Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hræðilegt þetta trúleysi

Trúleysi ógnar mannlegu samfélagi, viðskiptum og stjórnmálum; ótryggð og ótrú ógnar uppeldi barna okkar, sundrar heimilum og fjölskyldum. Valið stendur milli trúar og trúleysis á vettvangi hversdagsins, sem og viðskipta og stjórnmála. Ég er ekki í vafa um að flestir myndu að athuguðu máli velja trúna. Og viðurkenna að þegar allt kemur til alls sé einfaldlega ekkert vit í því að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni. Eða hvað?

Karl Sigurbjörnsson - Morgunblaðið, 03.01.2003, bls. 29 #

Ritstjórn 16.05.2005
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Romsari - 19/05/05 19:00 #

Hvernig ógnar trúleysi mannlegu samfélagi? Trúleysi á ekkert skylt við agaleysi, illsku eða ótryggð. Það eru einmitt hinir réttlátu sem þurfa ekki að bæta sjálfan sig, gagnrýna verk sín og reyna að verða betra foreldri því þeir eiga sæti í himnaríki. Hafa engar áhyggjur og líta pínulítið niður á þessa trúlausu ræfla.


Bjoddn - 24/05/05 00:54 #

Merkilegt hvað trúarlið þarf alltaf að sjá heiminn á svörtu og hvítu.

Ef ég trúi ekki á guð, er ég þá sjálfkrafa að rembast við að verða auðmaður? Hvar fær biskupinn þessar hugmyndir eiginlega?

Mér finnst alltaf jafn furðulegt þegar öfgamenn tala um að það sé svo miklu betra að eiga líf með Jesú en að stunda súlustaðina og sprauta sig í æð. Eins og það sé samasemmerki í hausnum á þeim á milli trúleysis og sora.


danskurinn - 24/05/05 08:51 #

Bjoddn skrifar: “Ef ég trúi ekki á guð, er ég þá sjálfkrafa að rembast við að verða auðmaður? Hvar fær biskupinn þessar hugmyndir eiginlega?”

Þetta er ekki hugmynd biskupsins heldur þinn útúrsnúningur Bjoddn! Spurt er til hvers maðurinn ætti að eignast allan heiminn.

Við yfirlit mannkynssögunnar verður ljóst, að allt frá því að einstaklingarnir lifðu sem dýr í skóginum og til dagsins í dag, þegar þeir koma fram sem menn, er ráða yfir náttúruöflunum með tæknilegri getu sinni og afburða þekkingu á hinu grófa efni, hafa þeir notað ofbeldi og valdbeitingu, tilitsleysi og frumstæða sérhyggju til þess að komast áfram sjálfir og bjarga með því lífi og fjöri eða hini svokölluðu hamingju. Styrjaldaráróður og heróp hafa allar aldir látlaus æst upp stríð, kúgun og limlestingar þeirra, sem stóðu í vegi fyrir því sem maðurinn girntist og fyrir hamingju hans. Svo mjög varð líf hins jarðneska manns mengað stríðshyggju, að hún varð bláttáfram trúarbrögð, þrátt fyrir að menn væru væru komir á það þróunarstig, að skíra börn sín "til nafns föður, sonar og heilags anda" til þess að gjöra þau að lærisveinum hans er sagði: Slíðra þú sverð þitt; því allir þeir sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverði". Í raun og veru eru einmitt þær þjóðir og kynflokkar sem vígðir voru friði og bróðurkærleika, mestir sérfræðingar í drápstækni. Hvaða ríki heimsins eru betur búin til víga og ráða yfir meiri gjöreyðingarmætti en einmitt hin kristnu? Sökum þessa ástands hafa þau orðið alveg einstætt fyrirbrigði. Heimur, sem byggir tilveru sína á svo sérstæðum rökum, sem þetta ástand sýnir, mun óhjákvæmilega hljóta þau örlög, sem við erum vitni að í nútímalífi.

"Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningjar og hórkarlar, en held öll þín boðorð og gef fátækum ölmusu." Þannig var þakkarbæn faríseans, og slíkur hugunarháttur er ekki mjög fjarlægur þeim manni, sem í nafni kristindómsins finnst hann betri en aðrir fyrir það að gefa ölmusur, ganga reglulega í kirkju og til altaris og lítur með skelfingu á þau "syndarinnar börn", sem vaxin eru upp í annarri trú, eða þá sem hafa fallið hafa frá, eru að vísu skírðir en geta ekki trúað kristnum kenningum og hrífast ekki að þeim, heldur fyllast þvert á móti andúð á kirkjusiðunum, hástemmdum predikunartóni prestanna og kenningunni um hinn reiða guð, sem lætur aðeins blíðkast við fórnardauða Jesú og sýnir þá fyrst náð og mildi. Þessi friðþægingarkenning, um saklausa veru, sem fórna verður til þess að blíðka reiðan guð, er eldgömul heiðni, og hluti þess "líknarbelgs" , sem kristindómurinn verður að losna við. Kristur hefur ekki frelsað mannkynið með dauða sínu, heldur með hugarfari sínu og breytni, meðan hann lifði hér.


oli - 27/05/05 13:50 #

Kristin trú var ekki einungis í fyrstu háð kraftaverkum heldur ennþá þann dag í dag er ómögulegt fyrir mann með fullu viti að játast henni nema fyrir kraftaverk (David Hume).

Alveg merkilegt að fólk telji guð bera ábyrgð á lífi sínu heldur gerum við það sjálf

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.