Ég er enn að skoða nýju Biblíuþýðinguna, nú út frá fullyrðingum guðsmanna um hlutverk Nýja-testamentisins. Spáið aðeins í það, Nýja testamentið upphefur hið gamla, nemur úr gildi flest það er þar stendur (í það minnsta allt það nöturlega). Meira að segja Gunnar í Krossinum er inni á þessu, þótt ekki sé hann hallur undir grænsápuna.
Samt er þetta haft eftir Jesú Kristi, formanni krysslingaklúbbsins:
Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. (Mattheus 5:17)
Hin nýja grænsápuútgáfa ritsins teflir þó fram annarri merkingu, svona til að gefa prestum og guðfræðingum tækifæri til að hafa þetta gruggugt fremur en skýrt:
Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur til að gefa því fyllri merkingu.
En hvað segir þetta okkur annars? Nýja testamentið verður ekki til fyrr en á öðru árhundruðinu eftir meintan burð Jesú Krists. Því hlýtur, frá upphafi vega og allt þar til Nýja testamentið komst í umferð (eða kannski strangt tiltekið Jesús byrjaði að messíasast), gamla lögmálið að hafa gilt. Sá sem fæddur var t.d. 50 árum fyrir Krist var því ofurseldur því að þurfa að drepa hvern þann sem ekki hvíldist á hvíldardeginum, kála hommum, myrða son sinn ef hann reif kjaft, stúta galdrakonum og þar fram eftir götum.
Hvernig gefur tilkoma Krists fyrirskipunum um morð á hommum og galdrakonum fyllri merkingu?
Og þetta átti ekki bara við Hebreana, þaðan sem ritið er sprottið, því ef eitthvað er að marka boðskap kristninnar eiga þessi trúarbrögð erindi við alla heimsbyggðina. Hinn nýji siður gefur semsagt fyllri merkingu fyrirmælum sem stærstur hluti heimsbyggðarinnar hafði ekki einu sinni heyrt af. Og þegar kemur að samkynhneigð hljóðar breytingin upp á að ekki skuli lengur drepa heldur bara fyrirlíta þær „svívirðilegu girndir“.
Því er það að í samfélögum þar sem samkynhneigð var ekki fyrirlitin, svo sem í einhverjum kreðsum Indíána, ef eitthvað er að marka Little Big Man, er hún það svo sannarlega núna, hvað sem líður hjáróma mótbárum frjálslyndra guðfræðinga og presta íslensku Þjóðkirkjunnar.
Það er mér hulin ráðgáta hvernig nokkur samkynhneigð manneskja getur aðhyllst kristindóm. Og reyndar er það jafnskrýtið að frjálslyndir guðfræðingar og prestar geti hugsað sér að beygja sig undir það ok mannfyrirlitningar sem Nýja-testamentið boðar. Túlkanir þeirra, samanber orð Bjarna Karlssonar, eru svo ámátlega hlægilegar að segja má að þeir svipti sjálfa sig starfsheiðrinum í hvert sinn sem þeir opna munninn um þessi undarlegu fræði.
Mér finnst ánægjulegt að sjá hvað þið skoðið ritninguna vel og satt er það að þar segir Jesú að hann komi til að uppfylla lögmálið en ekki afnema og eins er það að ef að ég hef skrifað upp á skuldabréf sem ég á að greiða en pabbi minn sér að ég ræð ekki við það og tekur það á sig og greiðir það þ.e uppfyllir skilmála bréfsins þá fellur það ekki niður heldur er það uppfyllt og verður ómerkt plagg eftir það eingöngu vitnisburður um það sem var. Guð blessi ykkur.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Geiri - 17/04/05 11:54 #
Þetta er alveg með endemum vitlaust, þ.e. þessi leiðrétting, því ekki er þetta þýðing það er búið að því fyrir lifandi löngu, á orðum feðgana.
Góð grein Birgir, færð tvö prik frá mér.
Það er mér alveg óskiljanlegt afhverju fólk sér eitthvað vit eða tilgang í því að tilbiðja þennan duttlungafulla, refsiglaða, grimma, smámunasama og frelsisheftandi guð kristninnar og reyndar annarra trúarbragða líka ef út í það er farið.
Ef að grunnhugsunin er að tilbiðja almætti (algott, alviturt og almáttugut) sem á að hafa gefið okkur frjálst val í raun, þá á sú hugsun ekkert skilt við trúarbrögð eins og þau hafa og eruð praktiseruð.
Ef að þetta er grunnhugsunin að tilbiðja almáttuga fígúru sem hefur þessa þrjá eiginleika og vildi í raun gefa okkur frjálst val, þá er eina leiðin að dissa skrudduna og það sem hún boðar því þar er aðeins "hand made" guð "wannabe" að finna sem engan veginn stenst kröfu um þessa þrjá eiginleika.