and her dad should not interfere.

Ég sting aðeins upp á að konan sé óbundinn af fimmta boðorðinu og geti leyft sér að sýna ekki skoðunum föðurins virðingu. Þar með stendur upp á hana að gagnrýna afskipti hans og færa rök fyrir því að það sem hann heldur fram sé rangt. Hann er aðeins, eins og aðrir trúleysingjar, óbundin af bábiljum Biblíunnar og segir það sem honum finnst, að innræting trúar á endurlausn sé skaðleg.

Maður á alltaf að segja það sem manni finnst.

Það er ekki sérlega heillavænlegt að stinga upp á því að lokað sé á samskipti milli fjölskyldumeðlima, eins og þeir stinga upp á, heldur að menn geti óhikað gagnrýnt málflutning annarra og varið sinn með rökum.

En kristnin er náttúrlega óverjandi og því bara best að loka kallgreyið úti. Ef hann getur ekki orðið við beiðni hennar um að hætta að tala um trúmál, á hún að gagnrýna málflutning hans í stað þess að virða hann svo mikils, í hræðslu við orð Biblíunnar, að hún leyfi honum einhliða áróður á heimilinu. Hún á að sýna honum fram á það með rökum að verra sé að hann tali um þetta en að hann sleppi því.

Þá er það seinna svarið. Fyrst þetta:

Það skiptir ekki máli hvort fólk sé rabbínar, krysslingar, guðleysingjar eða heita Pétur eða Páll. Allir menn eru breyskir óháð trúarbrögðum, stétt eða stöðu. Það er hverjum manni ljóst, þannig að vissulega er þetta "satt" hjá þér.

En hvað ef fordómar breysks manns sem kallaður er Páll eru góður partur af Nýja testamentinu? Eru þá ekki orð hans orðin að lögum sem hinum kristna mann ber að efast ekki um? Verðum við ekki einmitt að taka Biblíuna fyrir það hvað hún er, mannasetningar breyskra manna í fornöld? Sérðu ekki að bókin er í siðferðislegu tilliti mun aftar á merinni en nútímasiðferði hljóðar upp á?

Biblían styður þrælahald, m.a.s. Jesús, þessi endurlausnari og rödd guðsins þíns í nútímanum, setur sig ekki upp á móti því. Og Páll þessi hvetur til kvennakúgunar að verstu sort. Rabbíinn og sá kristni hvetja svo konugreyið til að innbyrða þessa speki alla í 10 mínútur á dag, í stað þess að bylta heimilishaldinu.

„Kallaðu saman fjölskylduna og láttu hana vita um þörf þína fyrir aðstoð.“

Þessi orð lýsa sömu kvenfyrirlitningu og rit Páls postula. Með því að konan biðji um aðstoð er það staðfest í huga hennar og hinna að þetta séu nú samt hennar verk, en ekki hinna. Og hún sé bara svo mikill aumingi að geta ekki sinnt þeim og þurfi hjálp við þau.

Heimili samanstendur af þeim sem þar búa. Og það á að vera sjálfsagt mál að allir leggi þeir sinn skerf til heimilishaldsins. Sú hugsun kemur hvergi fram hjá þessum ráðgjöfum þarna.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/05/05 14:03 #

Þannig að ég held að þú Birgir þurfir aðeins að fara að uppfæra vopnabúrið þitt í þessu trúarstríði því púðrið brennur ekki og byssustingurinn er orðinn ansi ryðgaður.

Inn jor vældest dríms, já.


eggert / Lárus Páll Birgisson - 31/05/05 05:08 #

Takk fyrir þetta svar Birgir, það kemur betur til skila hugmyndum þínum en upphaflegi pistillinn. Eitthvað þótti mér erfitt að skilja samhengið í pistlinum en þú skerpir betur á honum með síðasta svari.

