Hugtakið trúleysingi er bæði heiðarlegt og skýrt, og sá sem það lýsir umber hvorki léttúð né undanbrögð. Það sem veröldin þarfnast núna, sem aldrei fyrr, er hreinskiptinn málatilbúnaður og ótvíræð framsetning.
Chapman Cohen
Alveg rétt hjá Guðjóni, trúleysingjar eru allskonar fólk.
En tilvitnunin er góð. Hreinskilni virðist stuða trúmenn afar mikið enda eru þeir flestir vanir því að tiplað sé á tánum í kringum bullið sem þeir láta út úr sér. Auðvitað eru réttu viðbrögðin þegar einhver segist vera trúaður, t.d. trúi því að Jesús hafi risið frá dauðum, að hlæja að honum.
Hmm ... en það er samt ekki fallegt að stríða fólki sem veit ekki betur.
Samt, það væri líka fyndið ef þetta væri svona:
Trúaður: "Sæll, ég heiti Jón. Ég er trúaður." Trúleysingi: "Hahahahahaha, þú ert óborganlegur!" Trúaður: "Hvað meinarðu?" Trúleysingi: (veltist um af hlátri) Trúaður: "Hvað er svona fyndið?" Trúleysingi: "Sagðistu ekki vera trúður? Trúðar eru fyndnir." Trúaður: "Trúaður, ekki trúður." Trúleysingi: "Ó.."
Það er satt, þetta væri ekki fallegt, það er vandamálið, ku ekki vera fallegt að hlæja að trúmönnum :-) Þess vegna neyðumst við til þess að taka þá alvarlega.
En spáum í því, maður mætir í kirkju, t.d. til að vera viðstaddur giftingu og allt í einu segir presturinn, sem er þarna til að gefa saman hjónakornin, "við skulum biðja bænina sem gvuð kenndi okkur" og allir kirkjugestir (sem verða pissfullir 3 stundum síðar) loka augunum, spenna greipar og tala við gvuð. Ég veit reyndar ekki hvort mér finnst það fyndið eða sorglegt. En væri ekki skemmtilegt að skella upp úr og segja, "þið eruð nú meiri grallararnir, shitt, ég var næstum fallinn fyrir þessu - er þetta ekki falin myndavél? Fáum okkur bjór".
Það mætti kannski líta svipað á þetta og ef geðklofasjúklingur er haldinn ranghugmyndum. Það er tilgangslítið að þræta við mann sem gerir sér geðveikislegar hugmyndir um heiminn ... en það er líka ástæðulaust að taka sérstaklega undir ranghugmyndirnar. Það er að sjálfsögðu ónærgætið að hlæja að veikum manninum. En ef hann segist vera geimvera eða vera með míkrófóna í hausnum, hvernig bregst maður þá við? "Já, er það já?" "Aha." "Það er naumast."
Þeim ferst ekki að tjá sig sem aldrei rökstyðja mál sitt.
Ég hélt að þið væruð svo rosalega vel að ykkur að ekki þyrfti að útskýra einfaldan málshátt.
Hvað er það þegar einstaklingur er dæmdur fyrir að tilheyra hóp. T.d. allir svertingjar eru heimskir, allir hommar eru meira og minna klikkaðir. Nefnist það ekki fordómar. Sú staðreynd að maður er svartur trúlaus hommi segir okkur ekkert um hann, vegna þess að manngildi ræðst hvorki af húðlit né skoðum. Manngildi ræðst af því sem hann gerir og segir hélt ég. En þeir á vantrú vita betur, slíkt gildir ekki um þann hóp mann sem telst trúaður.
Svart trúaður hommi er alveg örugglega hálfgerður trúður. Ekki satt Ásgeir? Trúarskoðanir eru jú öðruvísi en aðrar skoðanir, þær eru í eðli sínu heimskulega og fyrirfram vitað að rök fyrir þeim, hver sem þau kunna að vera hjóta að vera kjánleg og trúðsleg í eðli sínu eða hvað? Telur þú ekki svo vera? Trúaðir menn verðskulda jú allir sem einn aðhlátur og fyrilitingu ekki satt? Eða verskulda þeir vorskunsemi í stað fyrirlitingar?
Allar trúarskoðanir eru að sama tagi og órar geðsjúklinga, ekki satt? Gilid það ekki samkæmt þínu skoðunum að ólíkt öðrum hópum gildi sú regla, að orð og gjörðir trúaðra ráði ekki manngildi þeirra, það geri skoðanir þeirra í trúmálum sem engin ástæða er að gera minnsta mun á hverjar sem þær eru?
Trúaður maður er maður sem hefur ákveðna skoðun á heiminum sem hann getur ekki fært rök fyrir.
Slíkur maður er, að mínu mati, hálfgerður trúður.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Guðjón - 06/04/05 14:03 #
Þvílíkt bull- sannur efasemdarmaður lætur ekki áróður af þessu tagi slá ryki í augun á sér. Trúleysingjar eru af öllu tagi allt frá því að vera prýðis fólk til þess að vera drullusokkar af versta tagi. Það eitt að maður er trúleysingi segir okkur nákvæmlegt ekkert um viðkomandi.