Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heil Benedikt 16!

Í þessari grein á Reuter kemur fram að nýi páfinn hafi verið meðlimur Hitlersæskunnar. Ekki eru allir hrifnir af þessari staðreynd.

Ritstjórn 20.04.2005
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Sindri - 20/04/05 22:26 #

Mér sýnist þessi grein reyndar fjalla mest um það að hann hafi verið andstæðingur nasistastjórnarinnar og ekki gengið í Hitleræskuna fyrr en það var skylduaðild að henni.

Ratzinger, born in 1927, served in the Hitler Youth, a Nazi paramilitary organization, in World War II when membership was compulsory.

Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/05 01:39 #

Aha, kannski hafði kallgreyið ekkert val, frekar en aðrir Þjóðverjar á þessum tíma.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 21/04/05 13:49 #

Er ekki það eina sem guð kristninnar hefur ekki tekið frá mönnunum frjálst val?? Auðvitað hafði karlinn val - etv. ekkert vænlega kosti, en hann átti völina og kvölina.


Jón Valur Jensson - 21/04/05 15:35 #

Der junge Josef Ratzinger var nú enginn karl þá, kannski á fermingaraldri. Hann var settur í Hitlersæskuna samkvæmt (ó)lögum, þrátt fyrir að faðir hans væri harður andnazisti eins og margir aðrir kaþólikkar. Og Josef valdi a.m.k. ekki að vera nazisti. Seinna, 16 ára, var hann kvaddur í herinn, en þaðan gerðist hann svo liðhlaupi. Ætlið þið að gera nazista úr slíkum manni? – Show some decency and self-respect, please.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/05 16:31 #

Sá sem er munstraður í her gegn vilja sínum og gerist liðhlaupi fær plús í kladdann hjá mér að því leyti.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/04/05 16:37 #

Ætlið þið að gera nazista úr slíkum manni?

Nei, ætli sé ekki rétt að hann njóti sannmælis. Takk fyrir þetta, Jón Valur.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 21/04/05 22:33 #

Jamm, ólíkt ótal prestum sem þjónuðu nasistum viljugir þá var Bensi tilneyddur. Annars þá er Biggi greinilega farinn að hafa slæm áhrif á Jón sem slettir einsog hann eigi lífið að leysa.


Jón Valur Jensson - 21/04/05 23:16 #

Nei, nei, Óli Gneisti, ég get alveg látið hann njóta þess sannmælis, að hann er nú alls ekki að ganga langt hérna né sýna ósanngirni.

Reuters-fréttin (sem BB gaf okkur slóðina á) er merkileg. Þar kemur fram, að ýmsir Gyðingar, eins og Israel Meir Lau, aðalrabbí Tel Aviv (sem kvað Gyðinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af þessum páfa, hafandi heyrt hann halda ræðu gegn Gyðingahatri í New York á sl. ári), Abraham Foxman, "national director of the Anti-Defamation League, a leading U.S. Jewish group", og rabbíinn David Rosen, "a Jerusalem-based official of the American Jewish Committee", eru allir jákvæðir gagnvart Benedikt 16. En síðasti maðurinn, sem getið er þarna, án nafns, en kallaður "ultra-Orthodox" Gyðingur, fær hins vegar að hafa síðasta orðið í Reuters-fréttinni – segir "God help us," en ekki getur það nú verið mjög marktækt viðbragð hjá manni, sem svaraði þannig, um leið og verið var að fræða hann um, að Ratzinger hefði verið í Hitlersæskunni. – Í fréttinni kemur líka fram, að hann var settur 14 ára í þennan leiða félagsskap. Eins og þið kannski vitið, var gervöll skátahreyfingin tekin inn í þennan Hitlersæskuna, rétt eins og öll verkalýðsfélög voru incorporeruð inn í eitt nazistískt samband. Þetta var ekki frjálst land. – Munið svo líka, að Pólverjinn Jóhannes Páll II hefði aldrei gert nazista, ekki einu sinni fyrrverandi, að sinni hægri hönd í Vatíkaninu.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 22/04/05 09:49 #

