Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ekki það?

Efinn getur ekki verið til án trúar.

Ónefndur íslenskur prestur

Ritstjórn 28.04.2005
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


eggert egg - 05/05/05 09:21 #

Alveg er þetta hárrétt hjá þessum presti. Ef engin væri trúin, aðeins staðreyndir, þá þyrftum við ekki að trúa því að þá hefðum við fullvissu. Maður efast ekki um eitthvað sem maður veit, en það er hægt að efast um eitthvað sem maður trúir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/05/05 12:14 #

Efahyggja og trú eru andstæð fyrirbæri, sá sem ástundar efann trúir ekki á meðan. Og ástundi maður efahyggju stöðugt trúir maður einfaldlega ekki.

Þannig getur efinn þrifist án trúar. Ég efast ekki af því að ég trúi, heldur efast ég af því að ég efast.


Eggert egg - 06/05/05 12:29 #

Andstæð, við erum sammála um það.

"Efinn getur þrifist án trúar".... um hvað ætlarðu þá að efast??? Staðreyndir??? Come on Birgir, þú veist betur..

Trú er frumforsenda þess að þú getir efast og þessvegna getur efinn aldrei þrifist án þess að trúin hafi fyrst verið fyrir hendi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/05/05 12:35 #

"Efinn getur þrifist án trúar".... um hvað ætlarðu þá að efast???

Fullyrðingar, nema nægjanleg rök komi fyrir þeim.


Árni Árnason - 28/04/06 12:00 #

Úr því eldri umræðuefni eru dregin fram, geri ég ráð fyrir að ekkert sé að því að takast á við þau að nýju.

Ef orð ónefnda prestsins eru skoðuð út frá trú, eru þau algerlega hárrétt. Það er alveg skýrt að efi í trúmálum getur ekki verið til án trúar. Ég geri ráð fyrir að orðin séu sett fram undir þeim formerkjum.

Það er jafnvel hægt að stíga skrefinu lengra og taka "Religion" þáttinn úr orðinu trú, og segja að trú hafi merkinguna að halda e-ð, vænta einhvers, gera ráð fyrir e-u, og þá verða orð prestsins áfram rétt.

"Ég efast um að Jón komi í dag"

Slíkt segja menn einungis, hafi þeir haft áður haft einhverjar, væntingar um að Jón kæmi í dag.

Ef þú ert einn á báti úti á miðju Atlanthafi, og í ofanálag þekkir engann sem heitir Jón, en segir samt: "Ég efast um að Jón komi í dag" er það líklega merki þess að heilastarfsemin sé á lokasprettinum.

Birgir segist geta efast um fullyrðingar, ef ekki komi fyrir þeim nægjanleg rök.

Það má segja ( kannski orðið nokkuð heimsspekilega djúpt) að vanrökstudd fullyrðing sé vænting, eða "trú" viðkomandi og þarmeð er efi Birgis ekki til án trúar.

Til þess að geta efast þarf maður að efast um eitthvað, og þetta eitthvað þarf að koma fyrst.

Það er svo skilgreiningaratriði hvort þetta eitthvað er trúarlegt, eða bara vænting, skilningur, eða bara hald einhvers.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/06 12:52 #

Þessi prestur er væntanlega að reka áróður fyrir trú og trúarbrögðum þegar hann segir þetta. Þar með heldur hann því fram að ef engin guðstrú væri til væru heldur engir skeptíkerar, að forsenda efahyggju sé trú og trúarbrögð. En skeptík á ekki trúarbrögðum tilvist sína að þakka, heldur er skeptíkin einfaldlega sú nálgun við veruleikann að hrapa ekki órökstuddum ályktunum þegar kemur að því að efla þekkingu sína á heiminum.


Árni Árnason - 28/04/06 15:13 #

Þetta er allt orðið mjög svo heimspekilegt og skemmtilegt. Ekki veit ég fyrir víst hvaða hvatir lágu að baki orðum prestsins, en hverjar sem þær voru held ég að honum hafi ratast satt á munn, kannski í þetta eina skifti á ævinni.

Ég er þó sammála þér Birgir um að Skeptík eða efahyggja sé lífsstíll/hugmyndafræði þar sem menn gleypa ekkert hrátt, heldur temja sér agaða hugsun til þess að komast að vitrænni niðurstöðu.

Hver einstakur efi verður þó að beinast að einhverju sem áður er komið fram með einhverjum hætti. Skeptikerinn verður með öðrum orðum að hafa eitthvað til að efast um.


Árni Árnason - 28/04/06 15:55 #

Ég er búinn að fatta hvar ágreiningur okkar liggur. Húrra. Það er enginn ágreiningur.

Birgir skilur þetta svo að trúin og efinn eigi að rúmast inni í sama hausnum, og að til þess að efast þurfi sá hinn sami fyrst að trúa. Þessu er hann skiljanlega ekki sammála.

Það er einn sem formulerar trúna, setur hana fram, en annar sem efast.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.