Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jesús er dauður! Jesús er sannarlega dauður!

Í predikun sinni á páskamorgni sagði Karl Sigurbjörnsson í prestavælutóni að grundvöllur kristinnar trúar og kirkju væri fréttin sem að María Magdalena og María hin komu með. Sú frétt er upprisa Krists.

Orðrétt sagði Karl:

Fréttin sem þær María Magdalena og María hin voru sendar til að segja lærisveinunum er grundvöllur kristninnar, trúar og kirkju. Með fréttinni sem þær báru stendur það og fellur allt. Kristindómurinn er afstaða til þess að þær séu trúverðug vitni, að þær sögðu satt.

Kíkjum aðeins á þennan vitnisburð Maríanna tveggja í guðspjöllunum. Fyrir utan þá staðreynd að frásagnirnar eru í mótsögn hvað varðar mörg atriði er einfaldlega ekki hægt að sjá vitnisburð þeirra í Markúsarguðspjalli. Í síðasta versinu stendur:

Mark 16:8 “Þær sögðu engum frá neinu, því þær voru hræddar.”

Í Lúkasarguðspjalli trúa lærisveinarnir ekki þessari ótrúlegu frétt:

Lúk 21:11 “En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki.”

Biskupinn er ónákvæmur þegar hann segir að við þurfum að trúa því að þær segi satt. Raunin er sú að við þurfum einnig að trúa öðru fólki. Raunin er sú að við verðum að trúa því að höfundar guðspjallanna sögðu satt frá og að þeir hafi haft rétt fyrir sér, en fólk var mjög auðtrúa á þessum tímum. Ef að biskupinn er ekki bókstafstrúmaður hvað varðar Nýjatestamentið og nálgast það með sama hætti og prestar Þjóðkirkjunnar nálgast ævintýrin í Gamla testamentinu þá ætti hann að viðurkenna að guðspjöllin voru skrifuð áratugum eftir meinta upprisu Jesú eftir að hafa verið í munnlegri geymd. Einnig að nöfnin á guðspjöllunum eru síðari tíma ágiskanir og að höfundarnir séu með öllu óþekktir. Margt bendir til þess að þeir hafi ekki þekkt til staðarhátta og voru því örugglega aldrei vitni að neinni upprisu.

Biskupinn trúir sem sagt einhverjum orðrómi sem einhverjir menn settu á blað fyrir um það bil tvemur árþúsundum. Það er nógu slæmt að trúa orðrómum, en að trúa orðrómi sem maður veit ekki hver segir manni er út í hött.

En lengi getur vont versnað. Orðrómurinn fjallar nefnilega um yfirnáttúrulegan atburð. Jafnvel biskupinn viðurkennir að “..liðið lík rís ekki upp...”. Fólk lifnar ekki við eftir að hafa verið dautt í nokkra daga. Þar sem að fólk rís venjulega ekki upp frá dauðum ætti maður að vilja meiri sannanir fyrir því heldur en venjulega atburði. Orðrómur er ekki einu sinni talinn góð heimild fyrir venjulega atburði!

Karl segir að þessi orðrómur hafi verið gagnrýndur, veginn og metinn af heilbrigðri skynsemi. Þetta er rétt hjá honum. Heilbrigð skynsemi er fljót að vega og meta þetta og komast að niðurstöðu. Það er óskynsamlegt að trúa orðrómi frá óþekktum aðilum um yfirnáttúrulegan atburð. Það gerist varla óskynsamara. Biskupinn hlýtur að viðurkenna þetta, enda byggir kristnin trú ekki á skynsemi heldur trú.

Hjalti Rúnar Ómarsson 04.04.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


G2 (meðlimur í Vantrú) - 04/04/05 21:28 #

Orðabók Andskotans (Ambrose Bierce) geymir margar djúpvitrar athugasemdir um trúarbrögð. Mér flýgur einatt í hug skilgreining hennar á preláta þegar ég sé biskup, þann auma fjandmann skynseminnar - preláti: "kirkjuhöfðingi í æðra flokki heilagleiks og feitu embætti; einn af aðli himnanna". Það er mál að þessi maður fari að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt.


Árni - 07/04/05 19:46 #

Athugasemd færð hingað þar sem hún tengist ekki efni greinarinnar. MÁ.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.