Þó eru enn nokkrir vankantar á eins og algengt er með skrifin hérna inni. Til dæmis má nefna hvernig þú lest meira út úr samskiptum feðginanna en gefið er uppi. Þó ertu nú ekki einn sekur um það því vissulega mynda ég mér líka skoðun á samskiptamunsti þeirra út frá þessu litla broti sem við vitum um þetta fólk. (eða öllu heldur hvernig stúlkan túlkar samskiptin, því sjónarmið föðurins eða annarra fjölskyldumeðlima koma hvegi fram)

Annað er þó undarlegra og það eru hugmyndir þínar um hvað kristið siðferði er. Ekki hef ég orðið var við það að Kristur hafi boðað þrælahald eða nokkra annarskonar mismunun manna á milli. Svo virðist sem allar slíkar upphrópanir séu annaðhvort sprottnar af vanþekkingu eða misskilningi. Það þarf ekki annað en að lesa guðspjöllin (en þau fjalla um líf og störf Jesú) til að sjá að hugmyndir þínar um boðskap hans eru rangar.

Það grunnatriði sem Kristur boðaði gekk út á það að fólk skyldi elska hvert annað og sýna hvort öðru kærleika. Það er sá grundvöllur sem Jesú lagði hvað mesta áherslu á.

Þetta veit hvert mannsbarn. Ég hef undanfarna daga spurt fólk að því hvað sé kristið siðferði (ef ske kynni að það væri í raun ég sem hef verið að misskilja) og þar kom í ljós að enginn hafði sömu skoðun og þú Birgir á því hverju boðskapurinn er að reyna að ná fram. Og enginn af þeim sem ég ræddi við flokkar sig eitthvað sérstaklega sem kristinn eða trúaðann.

Hví er það?

Getur verið, Birgir, að það sé í raun þú sem hefur misskilið eitthvað í sunnudagaskólanum?

Eða er það svo að þú einn vitir sannleikann og allir aðrir séu að misskilja?

Til að taka af allan vafa um hvernig siðferði það er sem Jesú boðaði skal ég koma með nokkur sýnishorn af boðskap þess ágæta kappa sem þú ert svo hræddur við sökum illsku hans.

Matteus 5.6-10 " Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir því þeim mun miskunað verða. Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur,því þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því þeirra er himnaríki."

Matteus 22. 36-40 ""Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?" Hann svaraði honum: "Elska skalt þú Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirni."

Lúkas 3.11 "Sá sem á tvo kyrtla, gefi þeim sem engann á, og eins gjöri sá er matföng hefur"

Lúkas 3.14 "Hafið ekki fé af neinum, hvorki með ofríki né svikum. Látið yður nægja mála ykkar."

Og er þetta einungis brot af því sem maðurinn meðal annars sagði.

Því miður Birgir þá ert þú og vinir þínir á vantrú að misskilja eitthvað hvaða boðskap Jesú boðar. Er það vegna ykkar eigin innrætingar, ekki kristilegrar.


eggert / Lárus Páll Birgisson - 31/05/05 05:16 #

En ef ske kynni að þetta sé allt saman rétt hjá þér og boðskapur Krists stórhættulegur og mannvonskulegur þá hlýtur andkristilegur boðsapur að vera æðislega næs.... er það ekki annars?

Og sataninstar og djöfladýrkendur hin mestu góðmenni með æðislega femenískan frelsis boðskap þar sem allir eru happy.... það hlýtur jú að felast í því að trúa algerlega öfugt við það sem Jesú boðar ef boðskapur hans er mannvonskulegt þrælasiðferði.....eða er ég bara ennþá að misskilja allt saman?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 31/05/05 05:57 #

Áður en ég svara þessu langar mig að spyrja þig út í einn hlut og krefst þess að þú svarir mér heiðarlega og sannleikanum samkvæmt: Ert þú eða ert þú ekki Lárus Páll Birgisson undir nýju nikki og netfangi?

Þú skrifar eins og hann og á sama tíma sólarhringsins, oft m.a.s. frá sömu IP-tölu.

