Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Reglan guð = goðsögn

Kæru Kristsmenn

Nú er það svo að hver einasti kristinn maður hlýtur að fallast á að guðir annarra trúarbragða hljóti að vera goðsagnir sem ekki eigi sér tilvist í raunverunni. Annars væruð þið fjölgyðistrúar, ekki satt?

En af hverju í ósköpunum lítið þið fram hjá þeim möguleika að ykkar eigin guð sé það líka? Hvað er það nákvæmlega sem fær ykkur til að trúa því að hann sé undantekning á reglunni guð=goðsögn?

Eru einhver rök fyrir því sem farið hafa framhjá mér? Eða gæti þetta bara verið hugsanaleti sem felst í að hoppa á nærtækustu hægindaskýringuna sem vill svo til að er kristindómur í okkar samfélagi?

Birgir Baldursson 05.04.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Guðjón - 05/04/05 08:27 #

Það að menn hafi mismunandi hugmyndir um Guð merkir ekki að til séu margir guðir, ástæðan er að Guð er í raun hafin yfir mannlegan skilning. Guð er ekki venjuleg persóna, heldur uppspretta alls sem er. Líta má á fjölgyðistrú sem leið til þess að skilja Guð. Menn persónugera einstaka eiginleika Guðs til þess að skilja Guð með sínum hætti.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 05/04/05 09:10 #

ástæðan er að Guð er í raun hafin yfir mannlegan skilning
Hvað þýðir það?


Sindri - 05/04/05 09:56 #

ástæðan er að Guð er í raun hafin yfir mannlegan skilning

Ýmsar aðrar þversagnir fá mig líka til að klóra mér í hausnum og muldra "Ég skil ekki?".

Helsti munurinn á Guði og öðrum þversögnum er sá að fjöldi fólks trúir því að hún hafi átt sér stað í raunveruleikanum. Þegar einhver segir frá manninum sem fór aftur í tíman og gat sjálfan sig, trúa því fæstir.


Bjoddn - 05/04/05 11:19 #

Er ekki fjölgyðistrú á íslandi?

Trúir fólk ekki undantekningalítið á guð sem þóknast hverjum og einum af þeim trúuðu?

Hommi trúir á guð sem fyrirgefur samkynhneigð, Síðhærðir menn trúa á guð sem finnst sítt hár karlmanna ekki þeim til vansa. Stuttklipptat konur trúa á guð sem er sama þó þær skerði hár sitt. o.s.frv...

Það að allir kalli guðinn sinn "Guð" breytir ekki þeirri staðreynd að um óteljandi guði er að ræða með mismunandi áherslur sem vill alltaf svo v el til að eru akkúrat á sömu línu og áherslur hins trúaða í hverju tilviki.

Að hér sé eingyðistrú er því bara bull.


Guðjón - 05/04/05 11:23 #

Einstæn talar um fjórðu víddina. Skilur þú nákvæmlega hvað hann er að tala um? Sum atriði efnisheimsins eru einfaldlega of flókin til þess að við getum skilið þau. Stærðfræðimódel geta í sumum tilvikum náð yfir slík atriði. Það er engin þversögn er það? Er það nokkuð þversögn til sé eitthvað sem er handan mannlegs skilnings? Er það ekki sjálflægni á hæsta stigi að segja ekkert getur verið til nema að ég skili það. Ormurinn getu ekki skilið hvað atóm er, hefur það einhver áhrif á tilvist atóma? Fyrir mér er það augljóst að skiningur okkar setur tilvist hluta engin takmörk.


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 05/04/05 11:41 #

Einstæn talar um fjórðu víddina. Skilur þú nákvæmlega hvað hann er að tala um? Sum atriði efnisheimsins eru einfaldlega of flókin til þess að við getum skilið þau. Stærðfræðimódel geta í sumum tilvikum náð yfir slík atriði.Það er engin þversögn er það?

Já! Kynntu þér afstæðiskenninguna betur.


Guðjón - 05/04/05 14:31 #

Til hamingu með að skilja afstæðiskenninguna til hlítar. Ert þú að halda því fram að stærðfræðimódel séu í engum tilvikum notuð í eðlisfræði til þess að ná utan um atriði sem fólk getur ekki skilið á annan hátt.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 05/04/05 14:43 #

Stærðfræði er notuð til að skilja, ekki í stað þess.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/04/05 15:10 #

Það að menn hafi mismunandi hugmyndir um Guð merkir ekki að til séu margir guðir...

