Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúfælni eða trúsækni?

Guðfræðingurinn Þorkell á Annáll.is veltir fyrir sér sálfræðilegum hliðum þess að gagnrýna trú og trúarbrögð. Hann gefur þarna sterklega í skyn að þar sé um að ræða trúfælni, sem lýsi sér eitthvað svipað og hómófóbía.

Ég spyr: Er það dæmi um trúfælni að hanga löngum stundum inni á Annál í félagi við guðfræðinga og presta? Ég myndi frekar kalla það trúsækni.

Birgir Baldursson 05.04.2005
Flokkað undir: ( Vísindi og trú )

Viðbrögð


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 05/04/05 15:59 #

Hún er undarleg þessi árátta trúmanna að saka trúlausa sífellt um fordóma. Þjáist þetta trúlið ekki bara af stófelldum fordómum gagnvart veröldinni, skynsemisfælni og raunveruleikaflótta?

Ennþá undarlegri er sú árátta annálaritara að skrifa um trúlausa gesti síðunnar þegar þeir hafa hægt um sig á þeim vettvangi. Damned if you do, damned if you don't.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/04/05 16:09 #

Ætli það sé ekki bara trúfælni okkar sem veldur því að við erum ekki að kommentera þarna þessa dagana :)


Þórður Örn - 05/04/05 22:47 #

Ætli Þorkell sé trúleysingjafælinn?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/04/05 23:34 #

Hann er í það minnsta ekki hér.


Karl Birkir - 06/04/05 00:40 #

Það er allavega fátt verra en að vera fælnisfælinn.

Annars er húmorinn minn ekki að gera sig í dag. :(

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.