Ef þú ert Lárus Páll þá áttu ekkert erindi hér. Þú hefur verið rekinn burtu og innkoma þín á þennan hátt er ekkert annað en frekari staðfesting á óheiðarleika þeim sem þú hefur orðið uppvís að.

Hér verður ekki frekar rökrætt við Lárus Pál Birgisson. Því er eins gott að þú, Eggert, komir fram undir réttu nafni, annað hvort hér í athugasemdakerfinu, ellegar gerir grein fyrir þér í pósti til mín. Netfangið er ritstjórn hjá vantru.net.


eggert / Lárus Páll Birgisson - 01/06/05 02:40 #

Ýmsu átti ég nú von á frá þér Birgir en ekki þessu. Hvergi í mínum fátæklega huga datt mér það í hug að þú færir í slíkt manngreinarálit að beita fyrir þér slíkum ad hominem rökleysu.

Margoft hefur þú Birgir hvatt til þess að menn svari rökum málefnalegra andstæðinga sinna í stað þess að ráðast gegn persónu þeirra. Á það eingöngu við um aðra en ekki þig?

Hvaða máli skiptir hvort manneskjan heiti Eggert, Lárus eða Bútros Bútros Gali? Eru það ekki rökin sem umræðurnar snúast um en ekki nöfn, trúarskoðun, kynhneigð, þjóðerni osfr. osfr.?

Ef ætlunin er að loka á IP-tölu ríkisfyrirtækis sem uþb 3000 manns hafa aðgang að sökum þess að einn einstaklingur fylgi ekki duttlungarfullum "leikreglum" ritstjórnar þá hvet ég þig til að líta í eigin barm. Því hvernig samræmist síðasta innlegg þitt eftirfarandi reglu:
"Ef það sem þú ætlar að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið."

Og nú hvet ég þig til að svara rökum mínum og spurningum í stað þess að vera í persónulegu stríði við ímyndaðan óvin.

Ef þú ert enn ekki sannfærður vil ég benda þér á mjög svo magnaðan pistil eftir þig sem nefnist nafnleysingjarnir og vil ég nota hann sem rök fyrir því að ég þurfi ekki að svara þessum persónulegu spurningum þínum.

Og ef þú ert enn ekki farinn að sjá ljósið í þessari ritsmíð þá bendi ég aftur á reglur og leiðbeiningar sem þið leggið fyrir leikmenn sem ekki ná þeim standard að fara með lyklavöldin eða geta svínbeygt reglurnar af eigin geðþótta:

"Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng í athugasemdunum, líka þegar notast er við dulnefni."

Og sem almennur leikmaður í þessum umræðum þá krefst ég þess að mér sé sýnd sama virðing og öllum öðrum. Að rökin skulu gagnrýnd í stað þess að ráðast gegn persónu manns.

Eins er þessi linkur sem þú lagðir inn góð bót fyrir málstað minn því greinin sem þú hefur þar skrifað fjallar nákvæmlega um andstöðu þess viðhorfs sem þú nú sýnir mér.

Eggert.


eggert / Lárus Páll Birgisson - 01/06/05 03:01 #

Og svaraðu nú rökum mínum í stað þess að opinbera fáfræði og fordóma þína garð mannkynsins sem kýs að fylgja annarri hugmyndafræði en þeirri sem sprottin er úr heilabúi Birgis Baldurs.

Lát af fordómum þínum í garð trúaðra. Þeir eru einungis til þess fallnir að naga sál þína og valda þér hugarangri. Eggert


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 01/06/05 09:54 #

Þessari spurningu hefur ekki verið svarað.

Ert þú eða ert þú ekki Lárus Páll Birgisson undir nýju nikki og netfangi?

Ormurinn - 02/06/05 21:36 #

LOL

"Ert þú eða ert þú ekki Lárus Páll Birgisson undir nýju nikki og netfangi?"