En hvað gerir þá kristnu svona vissa í sinni sök að þeirra útgáfa af guðdómnum sé sú rétta? Er eitthvað í kenningum Jesú sem gefur til kynna að hann sé að bera á borð einhvern meiri sannleika en Múhameð eða Zaraþústra?

Trúmönnum virðist alltaf sjást yfir að spyrja sig hvort það sé augljóst að til sé einhver guðdómur til að byrja með, þeir ganga að því sem gefnu og svo virðist hentisemin ein ráða þegar kemur að því að meta hver af öllum þeim útgáfum sem settar hafa verið fram er rétt. Hvað er það við hina kristnu versjón sem gerir það að verkum að þeir eru kristnir en ekki t.d. búddatrúar?


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 05/04/05 16:26 #

Til hamingu með að skilja afstæðiskenninguna til hlítar. Ert þú að halda því fram að stærðfræðimódel séu í engum tilvikum notuð í eðlisfræði til þess að ná utan um atriði sem fólk getur ekki skilið á annan hátt.

Ekki leggja mér orð í munn. Þú spurðir: "Einstæn talar um fjórðu víddina. Skilur þú nákvæmlega hvað hann er að tala um?" og ég svaraði já. Ég skil hvað Einstein á við með fjórðu víddinni. Ekki þar með sagt að ég skilji allt sem viðkemur afstæðiskenningunni, fjarri því, á eftir að læra betur um hana.

Nú hef ég verið að læra eðlisfræði og ætla að halda því áfram, en mun aldrei halda því fram að stærðfræðilíkön hjálpi okkur ekki að skilja. Það er líka lykilatriði, þau hjálpa okkur að skilja en eru ekki í stað þess að skilja. Ef við skiljum ekki eitthvað getum við ekki sett upp stærðfræðilíkan og sagst skilja það. Annars er stærðfræðiprófessor við hliðina á mér sem ég gæti spurt.


Guðjón - 06/04/05 09:09 #

En hvað gerir þá kristnu svona vissa í sinni sök að þeirra útgáfa af guðdómnum sé sú rétta? Sumt fólk er þeirrar gerðar að það er algjörlega sannfært um að það hefur rétt fyrir sér og að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Það trúir því að sannleikurinn sé einn og það hafi yfir þessum sannleika að ráða. Þetta er persónuleikaeinkenni en hefur ekkert með það að gera hvaða skoðun það hefur að öðru leyti. Dæmi um fræga trúleysingja sem eru af þessu tagi eru Sigmund Freud og B.F. Skinner. Trúmenn af þessu tagi gangi í krossinn eða svipuð samtök, en trúleysingar af þessu tagi hafa skoðanir af því tagi sem við kynnumst á vantrú.net. Ég geri mér grein fyrir því að hægt er að hugsa sé að val mitt sé rangt, sama gildir um alla aðra. Það er ekki til nein endanlega patentlausn á þeim vanda sem fylgir því að vera manneska, en mestu máli skiptir að gera sitt besta. Fagnaðarerindi vísindahyggjunar er eins og önnur fangaðarerindi, af því má læra ýmislegt en að það sé eina leiðinn, sanneikurinn vegurinn og lífið það getur engin ákveðið fyrir aðra.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 06/04/05 14:51 #

Sumt fólk er þeirrar gerðar að það er algjörlega sannfært um að það hefur rétt fyrir sér og að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Það trúir því að sannleikurinn sé einn og það hafi yfir þessum sannleika að ráða. Þetta er persónuleikaeinkenni en hefur ekkert með það að gera hvaða skoðun það hefur að öðru leyti....Trúmenn af þessu tagi gangi í krossinn eða svipuð samtök, en trúleysingar af þessu tagi hafa skoðanir af því tagi sem við kynnumst á vantrú.net.

Þetta er rangt hjá þér. Hvorki ég né aðrir í Vantrú lítum á okkur sem handhafa Sannleikans sem okkur er skylt að boða. Við vörum annað fólk við slíkum vitleysingum.

Eins og Carl Sagan sagði, skoðun mín er röng.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/04/05 17:58 #

Já, þetta eru undarleg ummæli hjá Guðjóni. Hann er greinilega ekki að lesa þennan vef nógu vel. Það er t.d. ekki lengra en ég gær að ég póstaði þessu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.