Jón Valur - hefur þú eitthvað fylgst með umræðu um ábyrgð fólks sem tekur þátt voðaverkum ógnarstjórna? Hvar liggur ábyrgin, hjá einstaklingnum sjálfum eða er barasta í lagi að nota afsökunina "mér var skipað ...." og þar með er búið að svipta þig allri siðferðilegri ábyrgð. Er það ekki klént að staðgengill Krists á jörðinni hafi verið félagi (tilneyddur, my ass!) í Hitlersæskunni og hermaður í eihverjum skelfilegasta her allra tíma?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/04/05 12:12 #

Kannski hafði hann ekki hugrekki til að rísa gegn ógnarstjórninni fyrr en hann liðhljóp. Og það gerði hann.


Jón Valur Jensson - 22/04/05 23:25 #

Kjánalegt og raunar yfirgengilegt er það hjá G2 (af hverju þetta dulnefni, stattu sjálfur fyrir máli þínu!) að tala um það í þessu samhengi, að einhver taki "þátt í voðaverkum ógnarstjórna", og tengja það munztrun Ratzingers í Hitlersæskuna, þegar það var hrein skylda og hann sjálfur 14 ára gamall og hefur vafalaust EKKI verið þá settur beint í einhver voðaverk. Ef þú vilt tala um ábyrgð einstaklinga á verkum þeirra í herjum heimsins, vertu þá ekki með neinar ísmeygilegar alhæfingar og bullályktanir, heldur finndu það út, hvað Ratzinger sjálfur, sem einstaklingur, gerði þar, og komdu SVO með dóm þinn. Var hann nokkuð sjálfur að tala um, að hann hafi verið sviptur "allri siðferðilegri ábyrgð"? – En ef þú ætlast til þess, að hann hafi átt að flýja land í stað þess að hlýða kalli til að fara í þetta herskáa 'skátasamband', þá væri gaman að sjá þig gera það sama. Nægir þér ekki, að hann gerðist liðhlaupi, meðan það var dauðasök í Þýzkalandi, og hefðir þú gert betur?


Ívar M. - 23/04/05 01:10 #

Í sambandi við dulnefni á netinu, þá skil ég ekki þegar fólk er gagnrýnt fyrir að velja að skrifa undir "nicki". Þetta hefur tíðkast frá fyrstu tíð á netinu og því fer það alltaf jafn mikið í taugarnar á mér þegar fólk er gagnrýnt fyrir þetta. Síðan hef ég aldrei séð nein rök fyrir því að fólk þurfi endilega að skrifa á netið undir fullu nafni.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 23/04/05 03:25 #

Fyrir utan það að G2 er ekki að fela neitt, þetta er fastapenni hérna.

En finnst ykkur ekki dularfullt að páfar noti dulnefni? :)


Ívar M. - 23/04/05 04:21 #

Það má eiginlega segja að nýji páfinn hafi farið úr öskunni í eldinn þegar hann ákvað að yfirgefa nazistana fyrir kaþólskuna.

Kaþólska kirkjan er mjög íhaldssöm og eigingjörn stofnun, sem ber líkt og nazistar ábyrgð á dauða og hörmungum víða um heim með íhaldssemi sinni. Er hægt að bera virðingu fyrir bákni sem berst gegn fóstureyðingum, en samþykkir ekki notkun smokksins og dæmir þar af leiðandi fjöldan allan af fólki til dauða á degi hverjum. Af hverju reynir páfagarður ekki að leggja baráttunni gegn eyðni í þróunarlöndunum meira lið??

Ég get allavegana ekki borið virðingu fyrir þessari karluglu og því sem að hún stendur fyrir.


Jón Valur Jensson - 23/04/05 11:41 #

Já, Ívar, í vissum skilningi ber allri kristinni kirkju að vera "íhaldssöm". Ég geri ráð fyrir að það sama eigi við um Búddhista, Múhameðstrúarmenn og Taóista. I hope you get what I mean.

Já, það er svo sannarlega hægt að bera virðingu fyrir stofnun sem berst gegn fóstureyðingum, a.m.k. ef maður er rétt innréttaður. Fósturdráp eru mesta hneisa nútímans. Ég vona að þér hlotnist einhvern tímann skilningsljós til að skilja það.