þessi síða er alltaf að verða betri og betri. :D


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 15:41 #

Jæja, fyrst Eggert Egg hefur aftekið að vera Lárus Páll Birgisson er best að maður svari þessu hér þótt strámennska og útúrsnúningar sé, og margoft búið að afgreiða þetta hér á vefnum, t.d. hér.

Eggert segir:

Annað er þó undarlegra og það eru hugmyndir þínar um hvað kristið siðferði er. Ekki hef ég orðið var við það að Kristur hafi boðað þrælahald eða nokkra annarskonar mismunun manna á milli.

Þá ertu illa lesinn í Biblíunni, minn kæri. Jesús boðar nefnilega auðmýkt og undirlægju þjónum og þrælum gagnvart húsbændum sínum:

Lúkasarguðspjall 12:47 Sá þjónn, sem veit vilja húsbónda síns og hefur ekki viðbúnað né gjörir vilja hans, mun barinn mörg högg.

Og Páll Postuli bakkar sinn mann upp:

Bréf Páls til Efesusmanna 6:5 Þér þrælar, hlýðið yðar jarðnesku herrum með lotningu og ótta, í einlægni hjartans, eins og það væri Kristur.

Eggert segir:

Það grunnatriði sem Kristur boðaði gekk út á það að fólk skyldi elska hvert annað og sýna hvort öðru kærleika. Það er sá grundvöllur sem Jesú lagði hvað mesta áherslu á.

Eins og með svo margt annað í Biblíunni er Jesús stundum í mótsögn við sjálfan sig, boðar elsku á einhverjum stöðum en hið gagnstæða annarsstaðar.

Eggert segir:

Til að taka af allan vafa um hvernig siðferði það er sem Jesú boðaði skal ég koma með nokkur sýnishorn af boðskap þess ágæta kappa sem þú ert svo hræddur við sökum illsku hans.

Og svo koma nokkur ritningarvers. Eggert minn, þetta er allt saman gott og blessað, enda má finna ágætis stöff í Bilíunni. Jesús segir þar ýmislegt, bæði ömurlega hluti og svo ágætis hluti inn á milli.

Þú telur þarna upp nokkurn veginn allt sem hægt er að nota úr kenningum þessa meinta frelsara. Restin orkar svo mjög tvímælis.

Þetta er skýrt dæmi um valkvæma hugsun þá sem einkennir Þjóðkirkjukristnina svo mjög. Pikkuð eru út þau vers sem standast nokkurn veginn siðferði dagsins og síðan er troðið upp í eyrun þegar kemur að restinni í þessari „helgu“ bók.

En ef ske kynni að þetta sé allt saman rétt hjá þér og boðskapur Krists stórhættulegur og mannvonskulegur þá hlýtur andkristilegur boðsapur að vera æðislega næs.... er það ekki annars?

Þetta er False dilemma rökvillan og grófur útúrsnúningur. Þú heldur varla, Lár.. ég meina Eggert, að þú getir slegið þér upp á svona málflutningi hér, er það. Passaðu að líkjast ekki um of vini þínum Lárusi Páli í þessum efnum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/06/05 15:51 #

Takk fyrir þetta svar Birgir, það kemur betur til skila hugmyndum þínum en upphaflegi pistillinn. Eitthvað þótti mér erfitt að skilja samhengið í pistlinum en þú skerpir betur á honum með síðasta svari.

Takk fyrir þessa ábendingu, Eggert. Maður gerir stundum þau mistök að gera ráð fyrir því að aðrir þekki þær forsendur sem móta skrif manns, í þessu tilviki sjái einfaldlega hvað það er í hinum útlenda pistli sem ég er að gagnrýna.

En menn hugsa ekki allir eins og því þarf maður að muna að tyggja hlutina betur ofan í fólk, lækka samnefnarann dálítið.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/05 16:09 #

Þess má geta að sá sem ritar hér fyrir ofan undir nafninu eggert reyndist vera Lárus Páll Birgisson.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.