Sá svipmyndir frá Vatíkaninu þar sem verið að fremja einhverjar seremóníur yfir líki páfans. Skrautlega klæddur æðstiprestur hélt yfir honum einhverjum staut með hnúði á endanum og lét sem hann væri að dangla í skrokkinn frá brjósti og niður að mitti, án þess þó að snerta hann.
Hvað á þessi hegðun að fyrirstilla? Halda menn að páfinn komist frekar til himna ef svona atferli er viðhaft í návist líksins? Er þetta eitthvað siðmenntaðra en seremóníur frumstæðra ættbálka til forna? Sjáið þið ekki forneskjuna þarna?
Svo verða Þjóðkirkjuprestar sárir og fúlir þegar maður kallar þá töfralækna.
Ég set Vatíkan og páfa í sömu kategoríu og kónga og drottningar. Ofboðslegt bákn og skraut í kringum eitthvað sem á að heita sameiningatákn. Fólkið sem í raun ræður öllu þarna innan húss er síðan spillt og í valdtafli við hvort annað. Hugsið ykkur alla peningana sem velta um þetta vatíkan? Það væri hægt að gera ýmislegt nitsamlegra með þá en að gullhúða þessa Péturskirkju í Róm. Og nú logar allt í illdeilum hjá kardínálunum. Það þarf að velja Páfa? Mikill kærleikur og friður þar.
Voðalega er eitthvað mikið fjaðrafok í kringum það að páfinn skuli vera útrunninn. 2 milljarðar manna fylgdust með þegar honum var holað niður í jörðina!!
Er páfinn eitthvað merkilegri maður en ég eða Lalli Johns??
Ég hef alltaf haldið að Biblían boðaði það að allir menn væru jafnir í augum karlsins uppi á háalofti!
Páfinn var alveg ábyggilega fínn karl og ágætis félagi en ég þekkti hann ekki neitt og því kemur það mér akkúrat ekkert við að hann skuli vera alveg steindauður, ekki frekar en það kemur mér við að Gunna gamla í Breiðholtinu skuli vera dauð!!
Það er greinilegt að allir eru jafnir fyrir þeim gamla en sumir bara aðeins jafnari en aðrir. Eða allavega af viðbrögðum heimsins, við fráfalli páfans, að dæma!
Meginpunkturinn með þessum örpistli mínum fólst í því að sýna fram á að kristnar kirkjur, hvaða nafni sem þær nefnast, ástunda kukl og költhegðun. Það sem kardínálinn var að gera þarna í sjónvarpinu var ekkert annað en særingakukl og heimsbyggðinni er um leið send þau skilaboð að svona töfraathafnir hafi einhverja merkingu og einverja þýðingu.
Þarna var beinlínis alið á hindurvitnum.
Þessi veröld sem við hrærumst í er óttalega galin og því miður allt of fáir sem koma auga á það.
Svona ef einhver skyldi nú efast um að ég hefði rétt fyrir mér í að kalla þetta forneskju og særingar. Nýleg frétt í Fréttablaðinu:
Kennt að særa út anda Háskóli Vatíkansins er farinn að bjóða upp á nýtt námskeið. Hér eftir geta rómverskt-kaþólskir klerkar lært hvernig á að særa illa anda úr andsetnu fólki, að því er BBC greindi frá. Faðir Giulio Savoldi, opinber særingamaður Mílanóborgar í meira en tuttugu ár, sagði fréttamanni BBC að hann hefði ekki lært sérstaklega til starfans en sagði á hreinu hvað hann vildi láta tilheyra svona námskeiðum. „Ég myndi hafa yfirnáttúrulegan mátt, nærveru guðs, og láta nemandann sækja kraft ekki aðeins í sjalfan sig heldur líka í guð,“ sagði hann.
Að slíkar hugmyndir skuli vera á ráfi í kollinum á nokkrum manni í vestrænu ríki nú til dags.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Gísli - 08/04/05 08:04 #
Gleymdu því ekki heldur að Jesús eyddi ævi sinni á flakki með tólf karlmönnum og einn þeirra sagðist hann sérstaklega elska. Mér hefur alltaf þótt eitthvað gruggusgt við alla þessa karlmenn í hvítum kjólum.