"Af hverju reynir páfagarður ekki að leggja baráttunni gegn eyðni í þróunarlöndunum meira lið?" spyrðu. Ég hef svarað því á vefslóðinni Páfinn og alnæmið í innleggi þann 18/04/05 kl. 13:42, að “kaþólska kirkjan ein annast 26.7% af öllum alnæmissjúklingnum í heimunum og leitar leiða til að gera enn betur í þessu líknarstarfi sínu.”

Svo er ágætt, að í ljós komið, að G2 er Guðmundur Guðmundsson.


Jón Valur Jensson - 23/04/05 11:44 #

Þegar ég smelli á vefslóðina Páfinn og alnæmið (rauðu orðin ofar), fæ ég ekki þá vefslóð. En hún er http://www.vantru.net/2005/04/15/15.23/


G2 (meðlimur í Vantrú) - 23/04/05 13:25 #

Nasizk fortíð páfa er mun þekkilegri en hans kristilega framtíð. Hann getur skákað í því skjólinu að hafa verið leiksoppur örlaganna í Hitlersæskunni forðum, en í dag sem tengiliður Jésú hefur hann ekkert slíkt sér til afsökunar. Enda er hann strax byrjaður að útbreiða faganaðarerindið og fordæmir tilraun Spánverja til að rétta hlut samkynhneigðra. Hvað hefur hann sér til afsökunar núna?

Mitt siðferðisþrek er ekki til umræðu hér, heldur "hans heilagleika" páfans. Ef hann er umboðsmaður Jésú Group á jörðu er óverjandi að hafa Hitlersæsku og hermennsku á ferilskránni. En, eins og berlega hefur komið í ljós er það aðeins byrjunin á nýrri ógnarstjórn í páfagarði.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/04/05 18:15 #

Búinn að laga slóðina.


Jón Valur Jensson - 24/04/05 13:37 #

Guðmundur (G2), ertu ekki bara að reyna að ögra lesendum með þessu skrifi þínu? Hvernig getur nazismi verið þekkilegri en kaþólsk trú og þjónustuhlutverk Benedikts páfa þar? – Og hvað snertir þetta með Spánverjana, þá hef ég reyndar ekkert heyrt eftir honum haft um þessa ákvörðun neðri deildar þingsins á Spáni (í fyrradag, hygg ég), en annar talsmaður Páfagarðs hefur lýst áliti sínu. Það er auðvitað ekki þitt álit, en er það ekki allt í lagi?

Ég er alls ekki sammála því, að til þess að vera umboðsmaður Krists á jörðu sé "óverjandi að hafa Hitlersæsku og hermennsku á ferilskránni," því að í hvort tveggja var hann þvingaður, í Hitlersæskuna nánast á barnsaldri (14 ára) og hefði ekki einu sinni getað flúið land, því að nazistar voru þá búnir að leggja undir sig stóra hluta Evrópu. Fáeinum árum seinna var hann kvaddur í herinn, en vann þar engin voðaverk. Svo hættu þessu níði um góðan mann. Og þegar þú lætur út úr þér önnur eins stóryrði og þau, að þetta sé "aðeins byrjunin á nýrri ógnarstjórn í páfagarði," þá eiga staðreyndirnar eftir að afsanna þitt mál.


darri (meðlimur í Vantrú) - 24/04/05 17:08 #

Pope 'obstructed' sex abuse inquiry


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 24/04/05 20:09 #

Ég held að það megi vel viðurkenna að það sé ekki við Ratzinger/Benedikt að sakast þótt hann hafi í bernsku verið neyddur til að vera í félagi, þótt félagið hafi verið ljótt.. hins vegar má kannski kalla það kaldhæðnislega tilviljun, í ljósi ýmissa annarlegra atriða á CV-i kirkjunnar.

Þótt Hitlersæskunni sleppi, þá gefur karl samt næg færi á sér.


Jón Valur Jensson - 25/04/05 10:23 #

Ég þarf ekki að svara þessu umræðuefni frekar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.