Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Með opnum huga

Þegar skottulæknar, kuklarar og loddarar skora á mann að nálgast eitthvað „með opnum huga“ ætti að kvikna á viðvörunarperunni í höfði hins gagnrýnt þenkjandi manns. Í vísinda- og fræðimennsku ætti hver maður að hafa „opinn huga“ í þeirri merkingu, að hann sé reiðubúinn að taka til greina upplýsingar sem koma fram, og skoða með gagnrýnu hugarfari hvort þær eiga við rök að styðjast eða ekki.

Í tilfelli loddara þýðir „opinn hugur“ nokkuð annað. Loddari sem segir okkur að skoða eitthvað með „opnum huga“ meinar að við eigum að láta skjöld hinnar gagnrýnu hugsunar síga og slíðra sverð rökhugsunarinnar. Þá verðum við nefnilega móttækilegri fyrir því sem loddarinn hefur að segja – hvort sem það snýst um „qi“ eða „chakra“ eða „heilagan anda“ eða eitthvað þaðan af fjarstæðukenndara.

Gagnrýni, rökhugsun og kerfisbundin þekkingarleit hafa skilað mannfélaginu mörgum ljósárum lengra í vitneskju og kunnáttu heldur en sá „opni hugur“ sem loddarar boða okkur verður nokkurn tímann fær um að gera. Þessi sama fræðilega hugsun og hefur veitt manninum ríkulega uppskeru af haldgóðri vitneskju slær enn fremur vopnin úr höndum loddarans. Það er ærinn vandi að blekkja þann sem er meðvitaður um post hoc ergo propter hoc rökvilluna, kann skil á staðfestingartilhneigingunni og valkvæmri hugsun og leitar að náttúrulegum skýringum á því sem fyrir augu ber. Ef þið viljið hjálpa loddara að blekkja ykkur, endilega gjörið svo vel og leggið rökhugsunina til hliðar. Ef þið viljið sjá í gegn um blekkingar, þá skuluð þið hins vegar ekki hika við að hvessa glyrnurnar þegar þið sjáið eitthvað sem við fyrstu sýn meikar ekki sens. Til þess er gagnrýnin hugsun, að beita henni.

Vésteinn Valgarðsson 15.05.2005
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 15/05/05 14:58 #

Aha...það má mætti líta á þetta sem pör af andstæðum.

(klassískur) opinn hugur ~ þröngsýni (trúarlegur) opinn hugur ~ gagnrýnin hugsun


Hope Knútsson - 16/05/05 00:58 #

I have 2 things to say about open minds: 1) Some so-called open minds should be closed for repairs. 2) It's good to have an open mind but not so open that your brains fall out!


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 16/05/05 18:21 #

Hjalti: Þú hittir naglann á höfuðið. Orðin "opinn hugur" hafa tvær merkingar, sem auðvelt er að rugla saman.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.